Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 28

Heimilisblaðið - 01.09.1933, Side 28
152 HEIMILISBLAÐIÐ Uppreisn án ofbeldis. Dirfska og skjót úrræði, eru einkunnar- orð fyrir litlum bækling, sem nýlega var gefinn út New York. Hér birtist lítill út- dráttur úr honUm. Leiðandi menn og kon- ur fjölda félaga af öllu tagi hefja viðreisn- arstarfsemi, sem útilokar alla flokka-skift- ingu og býður öllum til samstarfs, í þeim tilgangi, að umsteypa þjóðfélagsskipun Bandaríkjanna — hefja uppreisn, sem sé skipulögð og án allra blóðsúthellinga — gegn auðvaldskúgun og öllu einræði. Þeir, sem nú þegar hafa myndað slíkt fél- ag með sér, gefa því nafnið: The League for Independent Palitical Action. Formað- ur félagsins er frægur uppeldisfræðingur og rithöfundur, John Dewey, prófessor við Columbia háskólann í New York. Þegar ég sá nafn hans, var ég viss um, að þar sem hann væri formaður, yrði ekki deilt um, að málið stefndi í rétta átt. Bæklingurinn byrjar með því að bera saman núverandi ástand Bandaríkjanna ástand Frakka fyrir stjórnarbyltinguna 1792. Hvernig dirfska og skjótar fram- kvæmdir hafi frelsað Frakka frá kúgun, og hið sama geti frelsað Ameríku nú, en án allra blóðsúthellinga, ef fólkið samein- ist og leggi til hliðar allan flokkaríg, sem hingað til hafi verið þrándur í g'ötu fyrir samstarfi. Umbótarstarfsemi Roosevelts er talin kák eitt, sem kunni að verða til þess að fáar miljónir manna frelsist frá hungurdauða, en sem líkist því, að ný bót sé látin á gamalt fat, bótin slitni frá inn- an skamms og þá verði gatið því stærra og erfiðara viðfangs. Róttækar umbætur, bylting í þjóðfélaginu, er tal’ð það eina, sem geti komið til mála að breyti núver- andi ástandi, svo að viðunandi verði. Það er talið líklegt að þá verði fundið ráð við því hryllilega böli, sem yfirfljótanlegar allsnægtir valdi nú, sem skapa atvinnu- leysi með allri þeirri eymd, sem því fylgir: sjálfsmorðum í þúsundatali og vitfirring fjölda manna, fyrir utan allskonar sið- spillingu, sem er bein og óbein afleiðing örbyrgðar. Ameríka er á krossg'ötum, sem liggja: 1. Aftur á bak: endurtekning auðvalds- kúgunar. 2. Áfram: vegurinn, sem liggur til tortímingar. 3. Til hægri: auðvalds- drotnun stjórnarinnar. 4. Til vinstri: veg- urinn til frelsis og farsælda. Fyrsta leiðin hefir nú þegar reynst ófar- sæl landi og lýð og verður því ekki valin. önnur leiðin virðist nú þegar hafa sýnt sig ófæra og af henni verður því að beygja. Til hægri er leiðin, sem endar í einveldi líkt og í Italíu og Þýzkalandi. Fjórða leiðin skiftist í margar samhliða leiðir, sem allar hafa eitt markmið: sam- vinnu — lýðsstjórn. Þrjár fyrstu leiðirnar eru auðvaldsleiðir: einstaklingsauðvald; Roosevelts takmark- aða auðvald og samvinnuauðvald Facism- ans. Fjórða leiðin er sameiginlegur arður og eign iðnaðar landsins og náttúrugæðum á'l'lri þjóðinni til handa. Svo er spurt: Ilverja leiðina velur Ameríka? Sýnt er fram á þann nlæg'ilega sann- leik, að allsnægtirnar valda eymdinni. Því meiri sem matarbirgðirnar eru, þess fleiri hungraðir. Því meiri sem ullin er, þess fleiri ganga naktir. Því fleiri sem húsin eru, þess fleiri, sem ekki hafa þak yfir höfuð sér. Þess vegna verður samstarf að koma í stað okurs, öf'lun þess, sem öllum nægir að skapa öryggi, þannig, að enginn þurfi að óttast hungur: En auðvaldið rekur þjóð- in því að eins af höndum sér, að hún sam- einist í baráttunni gegn þvi, bændur, verkamenn, menn af öllum stéttum, þeir sem vinna með huga jafnt og þeir sem vinna með höndum, með það eitt i huga, að ná valdinu í sínar hendur og halda því. Erfiðleikarnir, sem Bandaríkjamenn hafa nú við að berjast, eru engin tilviljun eða slys, heldur ekki sending frá himni eða helvíti, en það er víti auðmagnsins. Þveröfugt við náttúru- og réttlætislögmál

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.