Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÍ)
125
Nú fanst honum sem hann hefði viljað
Sefa allan heiminn fyrir það að hann fengi
sjá augu hennar Ijóma, full af blíðu og
barnslegu trúnaðartrausti, sem henni var
svo tamt að líta til hans; nú var hann ný-
*arinn að hafa yndi afþvíaðsjá þau augu;
aldrei hafði hann trúað því, að augu
ookkurrar konu gætu nokkurntíma veitt
honum svo mikinn unað.
Hann tók alt í einu eftir einhverju nýju
1 svip hennar, einhverju, sem greip hann
oaerri því með skelfingu. Það var eitthvað
aonað og meira en miskliður milli þeirra
Hastlings og hans.
Svo kraup hann skyndilega á kné við
^gubekkinn og mælti :
»Ursúla, hvað er að þér?« Ertu sjúk?«
Hún hristi höfuðið, en nú leit hún loks til
llans. það skein svo mikil angist og kvöl
úr augunum hennar bláu, að hann
vissi varla, hvað hann ætti að segja við
hana. Hann þagði þess vegna og lét
ser lynda að beygja sig niður að henni og
kyssa liana blíðlega.
Hún andvarpaði þungt, og svo örvænt-
lllgarlega að hann varð lafhræddur við að
sjá hana.
»Hvað á eg að gera ? — hvað á eg að
§era?« andvarpaði hann í hálfum hljóðum.
\ Svo varð dauðaþögn um stund. En svo
1-eis hún upp á olnbogana alt í einu
°g mælti: »Eg hefi ekki verið reglulega
frisk siðustu vikurnar, ekki siðan við kom-
um heim aftur, eg held það komi af breyt-
mgu á loftslaginu«. Að svo mæltu lagðist
hún fyrir aftur, en. hann strauk blíðlega
ijósu lokkana hennar.
»Það er bezt að þú komir um hrið nið-
Ul’ að sjónum. Þú ert fædd við sjóinn; þú
átt þvi erfitt með að þola loftslagið hér
lnn 1 miðju landi«. Þá leit hún upp, er
ann sagði þetta og mælti: »Páll, er mað-
Ul’inn farinn ?«
»Hvaða maður? Sá sem kom frá gull-
Srniðnum ?«
»Já«, sagði hún og liorfði fast á hann.
))Já, hann er farinn ?«
»Og þú fékst honum þá ekki steinana ?«
»Nei, eg sagðist ætla að senda þá, eða
koma ineð þá sjálfur. Bróður þinum leist
ekki á, að hann færi með þá — og svo
vildi eg heldur láta undan en hefja nýja
misklið«.
Nú hallaði hún sér aftur í leguhekkinn og
lokaði augunum. Pótt svo sýndisl sem orð
Páls hefðu eitthvað friðað hana, þá var
angistin ekki horfin úr augum hennar og
af ásjónu hennar. Milli þeirra var nokkurs-
konar múr, nnir, sem orðahnyppingarnar
milli hans og bróður hennar höfðu hlaðið.
Payne þorði ekki að kryfja, hve djúpt það
sár var, sem síðasta viðureignin þeirra hafði
veilt hennar viðkvæma hjarta. Eastling tal-
aði berum orðum, um hneyksli, sem hann
hefði afsiýrt. Skildi hún það ? Trúði hún
því ? Honum fanst yfirleitt skynsamlegra
að hreyfa eigi við þvi máli.
Hann slóð upp, en hún teygði höndina
til hans lil að halda honum aftur.
»Páll«, mælti hún, og leit um leið svo
innilega og spyrjandi í augu honum; álti
hann erfitt með að mæta þ,ví augnaráði,
svo að hann deplaði eigi augunum. »Páll,
eg ætla að spyrja þig að einu ! Þú mátt
ekki reiðast mér. En ef þú vissir, hvað eg
hefi orðið að líða, en hvað eg hefi hugsað
og hugsað — og liðið — og aldrei verið
viss um, hverju eg ætli að trúa, þá mund-
ir þú fyrirgefa mér minn — efa minn«.
Pessum síðustu orðum bætti Payne við
eftir ágizkun, því að ekkert heyrðist af vör-
um hennar.
Hann reyndi að fara i kringum þessa
spurningu hennar og sagði: »Pú getur spúrt
mig um það seinna, þegar þú ert orðin
frískari, þú ert svo föl og þreytuleg í dag«.
En hún tók fram í fyrir honum og mælti:
»Eg má spyrja þig að því núna«.
»Jæja, sem þú vilt«, svaraði liann eins og
í gamni, dró svo stól að legubekknum og
lagði hendur hennar milli handa sinna. —
Hún starði á hann sem áður og sagði loks
lágum og titrandi rómi: »Páll, eg vildi svo
feginn að þú segðir mér, að hvað helzt