Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 8
120
HEIMILISBLAÐIÐ
báðir, og þetta sagði hún nieð þeirri ástúð
að þeir sefuðust báðir.
Easlling tók í hönd sj'stur sinnar og liélt
henni fast og mælti: »Mig tekur það sárt,
elsku Úrsúla, að eg gat ekki stjórnað mér
betur; eg get ef til vill«, mælli hann og
leit til mágs síns, »gert meira gagn niðri
en hérna«. Svo slepti hann hendi systur
sinnar og hljóp á dyr. Payne gat varla stilt
sig um að hljóða upp yfir sig. »Eg verð að
fara og sjá um að hann geri ekkert ilt af
sér«, mælti hann, og þaut á eftir mági sin-
um, hvað sem Úrsúla sagði.
Eins og Payne hafði við búist, þá var
Eastling á leiðinni inn í herbergið til Ganes,
og Payne náði í liann við dyrnar.
»Hvað heíirðu nú í liyggju?« spurði
Payne stuttur í spuna.
»Og eg ætla bara að tala við gullsmiðinn«,
svaraði Eastling. Nú varð þögn; báðir voru
enn svo reiðir, að eigi var annað fyrir að
sjá en að þeim mundi þá og þegar lenda
samanaftur.
En Páll vissi, að sér stóð ekki meiri
hætta af Eastling, en Eastling af sér, og
þess vegna sneri hann lljótt við blaðinu.
»Komdu hingað inn með mér«, sagði
Payne tiltölulega vingjarnlega, leyfðu mér
fyrst að tala við þig fáein orð«.
Þeir gengu í morgunverðarslofuna og
Páll harðlæsti á eftir þeim og mæltisiðan:
»Jæja, viltu nú vera svo elskulegur og
segja mér, livað í ósköpunum þú hefir
fyrir þér í þvi að vera svona si og æ að
blanda þér í einkamál min ?«
»Það vil eg auðvitað fúslega segja þér«,
svaraði Eastling rólega, »ef brýna nauðsyn
ber til þess«.
»Gjörðu þá svo vel og segðu mér það«.
»Jæja, maðurinn þarna i næsta herbergi
við okkur er ekki fremur heiðvirður gull-
smiður en eg er það«.
»Hann er máske ekki heiðvirðari en þú,
— það getur vel verið, en gullsmiður er
hann, hvað sem öðru líður og vilji eg trúa
honum fyrir eigum mínum, þá kemur það
ekki öðrum við«, mælti Payne.
»Nei, ekki er það«, mælti Eastling.
»Nei?« veistu nú eiginlega, hvað það er,
sem þú ei’t að segja? Er það tilætlun þín,
að þú verðir að láta álit þilt í Ijós um alt,
af því einu, að svo vill til, að þú ert bróðir
konu minnar?«
Eastling tylti sér á borðröndina, horfði
hvast á mág sinn, og mælli:
»Eg held það sé jafngott, að tala út um
þetta mál, úr því við erum komnir þetta á
rekspölinn. Eg veit, að þessi náungi, sem
nú biður eftir gimsteinunum, var að laum-
ast á matsölustaðnum, þar sem við átum
morgunverð«.
»Gerði liann það ? Eg sá hann ekki«.
»Já, hann og annar til höfðu augsýnilega
mælt sér mót við þig, en gátu ekki átt tal
við þig, af því að eg var með þér«.
Skarpskygn ertu«, sagði Payne háðslega.
^Það getur verið. En svo mikið veit eg,
að þú ritaðir á röndina á matseðlinum og
veitingaþjónninn rétti hann að þessum
manni«.
Páll var alveg hissa. »Er það mögulegt.
Það er meira i þig spunnið en maður
skyldi ætla«.
Eastling lét sem hann heyrði ekki háðið
og hélt áfram: »Og þegar eg svo sá hann
seinna í gistihúsinu og í þorpinu, þá gat
eg ekki stilt mig um að spyrja sjálfan mig,
hvað í ósköpunum hann væri þaraðgera«.
Payne veik sér þá snúðugt að Eastling
og spurði:
»Og livað heldurðu þá, að hann bafi
verið að gera ?«
Eastling lét sér ekki bregða, heldur sagði:
»Eg hygg, að við megum ganga að því
visu, að návist hans standi í sambandi við
perluþjófnaðinn«.
Eastling var ekki að fara i felur með
það. En Payne var nú ekki óvanur slíku
af hendi mágs síns.
»ímyndunarafl þitt er fjörugra en svo,
að eg geti reiðst þér«, mælti Payne.
»Reiður«, svaraði Eastling. Þú gelur þó
varla reiðst mér, sem er nýbúinn að bjarga
þér úr hinni versl klípu«.