Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 41 Neliy Trevaskis, Vestan til á Englandi er ofurlítill kaupstaöur, er heitir D o w 1 i n. Rjett hjá kaupsta'S þessum er háls einn, ekki all-lágur. Uppi hjer um bil í miSjuní hálsinum var kofinn, þar sem N e 11 y átti heima. Fyrir noröan og austan kofann var hátt klettabelti, fyrir sunnan hann var skógur; lá því kofinn í’hlé fyrir öllum vindum, nema vestan vindi; en þvi var aftur hin fegursta útsjón frá kofanum út yfir sjóinn. Brattur og mjór stíg- ur lá frá kaupstaönum upp eftir hálsinum, og UPP aS kofanum. Ekki sást kofinn frá kaup- staðnum sjálfum, og ekki fyrri, en komiS var spölkorn upp eftir hálsinum. Fram meS höfn kaupstaöarins utan verSri lá eyri ein; á eyrar- oddanum var vitaturn, því mjög var innsiglingin skerjótt. 1 vitaturninum bjó gamall maöur, aö nafni Ríkarður H a r r e y; eigi voru fleiri manna i vitaturninum en hann, og einkasonur hans, Hrólf- Ur aS nafni. Hrólfur var liöuglega tvítugur aö aldri. Ríkarður gamli var fátölugur og ómann- blendinn; hann átti engan kunningja; hann forö- aöist alla, og allir foröuöust hann. Hrólfur sonur hans var í mörgu líkur fööur smum; hann fór tíöum einförum, og hafði sem mmst afskifti af jafnöldrum sínum. Hann reri °ft, einn á báti, út til fiskiveiða; einnig var hann °R á gangi uppi í hálsinum, og var aö leita aö fáséðum grösum; þetta tvent var hiö helsta, er hann geröi sér til skemtunar. Oftar en einu sinni haföi hann þó látiö í ljósi við fööur sinn, aö sér Riddist vistin þar heima, og að sig langaöi til ^ara til annara landa, og leita sér fjár og Larna. En i hvert skifti, er Hrólfur talað^ á þessa leiö viö föður sinn, svaraði Ríkarður: >.Vertu kyr hjá mér, Hrólfur. Þess er nú varla engii a‘ð bíöa, að eg hrökkvi upp af, og þá verö- ríkari en þú heldur; vertu þess vegna kyr þangaö til.“ Hiólfur varð líka kyr, og fór hvergi; þó voru I*? ekki fortölur fööur hans, er héldu honum nia> heldur hitt, a ðann haföi ■ fengiö ást á ™ C 1 1 y. Á hinum fögur sumarkvöldum var Nelly vön að standa prjónandi í kofadyrunum sínum, og horfa út yfir sjóinn. Þá faldi Hrólfur sig í skóg- inum og haföi ekki af henni augun. Þegar Nelly stóð þannig, og horföi á sjóinn, komu tárin oft fram í augu hennar, er hún hugsaði til þess, er faðir hennar druknaði; voru nú liöin tvö ár síðan; en þegar hún isvo aftur heyrði léttilega og karlmannlega gengiö upp stíginn, upp aö kof- anum, þá bæöi roðnaöi og brost hún >—, en þá fór Hrólfur jafnan á burt úr fylgsni sínu, þvi hann vildi ekki vera sjónarvottur að því, hvernig hún tæki á móti komumanninum. Edvard Trelavny var formaður á skormortu einni,, er átti heima í P1 y m o u t h; færöi hún vörur þaðan og til margra hafna þar á ströndinni. Edvard vissi, að þegar hún kæmi til Dawlin, þá rnundi sér verða vel tekið, því Nelly var festarmey hans, og hún bar af öllum ungum stúlkunl þar í grend að fríöleika; margir litu ástarauga til hennar, en hún var trú unnusta sínum, og dögum saman sat hún með prjónana sína fyrir utan kofann og mændi út ásjóinn,þegar hún átti von á honum heim til sín. Þetta kvöld lá illa á Nelly. „Enn þá einu sinni á eg að sjá þér á bak!“ sagöi hún og benti um leið út á sjóinn, þar sem skonnortan lá, albúin til að sigla burt. „Eg er svo hrædd, Edvard! Ef þú gætir talið tárin mín, sem eg felli á nóttunni, þegar stormurinn skekur kofann minn, og eg veit af þér úti á sjó, þá mundiröu fara að óskum mín- um og hætta sjómenskunni; föður minn misti eg í sjóinn; á eg nú að missa þig á sömu ieið ?“ Edvard reyndi að hughreysta hana; hann sagð- ist nú ekki eigá eftir aö gera nema fáar ferðir; að þeim loknum sagðist hann ætla að taka sér bólfestu heima hjá sér, og hætta sjómenskunni. Síðan kvaddi hann Nelly, og kysti hana að skiln- aði. Morguninn eftir sigldi hann burt. Nelly gekk þá upp-á hálsinn, þar sem mest var víðsýni; þar sat hún og horfði á eftir skipinu, þangaö til það var horfiö. Þá stóö hún upp og ætlaði að ganga heim til sín, en veit þá ekki fyrri til, en aö Hrólf- ur stendur alt í einu frammi fyrir henni. Meðan faöir hennar lifði, hafði hann einstöku

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.