Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 1

Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 1
- VIII. Reykjavík í ágúst 1919. 8. tbl. ongiZFc Það er eins og liörpuhljómur hreyfist inst í lijarta mér, himinjagnr unaðsómur eins og bergmál, hvar sem fer. Sumar, vetur, ár og aldir ómar þetta himnalag. Það er ísland sem að syngur, syngur bœði nólt og dag. Gullinn foss á stuðlastalli sterkan flytur jötunsöng, niðar brimrót bassa þungum bylur dimi í hamraþröng. Heyrast fjöllin enduróma eins og fagurt millispil. Helgur söngur, ást og yndi. íslands vœttir lilýða til. Eins og himnatónar titri tigni land í helgum eim, þannig berast hörpuhljómar hjartans til úr fjallageim. Það er ísland, sem að syngur, sgngur þetla himnalag daga, nœlur, eins og eilíft álftakvak um sumardag. Syngið skáld og söngmenn snjallir, sgngið eins og landsins foss. Sgngið sterkt sem brim á björgum, blítt og snjalt sem ástarkoss. List og söngur, ást og iðja eiga höll í töfrageim; sérhver tónn frá lireinu hjarla lilýtur bú í sölum þeim. Ríkarður Jónsson. Það ætti að vera ófrávíkjanleg regla allra foreldra. að þeir kendu börnum sínum að hlýða. Þar getur ekki verið um gott uppeldi að ræða, sem börnin alast upp í óhlýðni. Það bukar foreldrunum hverja mæðuna af annari, er börn fá að ráða sér sjálf alt of snemma og gera það eitt, sem þeim gott þykir. Þar sem óhlýðnin kemst að, týna foreldr- arnir valdi sínu, og slæmar afleiðingar óhlýðn- innar koma brátt í ljós í skólanum og heima fyrir. Hörmung er að sjá, ef foreldrarnir geta ekki agað börn sín, þá má hver og einn ósjálfrátt bera ltvíða fyrir framtíð barnanna. Það er meiri vandi en vegsemd að taka við slíkum börnum í skólana, því þegar þau eru ólögblýðin heiina fyrir, tekst kennurun- um sjaldnast að ná benni úr þeim. Og eitt óhlýðið barn getur spilt öðrum börnum á líkan hátt og kláðakind sýkir alla hjörðina, þó að hún sé ekki nema ein. Foreldrar mega því vita, að með því að senda óklýðin börn í skóla, þá kamla þau ekki að eins sínum börnum frá að færa sér í nyt skólafræðsluna, heldur baka þau kenn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.