Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 4
116
HEIMILISBLAÐIÐ
það kæmi upp rétt kjá kafbátnum, þar sem
hann var á sveimi í kringum skipið alllangt
frá því. Þá var dýrinu brátt kent að skríða
upp á þilfarið á kafbátnum og geíin gnægð
íiskjar að eta. Áður en langt um liði, komust
þeir svo vel á veg í þessu, að ljónið skreið
sjálfkrafa upp á þilfarið á kafbátnum og
buslaði þar geltandi fram og aftur og beið
matlaunanna með óþreyju, meðan kafbátur-
inn var að létta sér svo upp í sjónum, að
hægt væri að opua turnlokuna efst uppi.
Auðvitað gekk þelta nú ekki alt eins og í
sögu með tamninguna. Þess varð nú fyrst og
fremst að gæta, að ljónið færi ekki sinna
ferða á milli eiltbvað út í sjóinn, Var þá selt
á það munnkarfa eða bitmúll, til þess það
freistaðist ekki til fiskiveiða, meðan það væri
í »herþjónustunni«. Á munnkörfunni var dá-
lítil loka og um það op tók það á móti
rnatnum. Auk þess varð að hafa glöggar
gætur á ferðurn þess og breyfinguin. í þeim
tilgangi var festur rauðmálaður korkur við
hálsbandið á dýrinu, eins og vindill í laginu
með ósýnilegu bandi (Gut). Með þessu mót-
inu tókst þeim að fylgja Ijóninu, þó að það
væri á sundi undir yfirborðinu.
Ekki var hægt að kenna öllum sæljónum
þessa list. Bezt gáfust sæljóns-hjón ein frá
Kanada; þau voru gædd frábæru viti í þessa
átt. Karlljónið var þó en vitrara, ef til vill
af því, að það liafði verið lengur í haldi en
kvenljóúið . og var Iíka talsvert eldra. Þessi
bjón »þefuðu uppi« allmarga þýzka kafbáta
og réðu með því niðurlögum þeirra. Það
lcom fyrir oftar en einusinni, að'dýrin viltust
og komu eigi aftur til gufuskipsins. Þá varð
að senda kafbát á eftir þeirn, og liann gat I
hvert skifti kallað þau til sín með skrúfu-
hljóðinu.
Eins og auðvitað er, þá var ekki hægt að
kenna sæljónunum að þekkja sundur þylinn
af skrúfu gufuskips og kafbáts; en þau gátu
að minsta kosti orðið áskynja um, ef kaf-
bátur var í nánd og hvar sá bátur var þá
staddur. Það er og sömuleiðis auðvitað, að
ekki var hægt að nota ljónin til þessara
njósnarferða, nema svo væri bjart, að hægt
væri að sjá rauða korkvindilinn í yfirborði
sævarins.
Þessi tilraun sýnir meðal annars, hversu
viturlega og rækilega enska flotamálastjórnin
gekk að verki til að veita kafbátunum við-
nám, í skjölum stjórnarinuar er getið uni
aðrar tilrauuir og tillögur í sömu átt, sein
ýmsir böfðu gert og fundið, og margur ung-
ur hugvitsmaður blaut Viktoríukrossinn að
beiðursverðlaunum fyrir uppfundningar sínar
á því svæði. Er það flest læst og lokað enn,
einkum þau ráðin, sein dugðu bezt. Vonandi
er, að eigi þurfi til þess að taka að beila
þeim í annað sinn.
Olnbogabarnið.
Pað nœðir, pað nœðir,
pó nekt huld sé bólum.
Pað blœðir, pað blœðir
úr blóðrisa fótum,
er strœlin pað staulast að kveldi
og strýkur livert tár, sem paðfeldi,
svo einmana, allslaust og glegmt.
Og nóttin, köld nóttin,
og niðmyrkrið svarta,
og ótlinn, sár óttinn,
sem ískrar í hjarta,
er skugginn í skjólsnauðum kofa,
par skríður um rétt cins og vofa,
og ógnar pér, olnbogabarn.
Hver grœtur, hver grœlnr,
pótt grátperlnr Ijómi
um nœtur, um nœtur
i nárökkurs tómi,
og kvíði í brjósti pér búi,
cr berst par um hnngur og liíi 9
Ó, einmana olnbogabarn!
J. G. H.
Þetta kvæöi er tekið úr Winnipeg-blaðinu »Vor-
öld«. Höfundurinn heitir Jón Hjaltalín fullu nafu'>
sonur Gísla sál. Helgasonar kaupmanns í Reykj3'
vík. Hann heíir ort fleiri kvæði í »Voröld« °8
nokkrar smásögur eiunig.