Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
119
XVIII. KAPÍTULI.
Payne leit á konu sína og mág sinn og
lét sem þetta kæmi alveg flatt; á sig; en
h*gt var samt að sjá, að hann var reiður
°g þótti sínar horfur illar,
Ursúla fann á sér, að hún varð að láta
hann vita hvernig í öllu lægi.
»Eg er búinn að segja Tom, að nú eigi
a9 setja steinana í nýja umgerð«, mælti
hún og gekk til manns sins. En henni
tókst samt ekki að afsaka gerðir þeirra
nieð þessu. Payne leit ekki við henni, held-
U1‘ á Eastling og mælti: »Það er sérlega
elskulegt af bróður þinum að láta sig svo
niiklu skifta einkamál ykkar, en við þurf-
Uni þó ekki endilega að leggja fyrir hann
hvert smáatvik«.
»Nei, nei, Páll, eg spurði hann alls ckki
11 fö neilt, en eg gat enga ástæðu fundið
fyrir því, að eg mætti ekki sýna honum
steinana«.
»Nei, auðvitaðff, svaraði Payne.
Þeim leið öllúm illa, því að öll settu
þau þessa gimsteinasýningu í samband við
perltiþjófnaðinn. En annars var það ekki
nema eðlilegt, að hver og ein kona í því
húsi lili eftir i gimsteinaskrini sínu, er önn-
Ur eins saga og nú hafði gengið af perlum
h'ú Finchden.
Eastling braut nú upp á öðru umtals-
efiii og mælti: »Er vinur þinn farinn?«
Payne ygldi sig.
»Hver er þessi vinur þinn, Páll?« spurði
Ursúla. »Þekkirðu hann? Hvert er erindi
hans hingað ?«
a Payne þagði við og svo þögðu þau öll.
Eastlng sneri sér áð mági sínum og horfði
hvast á hann; Payne galt í sömu mynt og
^ hann skilja, að hann vildi, að hann
heri, en Easlling fór ekki.
Ursúla sá nú að báðir voru reiðir, og
Var hrædd um, að til ills mundi draga
^eð þeim, og fór því að stiuga gimstein-
Unum niður aftur. En þá lngði Payne hönd-
’Ua á öxl henni og mælti: »Bíddu við dá-
1 lu«, legðu þá ekki niður undir eins; hing-
að er kominn sendimaður frá gullsmiðnum
til að sækja þá, Eg var rétt í þessu að tala
við hann og segja honum, hvernig eg vildi
hafa umgerðirnar«.
Eastling sá, að hann stóð nokkuð illa að
vigi í máli þessu. og skildi þar að auki, að
Payne vildi eiga einmæli við konu sina;
gekk hann þá til dyra; en er hann heyrði,
hvað Páll sagði um gullsmiðasendilinn,
þá nam hann staðar.
»Það er ómögulegt«, mælti Eastling, »að
þú ætlir að láta þenna þrjól hafa nokkuð
á burt með sér, sem verðmætt er; eg tryði
honunr ekki fyrir einum eyri«.
Easlling ianst hann eigi geta annað sagt
eftir atvikum, þó ekki væri það sem hyggi-
legast. Og Úrsúla var auðsjáanlega á sama
máli, því nú fór hún að flýta sér að láta
gimsteinana niður, þrátt fyrir beiðni manns
síns. Hún vissi, að eitthvað slæmt var á
seiði, þó einkis þyrði hún að spyrja. Hún
vonaði, að maður hennar mundi brátt
skifta skapi til batnaðar. Henni var ísjálfu
sér ekkert gefið um gimsteinana, en þessa
gripi hafði Payne gefið henni og því þótti
henni nokkuð til þeirra koma og nú fann
hún á sér, að þeir mundu vera í veði.
Hví getur Páll ekki séð þetta sjálfur?
hugsaði hún með sér. Hún leit á Payne
með spyrjandi augnaráði. Payne var fölur
mjög og þeir Eastling og hann litu reiðu-
lega hvor til annars.
»Leiðinlegt er það, Eastling«, mælti Páll,
»að þú skulir ekki geta lært að hirða það,
sem þér sjálfum heyrir til«.
»Eg hefi komist að því, að það borgar
sig betur að hafa gætur á högum annara
en minum«, svaraði Eastling í sama tón.
»Hvað áttn við ?«
»Eg hefi verið svo lánsamur að hafa
fengið versta hnej'ksli til lykta leitt, svo að
vel má við una«. mælti Eastling.
Nú varð Payne æfareiður og þeim lenti
saman, svo að Úrsúla varð að ganga milli
þeirra og stöðva þá með þessum orðum:
»Hugsið þið út í það hvað þið gerið —
hugsið þið út í, hvað þið eruð að segja,