Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 28
„Ég hlýði fyrirmælum yfirmanna minna.“ „Vilja þeir ráða mig af dögum? Gerðu það þá hér fyrir augunum á konu minni og barni, en ég sel líf mitt dýrt.“ Rinaldo þreif byssu af veggnum, og óvin- ur hans bjóst við dauða sínum. En þá heyrðust fótatök fyrir utan, og hermenn komu inn í herbergið. Höfuðsmaðurinn stökk á fætur. Liðs- foringi mælti: „Þarna ertu, svikarinn!" Höfuðsmaðurinn svaraði: „Þér voruð sendur til að bjarga mér úr höndum þessa manns, sem ætlaði að ráða mig af dögum til þess að komast hjá því að lenda í höndum réttvísinnar.“ „Hvað á þetta að þýða?“ spurði liðsfor- inginn. Höfuðsmaðurinn hélt áfram: „Hvað sem um mig verður, þá verð- skulda ég þó laun stjórnarinnar fyrir að benda ykkur á sjálfan Rinaldini." „Hvað þá?“ spurði liðsforinginn ótta sleginn. „Ætlar þú að bjarga þér með þessu óþokkabragði, þrjóturinn þinn?“ hrópaði Rinaldo. „Þetta er maðurinn minn. Héraðsstjór- inn hlýtur að þekkja mig, Martagno greifa- frú, og manninn minn ...“ „Frú,“ tók liðsforinginn fram í fyrir henni. „Við þekkjum þennan svikara, og hann hlýtur verðskuldaða refsingu ásamt öllum óaldarflokknum, sem hann tilheyr- ir. En það er skylda mín að biðja eigin- mann yðar að koma með mér til héraðs- stjórans." „Þú skalt fara,“ sagði Dianóra. Höfuðsmaðurinn ætlaði að bera hönd fyrir höfuð sér, en liðsforinginn lét fjötra hann og sagði: „Þú getur sagt það í rétt- inum, sem þú vilt segja.“ Rinaldo var leiddur fyrir héraðsstjór- ann, en hann var enginn annar en della Roccella, prins. Rinaldo ávarpaði hann með undrunarhreim í röddinni. „Þú bakar mér mikil vandkvæði," mælti prinsinn. „Ég bið einskis fyrir mig, heldur ein- ungis fyrir konu og barn.“ „í höfninni er herskip reiðubúið til brott- 116 farar. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af ferðakostnaðinum, því að vinur þinn, öld- ungurinn frá Fronteja, hefur skilið fé eftir í mínum vörzlum. Góða ferð!“ „En Dianóra?“ „Hún getur ekki farið með þér, því að bundinn er sá, sem barnsins gætir.“ „Æ, hvað ég er ógæfusamur. Veslings Dianóra og barnið mitt.“ „Ég skal sjá um það. Hvaða uppeldi get- ur þú veitt barni þínu ? Þú getur ekki látið son sinn bera nafn þitt og vera kallaður sonur ræningjans. Ég skal gera hann að syni mínum.“ „Og verður Dianóra áfram hér?“ „Um það vitum við enn ekkert.“ „Má ég sjá hana aftur?“ „Þú skalt ekki valda henni þjáningu kveðjustundarinnar. Viltu auka á þján- ingu hennar?“ Nú komu skilaboð frá skipstjóranum þess efnis, að hann væri að leggja af stað, og þeir, sem ætluðu að vera með, yrðu að koma sem skjótast um borð. Rinaldo flýtti sér til skips og það lét úr höfn. Skipið kom við í Melazzo, og þar fór Rinaldo í land. Hann var með ýmsar ráða- gerðir á prjónunum, sótti kirkju, söng og lék undir á gítar. En hugurinn var þó allt- af hjá Dianóru. Munkur einn úr reglu Fransiskana barði að dyrum hjá honum og bað um framlag til velgjörðastarfsemi reglunnar. Þegar þeir fóru að tala saman, komst hann að því, að munkurinn kannaðist við Violöntu de Noli. Hún styrkti starf reglunnar, og einmitt nú var hún stödd í Melazzo og beið eftir skipi til Lípari. Rinaldo bað munk- inn að vísa sér á dvalarstað hennar, og hann var fús til þess. Violanta gerði krossmark fyrir sér, þeg- ar hún sá Rinaldo koma inn í herbergið. „Hér sjáumst við þá aftur,“ sagði Rin- aldo. „Eruð þér lifandi?“ Hann sagði henni allt af létta. „Hvað ætlið þér nú að gera?“ „Ég er ákveðinn í því að leita minna fólgnu fjársjóða og fara til Spánar eða einhevrrar fjarlægrar eyjar, þar sem við getum öll lifað í friði.“ HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.