Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 10
102
F'RÚ ANNA fægSi nafnspjaldið á hurðinni
hjá sér þangað til að það var orðið spegil-
fagurt og settist síðan í hægindastólinn og
fór að gera við nærfatnaðinu úr þvottinum.
Hann liafði nú orðið þörf fyrir endurnýj-
un! Húu andvarpaði á meðan nálin gekk ótt
og títt í gegnum slitin fötin, en notalegt var
það að tilla sér svolítið og hvíla lúið bakið.
Hún átti bágt með að leyna því, livað hún
tók nærri sér að færa honum Knúti kaffið
í morgun, en hann var allt af svo áhyggju-
fullur hennar vegna, hlessaður drengurinn,
að liann mátti ekki með nokkru móti kom-
ast að því, að hún þvoði þvotlinn sinn sjálf,
upp á síðkastið, af því að hún hafði ekki
efni á því að borga þvottakonu.
Það var ekki vegna þess, að honum mundi
þykja minnkun að því, þó að móðir lians
þvæði þvott, — sem betur fór hafði lienni
tekist að ala hann upp sem siðaðan mann,
— heldur var það af því, að hann var svo
hræddur um að hún ofgerði sér með því.
Nú var ekki nema liálft ár þangað til að
liann var búinn að ljúka læknaprófinu, en
það yrði krappur tírni! Þau liöfðu allt af
gert ráð fyrir, að litlu reiturnar þeirra myndu
hrökkva til þess tíma, er Knútur væri fær
um að sjá fyrir sér sjálfur, og liún þorði
ekki að segja honum að nú væru þær alveg
þrotnar. Það var heldur ekki nema hálft
ár eftir! Eftir það gæti hún lifað áhyggju-
lausu lífi á litlu erfða-eftirlaununuin sín-
um, og þar að auki leigt einhverjum snyrti-
legunt stúdent herbergið, sem Knútur hefði
núna, því að hún myndi eiga bágt með að
sætta sig við að hafa engan til að annast um,
enda hafði hún ekkert að gera við svona
stóra íbúð ein, tvær stofur og eitt herhergi.
Þegar frú Anna þurfti að hressa upp á
skap sitt, hafði hún það fyrir vana, að forð-
ast að hugsa um það, sem miður var. Hún
vildi ekki lnigsa um eldiviðinn til vetrarins
og annað, sem hún þarfnaðist, heldur um
allt það, sem hún hafði ástæðu til að vera
þakklát fyrir, og það var margt og mikið!
Hafði hún kannske eina einustu sára minn-
ingu um drenginn sinn? Var hann ekki ið-
heimilisblaðið
Smásaga eftir INGER BENTZON
inn, ástundunarsamur og skemmtilegur — og
vinsæll meðal félaga sinna? Og sögðu þeir
ekki ávallt: „En hvað allt er snoturt og nota-
legt liérna!“ þegar liann kom með þá heim
á kvöldin, og það þó þeir fengju ekki ann-
að cu tebolla og kex með heimatilbúnu
ávaxtamauki, að mestu leyti úr gulrótum?
Og margt smávegis höfðu þau sér til sanf
eiginlegrar gleði. Hann hafði erft skilning
föður síns á þýðingu smámunanna. Eins og
það t. d. þegar hann nú um sumarkvöldin
tók sér dálítinn sprett á gamla hjólinu sínu,
„til að skerpa skilninginn“, eins og Iiann orð-
aði það, eftir langan lestrardag, þá kom hann
ávallt með vænan blómvönd með sér heim>
sem hann liafði tínt meðfram veginum. Þau
stóðu nú þarna á borðinu, svo að manni fannst
eins og maður liefði verið uppi í sveit.
Frú Anna strauk svolítið yfir línskyrtuna,
sem hún var húin að festa hnappa á. Henni
hafði nú heppnast línstrokan reglulega vel
í þetta sinn, þó að hún segði sjálf frá, og
það var ekkert 'smáræði, sem liann sparaði
við það!
Já, en hvaða hjálp væri að sparnaði, þeg'
ar ekkert væri til að spara?
Nei, um það vildi hún ekki liugsa núna!
Kmitur hafði bæði keypt og borgað sjálfur
skyrturnar sínar og snotru, gráu jakkafötin,
sem liann var í, því að hann liafði notað snm*
arfríið sitt, síðan að liann lauk fyrri hluta
prófs síns, til að vinua í héraðs-sjúkrahúsinu,
og Jiar hafði honum vegnað ágætlega. Það
þrcytti hann ekkert, sagði hann, lieldur þvert
á móti, Jiví að fæðið var afbragð og yfir'
læknirinn frábær.
Á meðan „var hún í sveit“, það er að segja
í Friðrikshorgargarðinum. Hún liafði svo ht-
ið við að vera heima, þegar lnin var ein og
matartilbúningurinn var fábreyttur, því að
lnin gat næstum því komist af með mjólk-
urhlaup og ofurlítið af steiktum kartöflum-
I garðinum var bekkur, sem henni þótti sv0
undur gott að sitja á og útsýnið var fagnrt
og þaðan gat maður heyrt glaðan hlátur barn-
anna. Margar elskulegar mæður komu þang"
að líka með börn sín í vögnum, og þegar