Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Page 23

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Page 23
< Drengurinn er aíSeins 10 mánaða, en vegur samt sem áður 18 kg, sem mun telj- ast góð ]iyngd hjá tveggja ára barni. Hann borðar líka helmingi meira en jafn- aldrarhans gera að jafnaði. Þessi 4 ára ítalski dreng- ur, Sorris Laddi, lék son Júlíusar Cæsars i kvik- myndinni „Cleopatra“, sem verið er að kvikmynda i Rómaborg. Bílinn, sem hann er með fékk hann að gjöf frá aðalleikkon- unni, Elizabet Taylor. > < í mörg ár hefur ríkt al- gjör þögn um ungverska kardínálann Mindszenty, sem leitaði skjóls i banda- ríska sendiráðinu i Búda- pest, þegar uppreisn Ung- verja stóð sem hæst. Nú er nafn hans aftur komið i fréttirnar. Ungverska rík- isstjórnin hefur nefnilega tjáð sig fúsa til að hefja viðræðurum framtíð kardí- nálans, þar sem hún vill bæta sambúð Ungverja- lands og Bandaríkjanna. Móðir náttúra hefur verið i sínu bczta skapi, þegar hún bjó til þessa furðulegu kar- töflu, og er engu likara en Walt Disney hafi vcrið með í spilinu. Hún var tekin upp við ])orpið Wörth i Elsass. < í Frakklandi stendur „matarmenning" hæst, svo það er ekki lítill heiður þar að hljóta titilinn „landsins bezti bryti“. Þessi ungi maður, sem hér handleikur kastarholur sínar, er nýbú- iim að vinna þennan titil i bryta-samkeppni í París. Jafnvel þótt þessi stúlka sé komin í einkennisbúning og sé orðin sporvagnsstjóri í Duisburg í Þýzkalandi, þarf liún ekki að hætta að nota þau hjálparmeðul, er allflestar konur nota til að líta betur út. > hEimilisblaðið 111

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.