Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Side 15

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Side 15
HEIMILISBLAÐIÐ 47 Hvað getur verið ólíkara ? Vinur minn! Vilt þú leggjast vonarlaus í ;gröf þína, af því að þú hefir ekki öðlast eilífa lifið fy rir Guðs son Jesúm Krist, hefir ekki lif- •að lífi þínu í samfélagi við hann? Hafir þú Jesúm Krist, þá hefir þú lifið. EldMsráð. Kommgakaka. Saman við 200 grömm af hrærðu smjöri ^skal hræra smátt og smátt 6 eggjablómum. Því næst 250 grömm af hveiti og svo 150 gr. af slrausykri og 50 gr. stórsteyttar möndlur. Siðastgskal hræra eggjahvíturnar, sem eiga að vera vel þeyttar, saman við og gera það mjög varlega, svo lyftingin fari ekki úr. Deigið er því næst látið i flatt mót eða skúffu og haft ^vo sem eins og fingur þykt; ofan á má strá stórsteyttum sykri og möndlum. Bökuð við ;góðan og jafnan hita. Sknggsjá. Eldfjallið Mont Sangay á Equador, er helst ■sígjósandi. Fjallið er 5000 metra hátt og hefir stöðugt má heita gosið síðan árið 1728. Drön- U1'nai', sem stundum hafa verið taldar nær 300 a klukkustund, heyrast í 30—40 danskra mílna fjarlægð. Hestar rísa vanalega fyrst upp á framfæt- Urnar, en nautgripir á afturfæturnar. Það er mjög sjaldgæft að febrúarmánuður e j> 5 sunnudago, svo var þó árin 1784, 1824, og 1880 og næst telur febrúar 5 sunnu- '^aga 1920. Stærsti vatnafiskur, er menn þekkja, er af aborrakyni og á heima i ánni Níl; hann verð- ur alt að 3 metrar á lengd. í Guatemala í Mið-Ameriku hefir fundist fiskategund, sem hefir tvens konar augu. Annað notar hún til að sjá með ofansjávar, en hitt til að sjá með í sjónum. Hitastig sólarinnar segja lærðir menn að sé 6700 gr. Nú nefna menn milljarda, sem hverja aðra algenga' upphæð, en fáir muna gera sér grein fyrir hvílík sú upphæð er. Ef einhver ætti 1 milljard krónur, þá gæti hann lifað áhyggju- lausu lífi í 50 ár, án þess að ávaxta peninga sína og mætti þó eyöa 50,000 kr. daglega. Ef hann vildi skifta miljardinum í krónupeninga, þá færu til þess 40 ár með 12 tíma vinnu á dag. Herfylking í 4 röðum, sem teldi 1 milljard hermanna, mundi vera 60,000 mílna löng og ná 12 sinnum kringum jörðina. Elsti leikari, sem sögur fara af, var leikar- inn Charles Macklin. Árið 1789 lék hann hið erfiða hlutverk Skylock í „Köbmanden í Venedig“, í Lundúnum; þá var hann fullra 100 ára. Nú um langan tíma hefir verið mikill hörg- ull á skóleðri, sérstaklega í hernaðarlöndunum. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að bæta úr þessum vandræðum sem öðrum, en þær hafa viljað mishepnast. Nú hefir svissnerkur verk- fræðingur fundið upp nýja aðferð til að spara leður, þannig, að hann rennir málmþynnu neð- an á sólana.. Tilraun þessa hefir hann gert bæði á leður- pappírs- og trésólum. Það er alluminium, sem hann notar til þess og málmhúðin á sólanum er um x/4 millim. á þykt. Sólar þessir er sagt að endist vel, séu vatnsheldir og fari mjög vel með gólf. Það er mjög sennilegt að bráðlega verði þessi uppfundning almenn, sérstaklega þar sem áhaldið, sem notað er til þess að setja þessa málmhúð á kvað vera svo einfalt og ódýrt, að hver skósmíðavinnustofa geti aflað sér þess og notað það.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.