Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ
139
Bæn.
Ég bið, gódi Gud, oss leiddu
gegnum lífsins böl og stríd;
öllum kvída og angist eyddu,
allan vernda kristinn lýd;
á oss alla blessun breiddu,
bú pú hjá oss alla tíð.
Pegar enda cefistundir,
okkur vertu, Jesú, hjá;
láttu pínar opnu undir
okkar trúar augu sjá,
fyrir pær oss englafundir,
eru vísir Guði hjá.
G. P.
skotið í áttina til lúgujnnar. Þeir skutu á
greinina, sem sveiflaðist fram og aftur
vegna átaka stormsins, eins og hún væri
að reyna að hjálpa honum og gera umsát-
ursmönnum ókleift að miða á hann.
Hann vóg sig lítið eitt upp og gægðist
niður. Fyrir framan hiöðudyrnar stóð
Skugginn með krosslagða handleggi. Hann
herfði á tréð og beið þess, að líkið af fórn-
ardýri hans félli til jarðar.
Með mestu herkjum gat Tom Converse
stjórnað reiði sinni svo mikið, að hann reíf
ekki upp skammbyssu sína og tæmdi inni-
h-ald hennar í höfuðið á manninum, sem
stóð þarna fyrir neðan. En hvert andartak
var dýrmætt. Hann leit við og horfði inn
í hlöðuna. Ekkert loft var í hlöðunni, og
frá staðnum, þar sem Tom Converse var,
sá hann beint niður í uppljómað gímaldið.
Hjóskerin, sem héngu á þverböndunun>,
vörpuðu ljósi sínu niður á við, en rúmið
fyrir ofan og upp undir þakið var dimt.
Hægt og varlega vóg Tom sig svo mikid
UPP, að hann gat fengið fótfestu á einu af
þverböndunum. Því næst tók hann að
klifra áfram milli hinna mörgu sperra og
bjálka, sen> lágu alla vega um þakið.
Hundyuð manna hrópuðu og skutu fyrir
utan, og þessi hávaði gaf honum þá örygg-
istilfinningu, þar sem hann hélt sig núna.
Fljótt og liðugt og svo Eljóðalaust, að
ekki hið minsta skrjáf gat truflað mann-
inn, sem sneri baki að hlöðudyrunum,
klifraðí Tom sperru af sperru, þangað til
hann var beint fyrir ofan Captain, í á aö
gizka fimm feta fjarlægð frá baki hestsins
góða. Þar nam hann staðar og lá endilang-
ur á bjálkanum, en í sömu svifum lyfti
Captain höfðinu og annar hestur innar í
hlöðunni frýsaði.
Skugginn sneri sér við í skyndi í hlöðu-
dyrunum.
Tom hélt niðri í sér andanum af hræðslu.
Mundi . hinn blaktandi bjarmi í hlöðunni
bjarga honum? Það leit einna helzt út fyr-
ir það. Skugginn stóð kyr í dyrunum og
rýndi í myrkrið uppi undir þakinu og bjóst
auðsjáanlega við að koma auga á mann,
sem stæði uppréttur og væri á hreyfingu,
en ekki á mann, sem lægi á bjálka í þeirri
sfefnu, sem hann horfði í.
Hann hafði ekki komið auga á Tom Con-
verse. Skammbyssunni, sem hann hélt á í
hendinni, lyfti hann hvorki né hleypti af
henni. Hann gat ekki séð' Tom, en það leit
út fyrir, að hann gizkaði alt í einu á, hvar
hann væri.
»Halló!« kallaði hann. »Komið hingað!
Það getur verið, að hann hafi stokkið af
greininni og sloppið inn um hlöðudyrnar«.
Tíu menn komu þjótandi inn um dyrn-
ar. Skugginn sneri sér við til að vísa þeim
leið. En um leið og hann sneri bakinu að
Tom rendi hann sér niður úr fylgsni sínu.
Brot úr sekúndu hékk hann á hondunum
í bjálkanum og lét sig síðan falla í hnakk-
inn á baki dökka hestsins.
Þeir sáu hann í sömu svifum og hann
datt, en áður en hróp gæti aðvarað Skugg-
ann um, hvað gerst hafði að baki hon-um,
hafði Tom Converse keyrt hestinn sporum.
Skugginn sneri sér við í einni svipan - -
en aðeins til að ,sjá Captain bregða fyrir
um leið og hann þau,t út um dyrnar á hús-
inu með flóttamanninn liggjandi álútan
á hálsi sér. Frh.