Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 17
Allt í ólagi
Eftir Jo de Graaf.
1.
Það er ekkert sérlega skemmtilegt að
&anga um með höndina úr liði, hugsaði
Eerit. Samt var ekki hægt að neita því, að
það hafði líka sína kosti. Henni gafst meira
fóm til að hitta Svein, án þess að svíkjast
urn á skrifstofunni. Og hún gat dundað
yið ytra útlit sitt, þannig að hún leit í raun-
inni stórglæsilega út.
Hún var einmitt að greiða sér áður en
hún ætlaði að fara út að borða miðdegis-
Verð með Sveini, þegar síminn hringdi.
■^ón gjóaði augunum sem allra snöggvast á
sPegilmynd sína, áður en hún gekk inn
fyrir til að svara honum. Það var alls ekki
þ^egt að segja, að hún liti illa út. Hver
niyndi til dæmis trúa því, að hún þvæi og
leggði hár sitt að jafnaði sjálf? Það var
engu líkara en lærðasti sérfræðingur hefði
farið um það höndum. Og Sveinn var gef-
jnn fyrir það, að fólk kostaði miklu til og
leyfði sér að staðaldri sannkallaðan mun-
aÓ> einkum þó kvenfólkið. En hún ætlaði
sér ekki að láta hann komast að því —
nokkurn tíma — hversu litlum peningum
hún eyddi til viðhalds útliti sínu.
Eitt sinn hafði hann sagt við hana:
>>Mikið gleður það mig, að þú skulir eiga
heima í góðri og dýrri íbúð, í stað þess að
Uu eins og fátækur listamaður." — Það
^'ar í það skipti sem hún fór með hann
eim til Helenar. Helenu og honum hafði
Mdrei geðjazt neitt sérlega vel hvort að
oðru.
Aftur hringdi síminn. Þetta var Helen.
.,Ó, Berit,“ sagði hún. „Ég var rétt í
Pessu að fá skeyti að heiman um það, að
nóðir minn sé veikur. Ég neyðist til að
keim r skyndi. Mamma getur
á heilli sér tekið, vegna þess arna.
Aeimilisblaðið
Þú veizt, hvernig hún hefur verið síðan
hann pabbi dó. Það er þó lán í óláni, að þú
fórst úr liði, svo þú þarft ekki að hugsa
um skrifstofuna! John er líka veikur, er
með hita og liggur. Geturðu nú ekki skropp-
ið hingað og annazt hann á meðan ég verð
í burtu?“
„Nei,“ svaraði Berit og varð hugsað til
miðdegisverðarins sem hún ætlaði að borða
með Sveini.
„Hva — hvað segirðu?" hváði Helen öld-
ungis hissa. „Hví í ósköpunum ... því get-
urðu það ekki?“
Og þá gerðist það, að Berit varð uppi-
skroppa með skýringu. Helen hafði alltaf
verið ósköp almennileg og hjálpsöm í henn-
ar garð. Það var beinlínis ekki hægt að
bregðast henni fyrir það eitt, að til stóð að
snæða miðdegisverð með ungum herra.
Maður kemur ekki með slíkt sem afsökun.
„Jú, auðvitað kem ég,“ svaraði hún.
„Eftir klukkutíma eða svo.“
Og þannig varð það. Nú neyddist hún til
að hringja til Sveins og segja honum
hvernig ástatt var. Hjá því varð ekki kom-
izt.
„Hvað á nú svona lagað að þýða?“ spurði
Sveinn, þegar hún náði sambandi við hann.
„Að öllu eðlilegu ættirðu að vera á leiðinni
til mín.“
„Mér þykir fyrir því, Sveinn, en ég get
bara ekki komið."
„Já, en þú varst búin að lofa að borða
með mér miðdag.“
„Ég get það ekki, Sveinn,“ sagði hún
döpur í bragði. „Ég neyðist til að skreppa
heim til Helendar. Bróðir hennar er veik-
ur, svo hún þarf að fara heim. Og maður-
inn hennar liggur og er með hita, svo ég
lofaði henni því að ...“
„Þú getur nú borðað með mér fyrst,“
sagði þá Sveinn. „Einni klukkustundinni
fyrr eða síðar skiptir ekki máli fyrir þau.“
Rödd hans var ekki laus við óþolinmæði.
„Nei, ég get það ekki, Sveinn minn.
Helen þarfnast mín strax á stundinni. Mér
þykir þetta fjarska leitt, en þú hlýtur að
geta fengið einhvern annan.“
Hann hló stutt og hvellt. „Þakka þér
fyrir gullhamrana. Sæl.“
;Berit lagði tólið á og sat kyrr og starði
105