Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 27

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Qupperneq 27
HEIMILISBLAÐIÐ 151 varnarmáls íslendinga anum á hafið; en það var einkum tvent, sem veitti mér víggeng'i, sterk heilsa, góð- ur fjárhagur og samhugur konu minnar ekki hvað síst. Enn ýtti það undir mig, að faðir minn druknaði í sjónum og Eyja- skeggjar höfðu orðið að sjá að baki mörg- um ágætismanni í hafið í leit að bátum, sem orðið höfðu ósjálfbjarga; en sumir þessara drenglyndu manna komu aldrei til baka. — Ægir hafði. gleypt þá. Jóhann skipherra Jón-sson er nú orðinn þjóðkunnur maður og var það fyrir hreina tilviljun að það lánaðist að festa hann að fyrirtæki Björgunarfélags Vestmanna- eyja. Það var mikið happ fyrir Island, að þessi maður, þá almenningi ókunnur, skyldi vilja takast þetta starf á hendur. Hann var sjóliðsforingi í sjóliði Dana og hafði og hefur því, líka að þessu leyti, ágæta aðstöðu til vænlegs samstarfs við hin dönsku varðskip, er hingað koma til þess, meðal annars, að sýna okkur hinn fagra þjóðfána sinn, Dannebrog. Hann er Islendingur, í úrvals merkingu orðsins. Nokkuð hefi ég kynst samlífi undir- og yfirmanna á íslenzkum skipum, en aldrei séð það í fegurri mynd, en á, skipum þeim, Þór og Ö ð i n n, sem þessi heiðursmað- ur hefur stjórnað svo gæfusamlega. Þetta starf er miklu vandasamara, en ég hygg almenningi ljóst - - það er sjómenska, það er pólitískt að því er útlendinga snertir og það er lögreglustarf; það siglir enginn sofandi gegnum þetta þrent. Það er fremur fágætt hérlendis, að til- tölulega ungum manni auðnist að vinna Þjóð sinni sóma og gagn í svipuðum mæli sem Jóhanni skipherra og — fá á alla vegu viðurkenningu fyrir því, heiðurs- nierki Islendinga og Dana og blessun Guðs og góðra manna. Hans einkalíf er mér minna kunnugt, en það lítið það er, er sömu sögu að segja. Hann á danska ágætiskonu, frú önnu, og hafa þau tekið til fósturs stúlku, sem nú stundar danskenslu hér í Reykjavík. Ég ætla svo að enda þetta ófullkomna skrif mitt að þessu sinni með því að til- færa síðustu línur úr kvæði, sem ég orti til frú önnu Jónsson: »Þér ég ann, og okkar skiftum, því sem er og var — af öllu mest, hvað þú átt góðan mann. — Guð blessi ykkur, bæðí þig og hann.« Friðrik skipherra Ölafsson er enn ung- ur mað jr, en það má segja sama um hann og stéttarbróður hans, Jóhann, að það var landi liðsauki, að hann valdi þessa leið sjómenskunnar. Samstarf þessara tveggja íslendinga er bæði ágætt og fágætt. Þeir eru næsta ólíkir, að minsta kosti í sjón. Friðrik og Vestfirðir eru sömu ættar, enda er hann þaðan runninn. Gömul kona í Vestmanna- eyjum sá mynd af þeim félögum saman, við þriðja mann, og sagði: »Það er hörð á honum brúnin. þessum« og benti á Frið- rik skipherra. Honum verður naumast betur lýst í einu orði, ef svo mætti segja. Hann minnir mig ósjaldan, þegar ég hugsa til hans, á Björn prófessor Ölsen, svo gjörólíkir sem þeir eru að ytra útliti; það er skylduræknin og harkan, einkum við sjálfan sig, sem ein- kennir báða. »En þegar dynur hrina, þá er gott að standa nærri honum.« Með þessum ófullkomnu línum kveð ég þessa góðu Islendinga, þá Jóhann og Friðrik, og bið þá vel virða, en ekki sem borgunarsmjaður, sent upp í skuld. Sig. Sig., frá Arnarholti.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.