Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Síða 4
36 HEIMILISBLAÐIÐ Sólskinsblettir. Mörgum finst það ærið óviðfeldiö, hversu æfikjörum manna er misskift hér á jörðu. Það vlrðist svo seni sumum skíni sífelt sól’nieðlætis en skuggar mótlætisins hvíli aftur stöðugt yfir öðrum. Sumir eru gæfumenn en aðrir ógæfumenn, en af hverju stafar það? Hafa ekki allir sama rétt til lífsins? Jú, vissulega er svo. En hvern- ig stendur j)á á þeiiyi miklu tviskiftingu, sem alstaðar á sór stað í mannfélaginu. Þetta ættu menn að finna skyldu sína að íhuga, reyna að komast fyrir rætur þess og íá ráðið bót á þvi og uppræta þannig skuggana, sem hvila yfir lífi einstaklinganna, samkvæmt því kærleiksboð' erði, að vér eigum að elska hver annan eins og vér höftim verið elskaðir af höfundi kær- leiksboðorðsins, Stundum eru menn, og ef til vill ekki ósjald- an, sjálfir valdir að skuggahliðum Iífs síns. — Benjamín Franklín hefir eitt sinn gefið þetta heilræði. „Sá sem vill verða gæfumnður, verð- ur að temja sér reglusemi, iðui og sparsemi. Ef einhver þykist þekkja einhvern annan veg, sem liggi til gæfunnar og farsældarinnar lands, þá er sá táldragari“. Sumir menn svikja sjálfa sig, vekja van- traust á sjálfum sér, með því þeir virða einkis orð sin og eiða. Þeim notast ekki að góðum hæfileikurn, sem þeir kunna að hafa. En trú- menska og áreiðanlegleiki á allar hliðar bætir upp marga ófullkomleika og lyftir mönnunum á hærra menningar og siðgæðisstig. Eitthvert hið stærsta gæfuspor gagnvart sjálfum oss og öðrum, hygg eg vera, að taka þá föstu ákvörðun að lifa sem fegurstu og full- komnustu lífi. Og til þess getum vér veitt hver öðrum öflugan styrk, með því að sýna hver öðrum hluttekningarsemi, ást og alúð, því Alt af þrái eg yl og sól og yndæla vorsins hljóma, er segja frá ást, er uldrei kól og eilífum dýrðarljóma. Vér eigum að finna það skyldu vora að leitast af alefli við að hlúa, sem bezt við getum, að öllu því göfuga og góða, er vér verðum var- ir við í fari hvers annars, en leitast aftur á moti'við að uppræta alt hið ómannúðlega, sem tálsnörur spillingar vilja flækja oss í. Eitt vingjarnlegt hros lil þeirra, sem með oss lifa, er meira virði en þúsund tár yfir gröf- um framliðinna. Vér getum með góðum og föstum ásetningi tendrað þá kærleikssól, sem vermi og Iýsi upp lif meðbræðra vorra. Sá, sem hefir kærleikann í sínu hjarta og lifir auðsveipnu og miskunnar- ríku lífi og berst gegn hinu illa í þess mörgu myndum, hann lifir í Guði og Guð í honum. Þetta er samhygðarandinn, sem skín frá vingjarnlegum andlitum manna og hluttekning- arrikum hjörtum. Og það er ekkert til, sem veitir jafnmikla birtu í hversdagslífinu. Það eru sólmennirnir, sem ávalt eru vin- gjarnlegir og hluttekningarsamir og sem öllum geðjast vel að. Þeirra andi varpar Ijósi inn í heiminn. Og vér getum tekið undir með skáld- inu og sagt: I sannleik, hvar sein sólin skín er sjálfur Guð að leita þín. M. G, Yísítr. Þjóðskáid og hagyrðingar. Þeir, sem lofa þjóðskáldin, en þola’ ei hagyrðinga, skilja ekki’ að skaparinn skapaði Islendinga. G. G. í Gh. 1‘olinmæðin. Ef þraut og sorg þín bíður, er þolinmæðin dygð. En ef þú órétt líður, þá er hún viðurstygð. G. G. i Gh.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.