Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 14

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 14
Yðuir er Tboðíð Smásaga eftir Georg Bæk. Að baki eikar-skenkiborðsins stóð Walter Bergmann og virti fyrir sér heiminn, tor- trygginn og veraldarvanur. Hann var yfirbarþjónn við stórt hótel, um það bil þrítugur. í dökku hári hans vottaði fyrir ótímabærum gráum þráðum, og í bláum augunum var sá glampi, að svo virtist sem hann liti langt, langt mót fjarlægri sjóndeildarhringjum. Hann var alvörugefinn og fámáll. Hann var vel þokkaður af mönnum, og eitthvað var það við hann sem hafði sterk áhrif á konur. Samt hafði enginn kven- maður ennþá gengið svo út úr veitinga- salnum, að hún hefði á tilfinningunni, að hann hefði tekið neitt sérlega eftir henni. Föstudagskvöld eitt stóð hann á sínum stað við barinn, þegar Vera Andersen kom innan úr kaffistofunni og gekk fremur hratt. Hún setti bollabakkann á barborð- ið og beið róleg á meðan Walter Berg- man lauk við að fægja glas. „Var það eitthvað sérstakt, ungfrú And- ersen?“ spurði Bergman. „Nei, ekkert, herra Bergman. Það er að segja — ég hafði alls ekki hugsað mér að gera pöntun.“ Hún var alltaf dálítið utan við sig, þegar hún talaði við þennan mann. „En mig langar til að spyrja yður að svolitlu." Hún dró fram bréfmiða, sem hún lagði á borðplötuna. „Þér gætuð víst ekki sagt mér, hvort þessi miði gildir? Ég meina: hvort allt er í lagi með hann?“ Bergman virti snepilinn fyrir sér af gætni eins og bankagjaldkeri, sem gaum- gæfir þúsundkrónuseðil. „Beztu sæti, fimmta röð, númer þrjú, til hægri,“ las hann upphátt. „Er þetta eitthvert svindl?“ spurði stúlk- an milli vonar og ótta. „Nei, hann er í lagi. Þetta er á mjög góðum stað í húsinu. Og gildir annað kvöld. Hvaðan hafið þér fengið þetta?“ „Ég var í þann mund að fá hann, — frá manni.“ „Manni, sem þér hafið þekkt lengi?“ Vera hristi höfuðið. „Hvar hafið þér kynnzt honum, ef ég má spyrja?“ „Hér í hótelinu. Hann kom inn í kaffi- stofuna og fékk sér að borða.“ Hún rétti fram höndina eftir miðanum, en barþjónninn lét hana ekki fá hann. „Hvað heitir þessi maður?“ „í sannleika sagt, herra Bergman, þá veit ég það ekki.“ Bergman setti í brúnir og virti miðann fyrir sér hugsi. „Það er enginn venjulegur maður, sem fer inn á kaffistofu til að fá sér máltíð, — nema hann sé á hvínandi kúpunni. Og sé hann á kúpunni, þá skenk- ir hann ekki þjónustustúlkunni jafn dýr- an leikhúsmiða. Þessi miði kostar sjötíu og fimm krónur." „Er það satt!“ hrópaði Vera. „Það er sannarlega elskulegt af honum að gefa mér svona dýran miða. Hann lítur líka fjarska vel út, og kemur vel fyrir.“ Barþjónninn leit á stúlkuna fullur skiln- ings. Vesalings stúlkan þarfnaðist þess auðsjáanlega að geta farið eitthvað út og skemmt sér. Hún hafði ekki úr miklu að moða. Það var lítið þjórféð, sem hún fékk í kaffistofunni. „Ungfrú Andersen,“ sagði hann. „Þér eruð góð og heiðvirð stúlka. Og þér þekkið þennan mann sama sem ekki neitt.“ „Nei, það geri ég ekki,“ svaraði hún. „Þess vegna finnst mér, að þér ættuð að afhenda honum miðann aftur. Afhendið hann á kurteisislegan og elskulegan hátt. Segið honum, að það sé nú þegar búið að bjóða yður í leikhúsið á morgun.“ „Já, en herra Bergman, þér er ekki...“ „Yður er boðið ... af mér,“ svaraði bar- þjónninn. „Þér eigið frí annað kvöld, er ekki svo? Við borðum samán fyrst og för- um svo í leikhús á eftir.“ „Já, — ég þakka yður fyrir. Alveg einS og þér viljið, herra Bergman." 102 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.