Heimilisblaðið - 01.12.1922, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ
155
»Við höfum vilst á heiðinni . . . renn-
ingurinn var svo sótsvartur. Við megum
lofa Guð fyrir að storminn skyldi lægja,
annars er ekki að vita, hvernig farið hefði
fyrir okkur, óvisl við hefðum náð til bæja
i kvöld«.
Jón bauð mönnunum að ganga í bæinn
og hvíla sig.
»Við ætluðum að sitja á Barði um jólin
og hefðum náð þangað í tæka tíð, ef svona
hefði ekki tiltekist«, sagði annar maðurinn
á meðan hann var að skafa af sér snjóinn.
»Það er nokkur vegur þangað«, sagði Jón.
»0-jæja . . . við hvílum okkur dálítla
stund og reynum svo að ná þangað hátt-
unum«.
»Gott kvöld og gleðileg jóll« heilsuðu
gestirnir, þegar þeir komu inn í baðstofuna.
»Þeir ætla aðeins að blása mæðinni sem
snöggvast . . . hafa verið að villast á heið-
inni í dag . . . þeir eru víst sárþyrstir!«
sagði Jón og leil til Áslaugar.
Áslaug brá við, fór fram í fjós og hreytti
kúna. Það var nú ekki mikið sem hún
fékk úr henni, en hún bar það eins og það
var, gestunum og gerðu þeir mjólkinni góð
skil.
»Ætla mennirnir að halda áfram i kvöld?«
spurði Áslaug.
»Já, já, veðrið er ágætt og gangfæri áll-
gott. Okkur er engin vorkunn að ná út að
Barði, þegar við erum búnir að jafna okk-
ur svolitið«, sagði annar gesturinn.
»En getur hann ekki rokið upp aftur . .
• einhver ráð ættu að vera með að lofa
ykkur að vera í nótt«, bætti Áslaug við og
leit til Jóns.
En mennirnir héldu það mesta óþarfa
• . . útlitið væri gott og þeir einráðnir um
að halda áfram.
»Eg ætla þá að herða á katlinum«, sagði
slaug og fór fram. Jón var eftir hjá gest-
unum og spurði þá helztu tíðinda.
Það leið ekki á löngu, þangað til Áslaug
kom með rjúkandi kaffibolla. Fylgdu með
kleinur og pönnukökur og ekki annað að
sjá, en að gestunum hugnaðist vel að þvi.
Þeir jöfnuðu sig dálitla stund eftir að kaffið
var drukkið og bjuggu sig svo til ferða.
Jón fylgdi þeim til dyranna. Hann var að
skjóta lokum fyrir, þegar annar maðurinn
kallaði til hans utan af hlaðinu og bað
hann að hinkra svolítið.
»Hérna er svolítið smáræði handa krökk-
unum«, sagði gesturinn um leið og Jón
opnaði hurðina.
»Guð launi ykkur«, sagði Jón . . . og
bjartað hoppaði af gleði, þegar hann fann
hvað það myndi vera, sem maðurinn rétti
að honum.
Svo lokaði hann bænum og fór inn.
Hann tók þegjandi bókina og byrjaði á
lestrinum. Áslaugu fanst hann aldrei hafa
lesið jafnvel. Hann var eitthvað svo inni-
lega hrærður . . . orðin, sem hann las, svo
fögur og friðandi, að hún fór að hugsa um
það, að jólin gætu ekki annað en verið
gleðileg, þegar hugsað væri til hins mikla
fagnaðarboðskapar, sem þau flyttu. Hversu
sem hin ytri kjör væru, var þó öllum gleði-
efni að eiga Jesú Krist í hjarta sínu . . .
og það ællaði hún að innræta börnunum
sinum, svo að jólin yrðu þeim alt af gleði-
leg • • •
Jón var hættur að lesa. Það varð hljótt
í baðstofunni, þau voru bæði að hugsa um
lesturinn, hjónin.
Að lokum rauf Bjarni litli þögnina og
sagði:
»Dæmalaust er gaman í kvöldl« og um
leið klappaði hann saman höndunum af
fögnuði.
Þá rankaði Jón við sér, leit til Áslaugar
brosandi og siðan á börnin.
Svo seildist hann ofan í vasa sinn og
dró þaðan upp dálítinn pakka.
»Þetta gefur hann ykkur, hann Stefán,
sem hérna kom áðan«, sagði Jón og rétti
Bjarna pakkann.
Áslaug varð steini lostin . . . »Spil?«
kallaði hún upp yflr sig, en var þó ekki
viss um það með sjálfri sér.
»Já, Það eru spil!« sagði Jón . . . »þau