Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 12
104 II E I M I L I S B L A Ð IÐ RADDIR LESENDANNA PISTLAR AD NORDAN Skemmtanir og nautnir. Þegar menn kafa unnið gott tlagsverk og finna til vellíðunar eftir afkastað erfiði, þá vilja'menn beina huganum að léttari við- fangsefnum og leita sér skemmtana á einn eða annan hátt. Nú er það skilyrðislaust und- ir skapgerð og þroska livers einstaklings kont- ið hvers konar skemmtiefni menn velja sér, lil andlegrar hressingar og ánægju. Þegar um slutta hvildarstund er að ræða, er venjulega valin lestur góðrar bókar, blaðs eða tímarits. Þegar menn koma mjög þreyttir frá erfiði dagsins og leita sér ekki algjörlega fullkom- ins næðis og hvíldar, er oft tekið það ráð, að leita fvrir sér í ríki uautnanna, til að viðhalda liinum æsandi áhrifum frá erfiðinu vakandi í líkamanum. Slíkar nautnnir geta menn veitt sér á marg- an hátt. Skáldsögiír geta oft verið mjög æs- andi, og sumar jafnvel á einhvern liátt spill- ardi, 6érstaklega fyrir óþroskað sálarlíf ungra rnanna og kvenna. Það er mikið algengara, þegar fólk velur sér bók til lesturs, að Iiin- ar „spennandi“ sögur verða fyrir valinu. Þetta er að því leyti gott, sem það kann að vekja sjálfa lestrarfýsnina, en slíkur einhliða skáld- sagnalestur getur með tímanum orðið eins konar ofnautn, sem rnenn sökkva sér of langt niður í, utan við allar sannar bókmenntir. Þó er ekki þar með sagt, að öll skáldsagna- gerð eigi að hverfa úr bókmenntunum, því að á því sviði finnast oft liin raunverulegu og eðlilegu átök mannlegs lífs, klædd í manns- dáð og hetjuskap þroskaðra einstaklinga. Fræðibækur, sem raunar hafa — eins og allir hljóta ^ið vita, sem reyna að skilja slíkt - langmest bókmenntalegt gildi, bæði and- lega og veraldlega séð, — og auk þess menn- ingarlega, — em einmitt lagðar á hilluna, og þrátt fyrir það að einmitt þessar bækur eiga þó að leiðbeina og kenna fólkinu að þekkja rétt frá röngu og lijálpa því áfrarn á þroskabrautinni í sioni lífsbaráttu. Það er ekki svo lítill vandi að gefa út slíkar bæk- ur, eem ganga í augu fjöldans og vinna það tvennt á, að vera í senn „spennandi" og fraeð- andi, göfgandi og glæðandi, og vekja hress- andi áhuga fyrir meiri þekkingu á hinum Jjýðingarmestu atriðum, sem varða h'fið sjálf*- Það getur kostað ekki svo litla þjálfun, temja sér lestur slíkra bóka svo gagn verði að, ekki sízt, })egar á borðinu fyrir frainan mann liggja mikið fleiri bækur af afar ,spenn- andi“ reyfurum, — um glæpamenn, njósn- ara og leynilögreglumenn, rómantískar ástn- og þess háttar. Ungir menn og konur ættu að leita ser skemmtunar og nautna eftir erfiði dagsins a þann hátt, að skyggnast um á bókaliillunnt eða í skánum eftir sannfræðilegum bókmennt- um, sem verulegt gagn og uppbygging er að, t. d. eins og bókum heilsufræðilegs efnis, bók- um, sem skýra okkur frá því, hvernig bezt verður varðveitl líf og beilsa, hvernig við eig' um að ástunda að liirða og umgangast okk- ar eigin líkamsvél, livernig við eigum að var- ast ýmsar skaðlegar nautnir, hverjar afleið- ingar hljótast af ofnautn áfengra drykkja, tóbaks og alls konar óreglu, og hvernig fer fyrir þeim, er slíkt stunda. Það er lofsvert starf, sem margir hafá unn- ið í þágu heilbrigðismálanna. Þær bókmennt- ir, sem um þessi mál fjalla, skýra okkur fr;l ýmsum lilutum, 6em við þekkjum ekki sjálf og viljum jafnvel ekki trúa að séu raun- verulegs eðlis. Þetta eru bin raunverulegU vísindi, sem aðeins eru á valdi sérfróðra manna. Það er ekki svo Jjýðingarlítið atriði hverjum einstaklingi, að þekkja sjálfan sig og láta sér skiljast það lxvað leyfilegt er að bjóða sinni eigin líkamsvél, hvað sérstak- lega ber að varast í Jieim sökum og eftir hverju er ráðlegast og hollast að breyta. Ungt fólk ætti sérstaklega að kvnna sér, 1 öllum frístundum sínum, bækur, sem uin þessi mál fjalla og um leið að þekkja og kynnast nánar sínum eigin vtra og innra manni. Hafið þið t. d. lesið bækur Náttúrit- lækningafélags Islands „Sannleikann uiU livíta sykurinn“, eftir hinn þekkta sænska lieilsufræðing Are Waerland og „Nýjar leið-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.