Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 14
126
HEIMILISBLAÐIÐ
sem menn hugsa um þig, — hvað sem
menn svo ætla þér, — að þá sé það ekki
satt I Eg vil svo gjarnan, að þú horfir beint
i augu mér og vinnir mér þess dýran eið
að eg geti treyst þér, að eg geti geflð mig
þér á vald að íullu og öllu og megi vita,
að þú gerir aldrei framar, það sem þú hefir
einusinni gert«.
^Þú getur reitt þig á mig«, mælti Payne
lágt og leit ekki á hana. En hún lét sér
það ekki nægja. — »Það er ekki nóg«,
mælli liún alvarlega. Fyrirgefðu mér — eg
er hrædd — eg get ekki gert að því«.
»Já, eg veit það, bróðir þinn hefir kom-
ið hingað og kvalið þig með nýjum sakar-
giftum á hendur mér, og fylt höfuð þitt
nýjum hugsijnum, sem þér hefði að öðrum
kosti aldrei hugkvæmst að móðga mig með«.
Hún hristi sorgbitin höíuðið og mælti:
»Þú ert ekki réttlátur við bróður minn, og
ekki heldur við mig, hvað getur hann sagt
og hvað getur það gert mér, sem hann
segir, geti eg bara trúað því, að það sé
ekki satt?«
»Trúir þú prér þá ekki ?«
»Eg vil trúa þér, ef þú bara vilt vinna
mér eið að því, að eg megi það«.
Fyrir þremur mánuðum hefði Payne
unnið þann eið hiklaust, en nú gat hann
það ekki. Hann gat það ekki er svona
hrein og ástrík augu hvildu á honum.
»Mér finst þú ætlast til of mikils«, mælti
hann.
»Það ætti ekki að vera um of«, mælti
hún. »Það er hið eina, sem eg óska. að eg
fengi að vita, að eg haft á rétlu að standa
og að hinir, sem segja, að það sé vitlaust
af mér að trúa þér — hafi rangt fyrir sér.
Eg bið þig því, að vinna mér þess eið, að
eg hafi rétt fyrir mérl«
Nú varð þögn.
»Þú hefir rétt fyrir þér«, sagði Payne
loks í blíðum róm.
»Vinn mér eið að því«, sagði Úrsúla
hljóðlega.
Payne þrýsti þá hönd konu sinnar og
mælti:
»Eg vinn þér eið að því«.
Hún hallaði sér þá aftur í bekkinn með
léttu andvarpi og þá hvarf angistarsvipur-
inn af andliti hennar. Hún hafði ekkerl
sofið alla nóttina, en Payne vissi ekki, hve
nóttin hafði verið henni snauð að hvíld og
ró — hann grunaði það ekki, fyr en hann
var búinn að sitja fjórðung stundar með
hönd hennar í sinni og sá að hún var
sofnuð — um hádegisleytið í glaða sólskin-
inu.
Þá gat Páll Payne, varmennið, eigi tára
bundist; hann dró hönd sína mjúklega úr
hendi hennar, breiddi ofan á hana létta
ábreiðu; að því búnu gekk hann hljóð-
lega út úr stofunni.
Hann gekk fyrst í kringum húsið og svo
út í skemtigarðinn — aleinn síns liðs —•
klökkur mjög og sneyptur.
Þessi hreina saklausa kona, hafði með
kvenlegri prýði sinni og tign náð tökum á
þvi, sem bezt var f lunderni hans; hún
elskaði hann, giftist honum og tre}rsti hon-
um, þrátt fyrir alt,
Nú vakti hún að nýju sofandi samvizku
hans; nú kvaldi samvizkan hann meir en
nokkru sinni áður. Nú reyndi hann það
í fyrsta sinni á æfinni, hvað það var að
hugsa út i réttindi annara og að líta á lífið
frá öðru sjónarmiði en sínu eigin.
Hugarfarsbreytingin náði ef til vill ekki
dýpra en svo, að hann vildi gjarna gera
henni til hæfis. Og hann vissi, að hún
mundi eigi gera sig ánægða með minna en
að mega bera algert traust til þess manns,
sem hún unni; en þstla var nú samt hið
hæsta stig, sem hann hafði nokkurntima
staðið á í siðferðislegu tilliti.
Hann þráði nú að komast af krókaleið-
unum og að hann gæti farið »alfaraveginn«-
En endurgjaldið fyrir það, sem hann hafði
gert áður, var á hælum honum — og það
vissi hann.