Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Page 12

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Page 12
138 HEIMILISBLAÐIÐ þessu, ef ég slepp burtu lifandi«, strengdi Tom Converce heit, og hjarta hans tók að berjast á ný, þegar hann leit hinn dásam- lega hest, »þig, Captain!« Maðurinn með gula andlitið gekk frá og' kom andartaki síðar aftur í ljós með hnakk, sem hann lagði á bak hestsins. Tom Converse gat með mestu herkjum stilt sig um að hrópa og aðvara þá: »Heimskingj- arnir ykkar! Standið þið þarna og horfið á, að Skugginn taki hest sinn aftur«. En hann stilti sig og beit fast á jaxlinn. Hann laut dálítið dýpra áfram:, en í sömu svifurn kváðu við tvö riffilskot hinum megr in frá hlöðunni, og tvær kúlur þutu ógn- andi fram hjá höfði hans. Bölvandi stökk hann til hliðar. Gátu þeir hafa séð hann í daufa Ijósinu, sem var fyr- ir framan gluggann? öhugsandi. Hann tók að ganga fram og aftur í her- berginu. Ef umsátursmennirnir héldu svona nákvæmlega vörð, væri algerlega vonlaust að reyna til að sleppa burt. Tvö skot kváðu við aftur, og kúlurnar þutu gegnum gluggann og lentu í veggnum andspænis. Skyndilega varð honum ljóst, hvernig í öllu lá. Varðmennirnir gátu með engu móti haft gætur á, hvað fram fór við gluggann vegna regnsins og greinarinnar, sem slóst fram og aftur og þess vegna höfðu, þeir kos- ið þann öryggismáta að skjóta gegnum glug'gann öðru hvoru til þess að hræða hann frá honurn., Tom gekk ótrauður aftur að glugganum. Hesturinn var nú söðlaður, og" Skugginn, — ef það var þá hann í raun og veru — stóð við hliðina á honum og hélt annari hendinni um háls hans. Hjartað barðist um í brjósti Tom Converse. Þetta var í síðasta skifti, sem hann fékk að sjá þennan dásam- lega hest, Það var ekki erfitt að geta sér þess til, hvernig Skugginn hafði aftur komist yfir hest sinn. Þeir höfðu strax sett hann á uppboð og Skugginn hafði blátt áfram boð- ið yfir hina alla. Og kæmist Skugginn út um hinar dyrnar á hlöðunni, var mikið efa- roál, hvort nokkur þeirra fengi nokkru sinni framar að sjá hann eða .hest hans. Voru þeir þá alveg búnir að missa vitið, úr því að þeir létu hann sleppa burt fyrir framan augun á sér! Stóra greinjn sveiflaðist aftur fram hjá glugganum og huldi útsýnið. Og alt í einu, án, þess að hugsa sig um eina sekúndu lengur, tók Tom Converse til starfa. Hann stökk frá gluggakistunni og sveifl- aði sér yfir á greinina. Annað eins stökk hafði hann aldrei stokkið á æfi sinni. Það var óhugsandi, að hann hefði getað gert þetta, án þess að eftir væri tekið. Á sama augnabliki og hann stökk kváðu við tryll- ingsleg hróp fyrir neðan hann, og kúlurn- ar þutu gegn um laufið. En það var ekkert ákveðið mark til að miða á, aðeins stóra greinin, sem var nú að slöngvast til baka og fór með Tom Converce beint í áttina til hlöðunnar, Um leið og hann þaut gegnum loftið á greininni, sá hann mennina., sem voru inni í hlöðunni, snúa sér við í skyndi og þjóta út um hlöðudyrnar. Meira að segja Skugg- inn fylgdist með hinum og skildi Captain einan eftir. Yzti broddur greinarinnar náði svo að segja alveg að hlöðunni og áður en hún hafði mist allan sveiflukraft sinn, stökk Tom Converse frá henni. Fætur hans lentu á bjálkanum, sem lá fram undan lúgunni þvert á gaflinn. Eitt augnablik riðaði Tom og var í þann veginn að detta niður fyrir framan opnar hlöðudyrnar beint fyrir fæt- ur umsátursmannanna, Með snöggri hreyf- ingu náði han,n haldi í brún lúgunnar og forðaði sér frá fallinu. Andartaki síðar var hann kominn inn um lúguna, Þar hékk hann og þorði varla að draga andann af eftirvæntingu. Höfðu þeir séð hann stökkva frá trénu? Nei. Riffilskotin kváðu við og hrópin hljómuðu fyrir utan, en engu skoti var

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.