Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 6
oft utan af kerfunum eða pörtunum. —
IJr því bættú grængálurnar. Stangakerfin
eða partarnir eru líka hafðar sem tróð á
hús undir torfþak; eru þá partarnir lagð-
ir hver við hliðina á öðrum niður við vegg
eftir endilangri húshliðinni; þá er næsta
röð fyrir ofan látin skara niður á hina og
svo koll af kolli og séð um að þetta hálm-
þak verði alls staðar jafnþykkt. Utan yfir
það er svo súðtyrft; tvöfalt torfþak haft á
baðstofum, en einfalt á útihúsum og fjár-
húsum, fjósum og hesthúsum. Þetta þak
er hlýtt mjög og lekur aldrei og kemur það
sér vel, því stormrigningarsamt er í
Skaftafellssýslu.
RÆTURNAR (MELJURNAR, BUSKA, FUSKA).
Þegar stormar ganga, þá blása meltórn-
ar upp og skín þá í berar rætur. Þeim er
þá kippt upp og hafðar í meldýnur eða
reiðingsdýnur o. fl. Þegar stormurinn er
búinn að tæta sandinn burtu og búa til
smágíga í melbörðin eða milli þeirra, þá
liggur sumtagið, eða hinir hárfínu rótar-
angar, þvert yfir gígina og loftar undir
það. Þá er gengið inn rofin, hendi brugðið
undir þræðina og þeim kippt upp. Þessi
melhampur er mjög seigur, svo að meira
kemur upp en það, sem er á lofti; verða
þræðirnir þá langir. Að þessu er verið,
þangað til kominn er heill baggi af hamp-
inum; er hann þá borinn heim, og þá er
táin sem ull tilsýndar.
Úr sumtaginu er spunninn þráður á
snældur, sem til þess eru gerðar; gera það
venjulega tveir, annar typpar en hinn
hleypir á snúðnum með snældunni og vefur
jafnóðum upp á hana; en einn getur líka
gert hvorttveggja. Oft var sagt við drengi,
sem voru að ólátast, að þeim væri nær að
fara út í hesthús og spinna sumtag, en að
eyða tímanum til ónýtis. Sumtagsþráður-
inn var hafður til margra hluta. Hann var
hafður til að binda saman fláttur, til að
stanga meldýnur og allar reiðingsgjarðir
voru brugðnar úr honum á sama hátt og
úr hrosshári; hnappheldur á hesta voru
fléttaðar úr honum og legutögl á reipi og
þótti vel duga.
Þegar á allt er litið, er arðurinn af meln-
um margvíslegur og allur til hagnaðar
nema meljutekjan. Sannast á Skaftfelling-
um bókstaflega orðskviðurinn forni: Neyð-
in kennir naktri konu að spinna og hung-
ur kennir höndum vinnu. Engir geta verið
iðnaði, þolnari og nægjusamari en þeir, og
svo fer um alla sem verða eins og að brjóta
klakann úr brjóstum fóstru sinnar sér til
viðurværis. Frá Skaftfellingum eru líka
komnir ýmsir þrautseigustu bjargvættir
þessarar þjóðar á neyðarárum, t. d. Jón
konferensaráð Eiríksson, fæddur í Skál á
Síðu, sama bænum sem fórst undir eld-
flóðinu 1783.
Þetta er aðeins einn þáttur í því,
hvernig landsmenn nýttu gæði landsins,
meðan þeir urðu að búa meira að sínu en
nú er. B. J.
< Paris hefur nú fengið fyrsta
kvenrakarann. Og auðvitað eru
karlmennirnir ánægðir með að
láta mjúkar og yndislegar
kvenhendur sápubera sig og
skafa burt skeggbroddana.
Þessir tveir menn hittust í op-
inberu hádegisverðarboði í
Paris. Maðurinn t. v. er franski
hnefaleikarinn Georges Car-
pentier, sem fyrir 40 árrnn var
heimsmeistari í þungavigt. Nú
er hann 68 ára. Sá skeggprúði
er persneski kaupmaðurinn
Nuber Gulbenkien, einn auð-
ugasti maður heims. >
94
HEIMILISBLAÐX®