Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐJÐ 159 um stundarsakir gleymt öllum sorgum og áhyggjum. Henni fanst, að fuglarnir hefðu aldrei sungið svona fagurt, og sólin aldrei skinið svona hlýtt og glatt og á þessum morgni, og það seig á hana einhver undar- legur höfgi og litlu síðar svaf hún vært. hallandi höfðinu upp að trjástofni. Hún vaknaði við óminn af kirkjuklukkum, sam barst langt að gegnum skóginn og þegar hún rétti sig upp, þá sá hún, að hún var alein þarna úti í skóginum. Nú var hún orðin sársvöng, en jafnframt var það fastur ásetningur hennar að hafa nú ofan af fyrir sér sjálf framvegis, svo að enginn þyrfti að hregða henni um það, að hún lifði af náð og miskunn annara. Hún gekk nú lengra inn í skóginn og varð þá svo himinlifandi glöð, þvi að þar blikaði á skínandi skógarliljur; það var í fyrsta skifti, sem hún hafði séð þær spretta; hún tíndi sér nú dálítinn skúf og hvarilaði nú inn á skógargötuna, en við og við lyfti hún blómunum upp að vitum sínum. En nú sleit klukknahljómurinn alveg einveru- i'ó hennar; sunuudagsbúið fólkið streymdi til kirkjunnar. Myrtle gekk nú aftur baka °g settist aftur á sama bekkinn og áður og skömmu seinna hljóðnuðu klukkurnar. Þegar alt var orðið kyrt aftur, varð Myrtle gengið út á bersvæðið, þar sem gamla kirkjan stóð, og þegar hún kom fast að henni, þá hejnði hún leikið á organið og rétt á eftir ómaði sálmasöngurinn út til hennar. Hún' þekti sálminn; það var eitt af lögunum hennar Minnie. Hún skarst í hjarta, þegar hún mintist vinu sinnar kæru; ósjálfrátt varð henni gengið inn í kirkjuna og settist þar á einn aftasta bekkinn. Myrtle hafði aldrei trúhneigð verið, en andinn, sem sveif yfir öllu i þessari litlu kirkju hreif hana svo undursamlega. Hér var blessaður friður og spekt inni, og lagið, sem hún kannaðist við, hrærði hjarta henn- ar. Iíirkjan var íálækleg að innan og prest- urinn mjög aldurhniginn, og engin söng- sveit var heldur hjá organleikaranum; en samt sem áður var einhver laðandi heim- ilisblær yfir öllu og hafði friðandi áhrif á Myrtle, einmana og vinalaus, eins og hún var. Kirkjuþjónninn fékk henni sálmabók og hún tók undir, ógn lágt fyrst, eins og hún blygðaðist sín, en smámsaman laðað- ist hún inn í sönginn, hún gaf sig honum meira og meira á vald, og þó að hún gæti ekki gert sér grein fyrir þvi, af hverju það kom, þá fann hún að það hafði huggað og styrkt hjarta hennar að taka þátt í guðs- þjónustunni. Prédikunin var tilbreytingalaus og blátt áfram, eins og söfnuðurinn, sem á hana hlustaði. Hann kallaði þá sæla, sem hjarla- hreinir væru, og Myrtle, sem þangað var komin úr einu skuggahverfi stórborgarinnar, skildi það vel, að orðin voru sönn, sem presturinn mælti. Engir gáíu orðið sælir og ánægðir, nema þeir, sem vönduðu ráð sitt og héldu sér hreinum og virðingar- verðum. Það var nú ef til vill enginn hægðarleikur, að halda sér á vegi dygðar- innar; en hérna, fyrir utan borgina, í feg- urðinni og róseminni og nærri hinum grænu grundum og yndislegu skógum, gat mönn- um verið í lófa lagið að vera góðir. Meðan verið var að syngja síðasta sálm- inn læddist Myrtle út og gekk aftur út i skóginn, hún var sársvöng nú, en hún kom sér ekki að því að fara niður í veitinga- húsið í þorpinu, því að hún vissi, að allir mundu taka eftir sér, þar sem hún var bráðókunnug, og svo væri heldur ekkert veitingahús opnað fyr en kl. eitt. Henni þótti heldur ekkert leiðinlegt að sitja úti í skóginum, hefði sulturinn ekki krept svona hart að henni. En þegar minst varir heyrir hún fótatak og söng, og þegar hún stóð upp, þá sá hún, hvar ung stúlka kom og var á leið til hennar. Hún var á gizka á aldur við Myrtle og álíka fátæklega til fara, en ekki var annað að sjá en að hún væri södd.og ánægð. Hún hafði líka dálítinn liljuskúf á brjósti sér. Þegar hún kom til Myrtle, nam hún staðar og leit á hana alveg forviða. (Fi-amh.).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.