Heimilisblaðið - 01.09.1933, Síða 15
HEIMILISBLAÐIÐ
139
er kunnugt um Sassí,« sagði Caverly við
ungu stúlkuna, sem stritaðist við að halda
sig samhliða honum. Hann gekk hratt með
sveiflandi hreyfingum, sem einkenna gang
eyðimerkurbúa.
»Við fengum vitneskju um heilmargt,
sem á daga hans hafði drifið,« sagði Bó.
»Hann sagðist hafa verið sendur til Norð-
urálfu, þegar hann var á áttunda árinu.«
»Já, ég veit það. Tagar Kreddache sendi
hann þangað til að læra nýtízku hernaðar-
list þegar á unga aldri.«
»í Norðurálfu lærði Sídí Sassí reiðlist,
skylmingar og skotlist,« sagði Bó Treves
ennfremur. »Hann lærði einnig hernaðar-
fræði og alt sem heyrir hernaðarTist til.
Hann dvaldi lengst af í París og komst
þar einhvernveginn inn á herforingjaskó'i-
ann. En það var ekki, fyr en hann var
orðinn fullorðinn. Ástæðan til þess að Tag-
ar sendi hann burt á barnsaldri, var sú,
að hann var hræddur um líf barnsins.«
»Ég hefi ekki heyrt þess getið fyr,«
mælti Caverly. Pau voru nú komin á slóö
ræningjaflokksins, og Caverly sneri nú i
suðvestur og fyígdi krókóttri úlfaldaslóð-
inni.
»Iíann var ef til vill heilsulítill?«
»Nei, það var hann ekki. En eftir því,
sem mér hefir skilist átti Kreddache höfð-
ingjaættin óvini. Einn þeirra var höfðingi
yfir ættkvísl er átti heima nálægt Gazim.«
»Já, í Khadrim,« sagði Caverly. »Pað
er höfðinginn Zaad ibn Dheila, sem á þar
heima. Pað eru blóðugir bardagar r
Tagar og Zaad, gamalt ættarhatur, sern
haldist hefir í marga ættliðu. Tagar óskar
einskis heitar en að vinna Khadrim og
höggva höfuðið af Zaad, og á hinn bóginn
ber Zaad sömu ósk í brjósti gegn Tagar
og- Gazim. En alt til þessa hefir hvorug-
ur þeirra árætt að hefja óeirðirnar. Lendi
þeim saman á annað borð, linnir eigi þeim
ófriði, fyr en yfir lýkur, og annar hvor
þeirra verður algerlega yfirunninn og þorp
hans lagt í rústir.«
»Því hefir verið spáð,« mælti unga stúik-
an, að þegar Sídí Sassí verði 25 ára, muni
hann vinna Khadrim. Það kvað hafa ver-
ið einhver eyðimerkur-spámaður, sem hefi*'
spáð þessu.«
Caverly leit skáhalt til förunauts síns
og horfði síðan hugsandi í áttina til tjald-
bálanna, er nú urðu æ skírari og skýrari
hinu megin við sandöldurnar.
»Hvar hafið þér heyrt þetta?« spurði
hann
»Sassí sagði okkur það sjálfur. Að öll-
um líkindum hefir Zaaá heyrt um spádóm
þennan, og er hræddur um, að hann ræt-
ist. Pess vegna sendi Tagar son sinn á
brott. Sadí sagði okkúr, að það hefðu ver-
ið gerðar ítrekaðar tilraunir til að drepa
hann á eitri, meðan hann var á barnsaldri.
Zaacl hafði þá annao hvort mútað ein-
hverjum af mönnum Tagars eða þá sent
einn af sínum mönnum inn í Gazim. En
hvað um það. Sökudólgurinn fanst ekki,
og svo var Sassí sendnr til Norðurálfu.«
»Pað er þá ýmislegt, sem ekki er haft
orð á í þrælastíunni,« rnælti Caverly.
»Drengurinn var sendur að heiman und-
ir umsjón eins af prestum Tagars,« sagci
unga stúlkan,« svo að uppeldi hans færi
fram í samræmi við siði og trúarbrögð
þjóðar hans. Prestur þessi dó, þegar höfð-
ingjasonurinn var átján ára, en Sassí
leyndi föður sinn því. Honum geðjaðist
bezt að tilverunni eins og þá var komið.
Hann tók nú sjálfur við peningum þeim,
sem sendir voru til að greiða með upp-
eldi hans, og fyrir fé þetta skemti hann
sér svo dýrðlega í Parísarborg.«
Caverly blístraði. »Jæja. Pað er þá svona
lagað! Það var svei mér dálaglegur höfð-
ingjasonur að fá heim aftur sem útlærðan
hernaðarfræðing. Það hefði orðið heldur
en ekki skrípaleikur, þegar honum heföi
lent saman við annan eins eyðimerkurúlf
og gamla Zaad.«
»Ég held, að hann hafi ekki verið sérlega
iðinn við hernaðarnám sitt,« sagði unga
stúlkan. »Hann myndi tæplega hafa orðið
fær til þess að láta gamla spádóminn ræt-
ast.«
»Hm!« murraði Caverly. »En hann kunni
samt að skylmast og hafði lært riddara-
liðsfræði og allskonar merkjasendingar og
hernaðarfræði — já, það er svei mér
skringilegur heimur, sem við lifum í nú á
dögum.«
Hann stóð í djúpum hugsunum og sneri
stóra hringnum, sem hann bar á vísifingri.
Það var hringur með afar stórum blóð-
rauðum rúbín. Litur steinsins var eins og
hinn rauði eldur, sem brann í blóði allra
höfðingja Kreddache-ættarinnar.
»Tagar sendir syni sínum byssukúlu i
gegnum ennið, undir eins og hann kemur
heim aftur, og í hans stað fær hann svo