Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Blaðsíða 10
134 HEIMILISBLAÐIÐ föðurlandi sínu uin nokkurt skeið. Annað veifið var hann þó svo snortinn af krist- indóininum, að honum fanst sem hann einn gæfi þor og þrek til að bera inótlætið, er alt annað brygðist. Hin mikla frægð, sem honum hlotnaðist, megnaði ekki, fremur en glingur og glys veraldarinnar, að svala sannleiksþorsta hans. Pað sannaðist á hon- um, sem frægur kristinn rithöfundur sagði eitt sinn, að »það er skaparinn einn, sem megnar að fylla tómleik sálarinnar«. Á efri árum var August Strindberg bú- settur í Stokkhólmi. Hann lifði að miklu leyti sein einsetumaður, lokaði sig inni, til þess að vera laus við skarkala umheims- ins, og lagði nú mikla stund á trúmálin, sem urðu honum æ hjartfólgnari viðfangs. efni. Hann sást stundum á kvöldin ganga um götur borgarinnar, méð Biblíuna undir hendinni, leitandi að þeim stöðum, þar sem haldnar væri guðsþjónustur og hann kynni að geta fundið sálu sinni næringu. Eitt kvöld sem oftar var hann á slíku ferðalagi og kom þá þar að, er fólk var að þyrpast inn í dauflega lýstan samkomu- sal. Strindberg lét berast með straumnum, og þegar inn kom, sá hann að öll sæti voru skipuð, nema á insta bekk. Gekk hann þangað og tók sér sæti, fletti upp Biblíu sinni og beið þess, að samkoman byrjaði. Litlu síðar gekk hinn alkunni sænski trúboði A. B. Svensson upp í ræðu- stólinn, og þegar hann leit yfir söfnuðinn, lá við að honum brygði, er hann kom auga á hinn þjóðfræga mann, sem horfði á hann með eftirvæntingu. Ræðumaðurinn skýrði nú leyndardóma friðþægingarinnar fyrir áheyrendunum, — hann boðaði þeim Jesúm Krist og hann krossfestan, sem algilda fórn fyrir syndir allra manna. Átakanlega og. innilega brýndi hann fyrir þeim óumflýjanlega nauðsyn afturhvarfsins, sem einustu leiðina til að geta fundið sálinni frið og hvíld. Hrifinn og hugfanginn hlýddi hinn aldr- aði skáldjöfur á þessa boðun fagnaðarer- indisins, sem stafaði geislum ljóss og friðar inn í insta fylgsni sálar hans. Honum varð það nú ljóst, að Kristur verður að vera Alfa og Ornega mannssálarinnar, eigi hún að geta orðið hamingjusöm. Daginn eftir gekk Strindberg aftur á fund trúboðans og ræddi lengi við hann um hin mörgu fyrirheiti Biblíunnar, sem benda til þeirrar dýrðar, sem er í vændum. Gamli rithöfundurinn naut nú tilsagnar trú- boðans, sem var miklu yngri en hann, en vel heima í Heilagri Ritningu og hafði sjálfur orðið að heyja baráttu við efasemd- ir og aðra erfiðleika, til að öðlast sælu fullvissuna um arfleifð beilagra í ljósinu. — Samfundir þessara manna héldu áfram og lauk með því, að Strindberg gaf sig al- gjört á vald kristindómsins. En nú leið að æfikvöldi hins mikla sænska skálds. Pjóðin hafði ýmist hafið hann upp á hæstu tinda frægðar og frama, eða snúið við honum baki og fyrirdæmt hann, vegna hvassyrðanna, af því að hann gat ekki samið sig að háttum hins algenga borgara- lega lífs, en vildi brjóta af sér öll bönd og vera frjáls sem fuglinn í loftinu. Flest- um fremur hafði hann fengið að reyna — ekki að eins fögnuð og gleði lífsins, heldur og ömurleik þess og sársauka. Pegar hann lá á banasænginni, bað hann um Biblíuna, lagði hana á brjóst sér og rnælti: »Petta er sannleikurU Síðan gekk August Strindberg — »mað- urinn með stóra hjartað« — hinn ótrauði talsmaður og vinur fátæklinganna — inn til hvíldarinnar, sem enn stendur lýð Guðs til boða. Evg. Á. J ó h . Draumur. Eftirfarandi draum dreymdi mig aðfara- nótt 16. jan. 1932: Mér þótti ég vera á gangi úti með son- um mínum þremur, og þótti mér við helzt ætia inn á Flatir og héidumst öll í hendur. Alt í einu komum við að höll svo fagurri, é

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.