Heimilisblaðið - 01.12.1922, Page 12
154
HEIMILISBLÁÐIÐ
*
baka pönnukökur og kleinur, svo og að
brydda siðustu skóna. Svunturnar var hún
ekki búin með, en þegar Jón hefði lokið
útistörfum, átti hann að halda börnunum
inni í baðstofu á meðan hún lyki við að
sauma þær. Ekkert barnanna átti að vita
um nýju fötin fyr en um kvöldið, að búið
væri að kveikja.
En Jóni dvaldist úti við . . . lengur en
Áslaug hafði búist við, af því að hún vissi,
að hann hafði ekki sýnt neinni skepnu út
um daginn. Þó kom hann um síðir og
settist þá þegar að með krökkunum, þó að
þeim þættí lítið gaman af að einangrast
inni. Þau höfðu unað vel frammi í eldhúsj
hjá mömmu sinni við að horfa á það, sem
hún var að gera. En þegar pabbi fórað segja
þeim fallegu sögurnar, sem bundnar eru
við jólin, urðu þau rólegri og gleymdu öðru
hvoru pönnukökunum og kleinunum, sem
mamma var að búa til.
Það leið nær og nær jólahelginni og Ás-
laug keptist við. Einu sinni brá hún sér
inn í baðstofu. Þá var Jón að afldæða
börnin og þvo þeim. Það var einmitt það,
sem hún hafði ætlað að biðja Jón að gera^
svo alt væri til reiðu, þegar hún hefði lok-
ið við saumaskapinn. Nú þurfti þess ekki.
Jón hafði farið nærri hvað með þurfti. Hún
flýtli sér fram aftur og fór að láta í pottinn
. . . jóla-hangikjötið, svo tók hún aftur til
saumanna, og eftir nokkura stund hafði
hún lokið við svunturnar.
Þegar hún kom inn aftur, hafði Jón
kveikt á dálitlum vegglampa, sem aldrei
hafði verið snertur frá því um vorið, að
Jón kom með hann úr kaupstaðnum. Ljós-
týran var látin duga hversdagslega, enda
störðu hörnin á þetta nýja ljós. Það var
ekki neinu líkt, sem þau höfðu áður séð.
»Getur þetta ljós dáið?« spurði eldri
stúlkan, en Bjarni var að hugsa um hvað
hann myndi þurfa að blása mikið og oft,
til þess að slökkva þetta nýja ljós.
Áslaug kom með nýju fötin og fór að
færa börnin í þau. Á meðan smeigði Jón
sér úr hversdagsleppunum ogískárri garm-
ana. Þegar hann hafði lokið því og þvegið
sér, fór hann fram í bæ. Hann var dálitla
stund frammi og hafði Áslaug lokið við að
klæða börnin, þegar hann kom aftur.
Jón hvíslaði einhverju að konu sinni og
jánkaði hún því brosandi. Svo fór hann
fram aftur. Á meðan þvoði Áslaug sér og
greiddi, batt svartdröfnóttan skýluklút um
höfuðið og setti upp hreina svuntu, en bætta
. . . það var viðhafnarbúningurinn hennar,
klúturinn og svuntan . . . annað átti hún
ekki umfram hversdagsgarmana og jóla-
köttinn hafði hún klætt síðustu þrjú árin.
En það gerði ekkert til, úr því börnunum
hennár var borgið . . . úr því þau þurftu
ekki að ldæða jólaköttínn.
Og ekki varð annað séð en að börnin
væru ánægð með nýju spjarirnar. Systurn-
ar skoðuðu rósirnar í nýju svuntunum og
Bjarni skálmaði hróðugur um gólfið í nýju
buxunum.
Svo kom Jón inn. Hann kom með kert-
in, kveikti á þeim og lét þau í stjaka, sem
hann hafði líka með og setti á borðið.
»Þetta hefirðu verið að smíða í dag, þeg-
ar eg gat ekki skilið, hvað þú værir að
dunda úti við«, sagði Áslaug og brosti
ánægjulega. Og Jón kinkaði kolli til sam-
þykkis.
Nú varð bjart í litlu baðstofunni!
Enda störðu börnin forviða á þessa miklu
birtu og ljósadýrð. Svona mörg ljós höfðu
þau aldrei séð í einu. Pabbi og mamma
sögðu þeim að þau ættu að eiga kertaljós-
in. Bjarni kaus sér undir eins hæsta Ijósið,
en um hin var enginn ágreiningur. Og svo
hlupu börnin upp um hálsinn á pabba og
mömmu og kystu þau fyrir ljósinognýjufötin.
Jón var að leita að hugvekjunum, en í
sömu svifum heyrðist barið að dyrum.
»Hver getur verið svona seint á ferð
núna?« sagði Áslaug; henni hafði orðið
dálítið hverft við.
Jón gekk til dyra og skaut lokum frá
hurðu. Þar stóðu tveir menn, sem Jón
kannaðist við, er þeir höfðu sagt til sín.
Þeir áttu heima hinumegin við heiðina.
<