Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 117 Frh. Sú er niðurstaða sagnaritara, að á 16. öld °g fyrst fram eftir þeirri 17. hafi verið etið helmingi meira á Norðurlöndum en í lok 17. aldar og auðvitað margfalt meira en nú á vorum dögum. Á þeim tímum 'var og krydd mikið noiað. f*ess er getið, að í lok 14. aldar var erfi- d'ykkja haldin í Danmörku, gekk þá upp krydd sem hér segir: 3U kg. safran, 6 kg. kúnien, H/a kg. annis, 2*/2 kg. engifer, J/2 kg. kanel, 3/4 kg. paradísarkorn, 3 kg. pipar, 17, kg. piparrót, 6 kg. möndluolía og °g 60 kg. möndlur, Óhóf þetta hélzt langt frarn eftir öldum, enda þótt krydd væri mjög dýrt. Sem dæmi þess má nefna, að árið 1512 kostaði 1 kg. af safran 8 gyllini, en fyrir þá opphæð gat maður þá fengið keyptar 32 tu. af i'úg; 1 kg, af pipar kostaði eins mikið og ® rúgtunnur og sykurkílóið jafngilti 2 rúg- fonnum. t*að er í frásögur fært, að Hans Danakon- nngur hafi goldið xh gyllini eða sem næst ^ rúgtunnur fyrir 1 appelsínu. Suðurlandabúar létu illa yfir óhófsemi Norðurlandaþjóðanna í þessu sem öðrn, en þetta lagaðist mikið, þegar skipaferðir tóku að hefjast til Indlands og þá lækkaði krydd ad miklum mun í verði, og þegar það varð °dýrara og algengara, þótti ekki eins mikið fd þess koma. Þetta var nú óhófið sem átti sér stað í tnataræði. En nauln drykkja var ekki síður langt úr j^fj fram, Enda er það oftast svo, a® kunni maður ekki að stilla hóf sitt í einu, þá veitiat það erfitt í öðru. Einmitt á þessum fnnum tók brennivín að verða mjög algengur diykkur. Af öli var !íka drukkið mikið. Það 'ar áhtið, að hver fullorðinn karlmaður þyrfti núnst 6 lítera af öli á dag. Nunna ein drakk upp 14 tunnur af öli á ar)> en það verður sem næst 4 1. á dag. Geymdur er reikningur yfir það, hve miklu var eytt af víni og öli daglega við konungs- húsið í Stokkhólmi árið 1590. Hinn 10. nóv. það ár stendar t. d. að aðallífvörðurinn hafi drukkið 4 1. með morgunverði, en með mið- degis- og kvöldverði 22 I. Barn Níelsar Áka- sonar drakk 9 1. af öli þann dag með mat. Frú Gunnhildur drakk 28 1. af öli, en ung- frúrnar Sigriður og Helena voru lasnar um daginn og gátu því eigi lorgað meiru en lið- lega 9 I. af öli hvor. — Mörgum kvenmanni nú á tímum mundi þykja ærið nóg að þamba upp 9 lítra af öli á dag, þólt fullfrísk væri. Gildi eitt mikið var haldið í Álaborg árið 1553, voru þar 96 gestir samankomnir, hafði hver þeirra með sér eina tunnu af þýzku öli. F*eir sátu 4-5 daga að sumbli og höfðu þá lokið úr tunnunum, taldist svo til, að hver þeirra hafi drukkið 20 potta á dag til jafn- aðar. Stökur, JKvöldroöi. Kemur til min kvöldroðinn kófrjóður á glugga. Guð mér sendir geisla sinn að gleðja mig og hugga. Nývaknaður. Nú á fætur mér er mál minn að væta penna. Ársól lætur yl i sál og æskukæli renna. Ferhendurnar. Á íslandi þó oft sé kalt, og ærnar drepi horinn, ferhendurnar fljúga’ um alt sem •fiðrildin á vorin. G. G., i Gh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.