Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 4
128 HEIMILISBLAÐIÐ |\ /lanni verður ósjálfrátt að tala í lík- v 1 ingum, pegar minst er á Lloyd George, enda úir og grúir af [)eim í ræðum hans. »I3að er hart, að gamall starfsmaður skuli ganga til grafar með rifna og blóðrisa fætur, geguum pyrna og þistla örbyrgðar- innar. Yér viljum ryðja honum braut —- sléttari og greiðfærari braut gegnum bylgj- andi kornakra. Vér erum á leiðinni að afla fjár til þessa nýja vegar — já, og til pess að breikka hann, svo hundruð þúsunda geti tekið þátt í göngunni*. Á þennan hátt fylgdi hann lögum um ellitryggingar úr hlaði, og á slíkan hátt brá hann upp myndum í ræðum sínum, um hvað sem pær fjölluðu. Og pað voru pess- að myndir og hitinn í ræðunum, er unnu honum slíka lýðhylli. Áheyrendur hans voru ekki að eins pingmennirnir í pingsalnum; pað var í raun og veru öll pjóðin, sem hann beindi orðum sínum til, hvar sem pær voru fluttar, enda kunni hann að leika á tilfinningastrengi hennar sem hljómlistar- inaður á hljóðfæri sitt. Fáir muna betur en »\velski töframaðurinn« hafa skift áheyr- endum ákveðnar með og móti, í tilbeiðslu aðdáenda, en óslökkvandi hatur mótstöðu- inanna. Líf hans er æfintýrið um einstaklings- sigurinn. En til pess að geta skiliö petta æfintýri, verðum vér að skygnast inn í séreinkenni pjóðarinnar, sem hann er runn- inn af. Maður parf t. d. að gera sér ljóst, að íbúarnir í Wales eru grein af frum- byggjum Englands, Keltum, er hröktust undan Rómverjum og Engilsöxum til fjall anna á vesturströndinni, og hafa geymt par um tvö púsund ár tungu sína og pjóð- areinkenni að mestu óbreytt. I’etta er [)jóð, sem er mótuð af ópýðu landslagi, og mál peirra er ílestum öðrum lokuð bók, en hún er hugmyndarík, ljóð- og sönghneigð, til- fmningarík og trúhneigð, en í mörgu stend- ur petta pjóðarbrot Englendingum fjær en t. d. Þjóðverjar. Lloyd George er Welsbúi í húð og hár. Hann ólst upp œeðal peirra, og fyrsta skref hans á pjóðmálabrautinni var, að berjast fyrir pjóðlegu og trúarlegu sjálfstæði kyn- stofns síns. Síðar, pegar hann fór að taka pátt í pjóðmálum Englands alment og sjón- deildarhringur h ns víkkaði, og loks, er allur heimurinn varð valds hans var, sveip- aði liann sjálfan sig og ræður sínar í æfin- týri átthaganna og kynflokks síns. Enda kvað hann svo að orði, er honum var spáð konunglegri greftrun í Westminster Abbey, er hann var á tindi frægðar sinnar: »Ég vil láta grafa mig í forsælu fjallanna minna«. I forsælu pessara fjalla ólst hann upp, pó hann væri fæddur í Manchester. Faðir hans var welskur bóndason, sem lent hafði á hálfgerðum flækingi, sem kennnari. Móð- ir hans var líka bóndadóttir frá Wales. Feðranafn föðursins var George, en móður- innar Lloyd, og var drengurinn skírður Davíð Lloyd George. Hann var tæplega hálfs annars árs, er faðir hans dó, en inóðir hans fluttist pá, ásamt p'rem smábörnum, til bróður síns, Richard Lloyd, er bjó í litlu porpi í Wales, er nefnist Llanyst- umdwy. Pessi móðurbróðir hans var sér- kennilegur maður. Hann var fátækur skó- smiður, en jafnframt leikprédikari fyrir endurskírendaflokk, er nefnir sig »lærisveina Krists«, og nokkurskonar véfrétt. fyrir öll stærri og smærri vandamál porpsins. K /leð sérstakri ósérplægni annaðist Ric- v hard börn systur sinnar sem faðir, og hann hafði áhrif á líf Lloyd George, ekki að eins hvað æsku hans snerti, heldur löngu eftir að hann hafði unnið sér álit sem stjórn- málamaður. Drengurinn Lloyd George átti auðvelt með nám, og hafði pví nægan tíma til ýmsra strákapara, sem sameiginleg eru drengjum allra landa. ^Pað er víst strák- urinn hann Lloyd George«, var orðtak í porpinu, pegar ný strákapör voru framin. En hann var pá strax gæddur peim hæfi- leika, að bjarga sér sem bezt gekk, pegar að krepti, enda kom honum pað oft vel

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.