Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Page 5

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Page 5
pokar korns í senn og var það kallað sofn, soni enn var látið á pallinn. í miðju gólfi undir pallinum var gröf grafin og járnslá lögð yfir. Nú settist maður í smuguna eða d.yrnar og hafði langan skörung við aðra Mið, en við hina eldsneyti; kvisti, þurrar stangir og þurrt sef, sem kallað er hrossa- nál. Kyndari fyllir nú grófina eldsneyti og kveikir í og fer reykurinn út um smug- una. Vilji eigi loga vel, rekur hann skör- ^uginn undir eldsneytið og lyftir því upp a .iárnslána, til þess að nægilegt loft kom- ist og bálar þá eldurinn upp. Þegar korn- bykir nægilega þurrkað eða bakað, þá er Það tekið á brekán eða annað slíkt, og helt í feiknvíða tunnu eða ámu, sem graf- in er meira en til hálfs ofan í kofagólfið; eru hellur undir á botni tunnunnar. Það er fjör í skákinni, meðan á þessu stendur. Kyndarinn lætur ekki á sér standa, svo kornið bakist sem fljótast. Kornið heitt af fláttunum er látið í ám- uua; karlmaður fer niður í tunnuna á nær- klffiðum til að troða; en fær brátt nóg af því og tekur þá annar við og hvílir hann; drengir sitja enn hjá og hafast lítið að, en nú kemur röðin að þeim. Fullorðnu karl- uiennirnir hætta að troða fyrstu troðningu, hismið er losnað frá allmiklu af korninu þá er það tekið upp úr tunnunni og lát- í poka. Þá er við hendina lítil trog (eins ug mjólkurtrog gert) og dálitlum korn- uuefa helt í það, og síðan hrist, líkt og fíallagrös; fýkur þá hismið burt, en korn- j® verður eftir. Þetta voru drengirnir atnir gera, en þótti slæmt, því af þessum unstingi kom svo mikið ryk að nef og uiunnur og kok urðu full af því, en eng- um varð þó meint við það. — Þeir, sem lóðu urðu sárir á fótum, því bæði stakst ‘uinn sjálfur og stangaslitur í fæturna á þeim. Það var kallað að drifta. En kornið var ekki hreint enn. Nú var bað kallað tini og helt í tunnuna að nýju troðið aftur; var það kallað að troða nuj-nn og tvo driftað að nýju. Gott þótti verkamönnunum að bregða upp í sig hálf- ókuðum tinanum og tyggja hann. Gott Potti, ejnum sofnj fengust fjórir •iórðungar af tina. Tinin er síðan malað- m °S gerður úr honum hnausþykkur HEIMILISBLAÐIÐ grautur, sem Skaftfellingar kalla deig. Sá grautur er eigi etinn með skeið, heldur skorinn upp með hníf. Saman við þennan graut var blandað mjólk, litlu einu, og fitu, einkum tólg. Þessi matur er næsta bragðgóður, hollur og nærandi. Haft var það stundum til brauðgerðar, en loðir illa saman og springur við bökunina, nema litlu einu af hveiti sé blandað saman við það. — Kornið sjálft eða tininn er flatur á hliðunum og far í miðju. líkt og tvö korn væru lögð saman. Mjölið er mórautt. Gott þótti drengjum að fá gamalt skyr, sem þar kallast súrna og hnefa af tina saman við það, líkt og berjaskyr; þótti þeim það góð- ur verður. í hörðum árum var tininn eina korn- metið í melsveitunum, og oft eina björgin handa mönnum og skepnum, þegar leið fram á vetur, auk kets og mjólkur, sem þó var oft af skornum skammti, því að tún voru illa ræktuð og kýr fáar og mjólkur- lágar, og féð sömuleiðis fátt og illa fóðr- að og rýrt til frálags. Mellendinu var skift í skákar eða teigi, sem sameigendur skáru upp á víxl, eftir samkomulagi; með líkum hætti var og engjunum skift. Samvinnan um meltekj- una og alla meðferð á korninu gerði verk- ið létt og framkvæmanlegt. Nú er öldin önnur, fólkið orðið færra, kaupstaður kom- inn í Vík og þar má fá alla kornvöru; mel- tekjan er því að detta úr sögunni til mann- eldis; til gripafóðurs er hann sleginn enn og þresktur, en þá þarf ekki meira að gjöra, hestarnir eru ánægðir með óhreins- að kornið. — Hvergi er meltekjan jafnari og meiri en í Meðallandi. Bændur, sem engar melekrur höfðu, fengu melskákar, að láni hjá melbændum og unnu að þeim að öllu leyti sjálfir. Með þeim hætti komst kornið inn á hvert heimili. ií , ? B &• . MELHÁLMURINN (STANGIRNAR). Þær eru hafðar í sófla og í fláttur, eins og áður er getið; en flátturnar sviðn- uðu yfir eldinum og urðu stökkar og varð þá jafnan að hafa aðrar nýjar við hend- ina. Þær voru og hafðar í bendi, en þurrk- aðar stangir voru stökkari og spruttu þá 93

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.