Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 12
124 HEIMILISBLAÐIÐ viðmóti, sem Payne hafði sýnt honum nú alt til þessa. Páll mælti. »Gott og vel, ger þú það sem þér sýn- ist — en eg læt ekki steinana af hendi við þig í dag. Eg veit, að þú fer ekki svo með þá héðan, að þér verði eigi veitt eftirför og fari svo, þá verðurðu tekinn fastur, og ef svo fer, þá svíkur þú mig i manna hendur. Eg geri mér ekkert far um að koma því inn hjá þér, að eg líti ekki á minn hag«. »Nei, því trúi eg sannlega heldur ekki«, mælti Gane æfareiður. »Nei. eg er enginn dýrlingur«. »Satt var orðið«. »Eg er ef til vill miklu fremur hilt«. »Já, það held eg nú næstum«. »En hvernig sem alt er, þá má eg ekki við því að verða uppvís«. »Já, en ef eg nú færi til leynilögreglu- mannsins þarna og segði honum að í hús- inu væri herra hágöfugur, sem hefði heila hrúgu aí gimsteinum, en ætti þá þó ekki — hvað þá ?« spurði Gane til að striða Payne. »Þú yrðir líldega álitinn hálfruglaður vesalingur«, svaraði Payne rólega. Það var ekki annað fyrir að sjá, en að Gane mundi þá og þá ráðast á Payne, en ekki varð af þvi, heldur hafði hann sig á burt og bölvaði i hjóði, en snerist á hæli við dyrnar eftir slundarþögn og mælti: »Mér þykir leitt, að við getum eigi skilið á vinsamlegri hátt og Will félagi okkar mun liarma það líka. En eins og auðvitað er, þá getur annar eins hefðarmaður og þú, kvæntur l'ínni frú, ekkert átt saman að sælda við fátæka snáða, eins og okkur; við eigum ekki jarla að tengdafeðrum og þvi um líkt. Vertu sæll, Syd — yðar hágöfgi, ætlaði eg að segja«. Sí&an hneigði hann sig djúpt og klunnalega, brosti illgirnislega með sjálfum sér og fór leiðar sinnar. Payne kveikti i vindlingi og leit út um gluggann, og gekk að því búnu hraðan niður stigann. En þegar hann kom nærri herbergi konu sinnar, tók af honum skriðinn. Hann var nú nýsloppinn úr hættu; en útistöður hans við lagsmenn sína voru nú bara að byrja. Nú hataði hann þá af öllu hjarta; það var meira en fyrirlitningin, sem hann hafði alt af haft á þeim, af þvi að þeir voru svo miklir garmar og greyskinn; hann hataði þá alveg nýju hatri, af því að þeir voru hinu nýja lífi lians til fyrirstöðu, sem hann ætlaði sér nú að lifa, lifi, sem var svo miklu sælla og hreinna, en það, sem hann hafði þekt árum saman. Hvað mundi nú konan hans segja eftii' þessa nýju viðureign hans og Eastlings? Hvað hafði hún nú í rauninni hugsað uni þetta alt saman ? Trúði hún sögunni 4ianS um gullsmiðinn ? Eða var bróðir hennar nú búinn að koma til hennar aftur og vekja nýlt vantraust hjá henni á honum. Payne kannaðist við það fyrir sjálfuni sér, að Eastling hefði haft fulla heimild til að gera það, ef svo væri. Að því búnu lauk Payne hægt upp dyr- nnum og leit inn með alveg nýrri, dapurri tilfinningu. Úrsúla lá í litlum legubekk og horfði í eldinn á arninum. Hún hreifði sig ekki, þegar hann kom inn, heldur starði í eldinn. »Úrsúla«, sagði liann hljóðlega og ótta- blandinn. Hún svaraði engu, en hann sá það á litilsháttar lireyfingu á hendinni á henni, að hún hafði heyrt til hans. Hon- um varð órótt innanbrjósts af þessum við- tökum; en nú reið honum á að láta svo sýnast sem liann væri rólegur; annars var alt úti fyrir honum, að honum fanst. »Eg gæti næstum hugsað mér, að bróðir þinn hefði komið hingað«, sagði hann þur" lega. Úrsúla hrisli höfuðið við þvi, en ekk- ert sagði hún; gekk hann þá nær til þesS hann gæti séð framan i hana. Og þegar hann sá angistina og áhyggjuna skína út ui svip hennar, þá varð hann alt í senn: hrærður, kviðafullur og reiður. Hann gekk nú um gólfið eirðarlaus um stund og sái* ast féll honum það, að hún leit aldrei a hann.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.