Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 7
Hvernig ég létt- ist og tókst að standa í stað Eftir Robert Goldman. í’Egar ég var 18 ára gamall, vóg ég 85 kíló, og það var að sjálfsögðu alltof mikil byngd miðað við 180 centimetra hæð mína. 1957, þegar ég var 32 ára, vóg ég 93 kíló, °g ef ég hefði haldið áfram að þyngjast tneð svipuðum hraða, væri ég nú orðinn 96. En árið 1957 tók ég til minna ráða — °g losnaði smám saman við 18 kíló. En það sem merkilegast er — og sérhver mun kannast við, sem reynt hefur megrunar- kúr, að er erfiðast af öllu saman: ég hef ekki þyngzt um þessi 18 kíló aftur. Ég hef ekki notazt við pillur, ekki heldur neina gervifæðu aðra. Á meðan ég var að léttast forðaðist ég ekki neinar sérstakar fæðuteg- tmdir, heldur át og drakk nokkurn veginn Það sem mér þótti bezt — kjöt, smjör, kar- töflur, sæta eftirrétti, jafnvel öl og viský. Svo var starfi mínu fyrir að þakka, en ek vinn að ritstörfum sem fjalla um al- menna vísindaþekkingu, hafði ég talsverða nugmyn(j um ýmsar nýjustu niðurstöður Vlsmdanna varðandi fæðutegundir og gat stuðzt við þær um leið og ég hóf aðför milla að kroppsþyngd minni. Samt þurfti mer að bregða illilega í brún, einu sinni eða tvisvar til þess ég hæfist handa, og nu er mér ljóst, að sá einstaklingur, sem V1J1 léttast og halda áfram á því þyngdar- s sem hann kemur niður á, verður að vera undir slíkum andlegum þrýstingi, að ann sé fús til að umbreyta siðvenjum Slnum gjörsamlega og þá einkum hvað Snertir matarvenjur. Hvað mig snertir, var það óttinn, sem mér mest. Faðir minn fékk hjarta- HEIMILISBLAÐIÐ Hjálpaði slag og dó úr því að lokum. Þegar hjarta móður minnar tók einnig að sýna merki vanheilsu, skildist mér, að allt benti til þess að ég væri undir sömu sök seldur. Þessu næst bar til, að vinur minn einn — maður um fertugt — fékk blóðstíflu við hjartað. Hann var 13 V2 kílói of þung- ur. Þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið, ræddum við um börn okkar, og andartak fannst mér ég sjá fyrir mér mín eigin börn vaxa upp — föðurlaus. Mér var ljóst, að offita gerði dauðalíkurnar meiri en nor- mal-þyngd, og þegar ég gekk út af lóð sjúkrahússins sagði ég við sjálfan mig: „Nú verð ég að taka þetta alvarlegum tök- um. Ég verð að léttast." — Og þetta heit hef ég haldið. Ég held, að hver og einn — einnig sá feitasti allra — geti gert hið sama, og þegar ég nú skrifa þetta, þá geri ég það í von um, að reynsla mín geti hjálpað öðr- um til að losna við offituna á nokkurn veg- inn jafn þrautalausann hátt. Megináætlunin. Offita stafar langoftast af því, að maður borðar of mikið, og þess vegna verður að byrja á spurningunni: Hvers vegna borða menn of mikið? Ein meginorsökin er sú, að fólk borðar — til þess að hughreysta sig; þeir eru ófáir, sem grípa til matar, þegar þeim líður illa and- lega, hafa orðið fyrir vonbrigðum, finna fyrir minnimáttarkennd, þunglyndi eða móðgunum. Sjálfur var ég í uppnámi við umhverfi mitt og skorti andlegt jafnvægi, og þegar ég leysti ekki starf mitt vel af hendi eða hafði átt í erjum við konuna eða ritstjórann minn, þá var rausnarleg máltíð einatt plásturinn á sárið. Hinsveg- ar, þegar mér loks var orðið ljóst, af hverju ég át of mikið, átti ég auðveldara með að stilla mig um það. Leiðindi og skortur fullnægju í daglegu lífi getur einnig komið fólki til að borða yfir sig; þess vegna er nauðsynlegt um leið og maður fer í megrunarkúr, að reyna að koma á meiri tilbreytni í daglegum sið- venjum sínum. Geti maður skipt algjörlega um starf, er það oftast áhrifaríkast, en annars getur sérhvert nýtt áhugamál — nýtt tómstunda- verk, ný íþróttagrein eða bara smávegis 95

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.