Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 28
120 HEIMILISBLAÐIÐ FEODÓR OG ANNITA Saga frá Lapplandi, eftir J- A. FRIIS. Ég gekk ofan í þorpið aftur og liafði ýnr- ist í lieitingum við eldri og yngri, eða lof- aði þeim öllu fögru, en það kom fyrir ekki. Allir sögðu, að faðir minn hlyti að vera eini maðurinn, sem nokkuð vissi. Mér kom ekki til hugar eitt einasl augna- hlik, að nokkrar minstu líkur vœru til þess, að Anníta liefði strokið með Antoni af frjáls- um vilja. Ég var 6vo sannfærður um, að slíkt gæti ekki átt sér stað, að ég tók ekki eftir því, eða hugsaði ekkert um það í fyr6t- unni, að ef svo liefði verið, þá hefði hún tekið með sér eitthvað af munum þeim, sem stóðu óhreifðir í herberginu liennar. Ef liún hefði strokið af ótta við föður minn, þá hefði liún sömuleiðis haft liitt og þetta með- ferðis, og þá hlaut einnig að vera hægt að spyrja liana uppi. En ef henni hefði verið rænt eða stolið, eða lnin numin burt með ofbeldi? Það var saina. Ég lilaut þá líka að geta rakið slóð henuaí. Að svo komnu áleit ég, að hún væri enn þá á lífi, og var það eina huggunin nun. Ég tók eftir því, áð hundur einn, sem var mjög hændur að henni og Karó hét, elti mig hvert senx ég fór, og var hann auðsjáanlega að leita liennar líka. Þetta bar einnig vott um, að hún liefði ekki farið af sjálfsdáðum. Hundurinn liefði þá elt hana. Ég hafði hundinn með mér til þess að reyna að láta hann þefa uppi spor hennar, og við fórum um alt húsið, allan skemtigarðinn, alt þorpið og allt nágrennið, en það reyndist allt saman árangurslaust. Ég fanu hvergi neitt, sem gæti vísað á hana. „Viltu ekki segja mér sannleikann enn?“ spurði ég föður minn, þegar ég kom heim aftur. „Geturðu ekki sagt mér, hvort Annita er lífs eða liðin? Því sé hún dáin, þá ved ég livað gera skal“. ' „Ég get ekki sagt þér það, sem ég ved ekki um“. „Þú ert að ljúga, faðir minn“, sagði ég 1 reiði minni, „en það er nú sama. Ég skal finna liana eða fá einhverja vitneskju ui*1 hana. Ég skal hvorki njóta svefns né hvílJ' ar, fyrr en ég finn liana lífs eða liðna. Eu þess hið ég Guð, að liann refsi þér ineð eilíf' um átölum samvizkunnar, ef þú liefir þröngv' að henni til að giftast Antoni“. „Þér er hezt að spyrja prestinn, afhrakið þitt!“ Ég fór ofan í Jiorpið til prestsius og rudd' ist inn í herhergi lians eins og óður maður- „Hefurðu gift Annítu og Anton?“ spurd* ég liann. Það stóð dálítið á svari lians, og greip °g þá fyrir kverkar honum og varpaði honuW* til jarðar og lét kné fylgja kviði. „Segðu satt, fanturinn þmn“, lirópaði eg- „Hefurðu gift Annítu og Anton?“ Hann sór sig og sárt við lagði, að hanU hefði ekki gift Jiau, og vissi ekkert um þaU' Ég mátti til með að trúa honum. Ef °g hefði horið brigður á orð hans, þá lield ég» að ég hefði hert svo að hálsinum á honuin, ég hefði kyrkt hann, í þeim ham sem eg Jiá var. Dagimi eftir livarf ég líka lieiman að °g var burtu heilt ár. Ég flæktist bæ frá b# og Jiorp úr Jiorpi, spurði alstaðar liins sa.ma og hét fundarlaunum hverjum þeim, seUl eitthvað gæti frætt mig um Annítu. En reyndist þetta árangurslaust. Það spurði®1 hvergi til hennar. Ég fór til Finnlands til átthaga Anuítu °g

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.