Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 10
Ljós í myrkri
Eftir Jefferson Farjeon.
Richard Hogarth hafði villzt í þokunni.
Hún beltaði sig þétt yfir heiðinni milli
Dartmouth og Plymouth, og hann varð
að mjaka bílkrílinu sinu fet fyrir fet gegn-
um þetta gráhvíta völundarhús. Að lokum
gafst hann upp. Hann steig út ur vagnin-
um, en lét framljósin loga, svo hann gæti
fundið hann aftur, en lagði svo af stað
fótgangandi, í von um að geta áttað sig
betur, hvar hann væri staddur.
Skyndilega rakst hann á garðshlið. Hann
opnaði það og reikaði inn á hellulagðan
gangstíg, og þar rakst hann aftur á aðra
hindrun, sem honum fannst vera húsdyr.
Hann barði að dyrum. Svo til samstundis
var svarað innan frá. Það var rödd ungrar
stúlku: „Hver er þar?“
„Bílstjóri. Ég villtist."
Það varð löng þögn, en loks var dyrun-
um þokað frá stöfum, hægt og varlega, og
í ljós kom ung stúlka, en sást varla fyrir
þokumekkinum umhverfis.
„Getið þér sagt mér, hvar ég er stadd-
ur?“ spurði Richard.
„Sex kílómetra leið frá Ludleigh,“ svar-
aði stúlkan.
Þetta svar sagði honum ekkert. „Er ég
á réttri leið til Plymouth?“ spurði hann.
Plymouth? Þangað komizt þér ekki fyrr
en þokunni léttir.“
Röddin var mjög fögur og fylling í
áferðarfegurra útlit og „léttleika“, heldur
verður öll líðan manns miklu nær því, sem
eðlilegt er heilbrigðum manni. Maður hef-
ur á tilfinningunni, að maður hafi sigrazt
á einhverju, sem ógnað hafi andlegri og
líkamlegri heilsu manns. Maður nýtur
þeirrar sönnu gleði að hafa gert sitt bezta
til að lengja líf sitt.
98
hreimnum. Skyndilega vaknaði nýr áhugi
innra með Richard. Kannski var það rödd-
in, sem átti alla sök, en ef til vill líka það,
að hann sá stúlkuna svo ógreinilega.
„Ekki vænti ég, að ég megi hinkra hér
við, þangað til léttir til?“ spurði hann.
„Bíllinn minn stendur hér skammt frá.“
Hún hugsaði sig um, andartak. „Það
verður nú víst langt þangað til léttir til.“
„Það var gaman að heyra,“ svaraði hann
og hló við, glaðlega, og hann þóttist viss
um, að hún brosti líka. „Hvað haldið þér
annars það verði langt þangað til?“
„Það getur orðið svona í alla nótt. Og —
pabbi er ekki heima.“
„Æ — jæja, það var einmitt," tautaði
hann og hrukkaði ennið. Hann skildi hvað
hún var að fara. En svo hló hann aftur
lágt og spurði: „Á ég þá að sitja hér á
húströppunum, þangað til hann kemur?“
„Það er alls ekki víst, að hann komi
neitt í nótt, ef þokunni léttir ekki,“ svar-
aði stúlkan. „Hann fór til Totnes í morg-
un. “
„Einmitt... Jæja, úr því að þannig er,
þá . ..“
En skyndilega opnuðust dyrnar lítið eitt
betur. „Komið annars inn fyrir,“ sagði
stúlkan. „Þér getið ekki staðið svona úti í
þokusúldinni. Þér megið gjarnan fá yðui'
sæti inni í stofu. Svo getur líka hugsazt,
að birti til.“
Hann hugsaði sig um, andartak, en gekk
svo inn í myrkur hússins. Hann slysaðist
til að snerta öxl stúlkunnar. En svo til í
sömu andrá komst hann að raun um, að
hann stóð aleinn í myrkrinu þar sem hann
var kominn.
Þetta var auðsjáanlega mjög lítið hús.
Það var engin forstofa eða gangur. Dyrnat
voru beint inn í dagstofuna. Á meðan hann
var að hugsa um, hvað til bragðs skyldi
taka, heyrði hann rödd stúlkunnar álengd-
ar, eins og úr öðru herbergi: „Gjörið svo
vel og fáið yður sæti.“
„Þakk fyrir,“ svaraði hann.
Hann þreifaði sig áfram, unz hann fann
þægilegan stól. í stofunni var næstum al-
dimmt; það var engu líkara en hvítt lak
héngi fyrir glugganum, en degi var auk
þess mjög tekið að halla. Hann velti því
HEIMILISBLAÐI®