Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 25

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 25
HEIMILISBLAÐIÐ 149 ÁST. Ekkert nema ástin getur svikið að óselcju — og banað ollu, er lifir. Hún er Drottins raust og óllu yfir, almáttug og fyrirgefur mikið öllum, nema einni sjálfri sér, sijndir okkar öllum, mér og þér. Hana skortir lieimsvit, sem menn kalla, en hefur fyr og siðar mátað alla — frumsterk, brothætt, einföld, slæg og slóttug, sling í leik og tvöföld, bljúg og þóttug, undursamleg er hún, elskar líka auma jafnt sem hetjur, snauða og ríka. Eilíf dýrð er ástin himinborin — eins á sumri og hausti, vetri og vorin. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Thomas Bata og bindindi. Nýlega hefir verið sögð athyglisverö saga um skó-konunginn, Thomas Bata, í Czeckoslovakíu. Hann hafði stærstu skó- verksmiðju í Evrópu í borg'inni Zlin, og eru skór þaðan seldir um allan heim. Hann dó fyrir ári síðan. Bata var mjög hjálp- fús við unga menn og styrkti þá á ýms- an hátt til frama. Fyrir skömmu síðan var bréf frá honum, til ungs manns, birt í blaði einu í Zlin. Hér er tekinn kafli úr því. Það er skrifað 1911: »Kæri vinur! Ég sendi þér 20 kr. og ætla að senda þér þessa upphæð mánað- arlega í fimm ár og færð þú það rentu- laust. En peningarnir eru ekki gjöf, héid- ur lán. Það er ósk mín, að þú hvorki drekk- ir eitt einasta glas af öli né reykir einn einasta vindil, sem keypt sé fyrir þessa peninga. Þú getur vel verið án hvoru- tveggja, og það er óheiðarlegt að kaupa slíka al-ónauðsynlega hluti og vita, ao marga vantar brauð að borða. Eg sendi þér bók eftir Graham. I henni eru bret’ frá föður til sonar, sem innihalda mörg' góð heilræði, og' ég mælist til þess, að þú sendir mér mánaðarlega afrit af einu þessara bréfa, svo þau festist þér betur í minni.« Ungi maðurinn, sem Bata skrifaði þetta 1911, er nú frægur byggingameistari og myndasmiður, og hefir hann skipulagt mestalla nýtízku borgina Zlin. Bata gaf, að sér látnum, samkomuhús til afnota starfsfólki verksmiðjunnar, en setti þau skilyrði, að þar yrði aldrei farið með vín, öl eða tóbak. Sonur Bata, bróðir hans og fjöldi sam- verkamanna hins látna og þjónustufólk, sóru þess dýran eið við jarðarför hans, að vera trúir hugsjónum Bata. Dag'blað eitt hermir svo frá: »Sonur hans, Thomas, lagði á líkbörurn- ar blómvönd úr hvítum rósum og fylgdi honum þessi orð: »Ég lofa því. Tommy.f Og Tommy hefir haldið loforð sín, eins og' tignum manni sæmir. Hann býr nú með móður sinni sem eríingi »konungsríkis« föður síns. Hann vinnur í verksmiðjunni, þó hann sé einungis 19 ára, og tekur stund- um þátt í skemtunum verkafólksins í sam- komuhúsi þess, þar sem hvorki má drekka vínanda í neinni mynd né reykja. Skóverk- smiðjan veitir þrjátíu þúsund manns at- vinnu, og í stað þess að fækka starfsfólki, eins og flestar verksmiðjur hafa gert, hefir tveim þúsund manns verið bætt við starfs- fólkið. En það skilyrði er öllum sett, aö þeir megi hvorki neyta víns né tóbaks, og að þeir verði að leggja nokkuð af vinnu- launum sínum í sjóð á hverjum mánuði. Lausleg þýðing úr »The Union Signai«).

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.