Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 30
fór frá Melazzo,“ sagði Rinaldo. „Ég trúi því statt og stöðugt, að hann sé dauður. Sumir þykjast hafa orðið varir við fram- liðinn anda hans, og sálumessu hef bæði ég og aðrir lesið fyrir hann.“ „Á þrjóturinn slíkt skilið ?“ spurði veit- ingakonan. „Erum vér ekki allir syndarar? Guð dæmir!“ sagði Rinaldo. Nú komu fleiri riddarar aðvífandi með þá fregn, að ræningjar hefðu kveikt í þorp- inu Noretto. „Bófinn Rinaldini er þar í fararbroddi. Sagt er, að hann sé flúinn til fjalla og fari um rænandi og ruplandi." „Hann kemst ekki undan réttlátri refs- ingu,“ sagði veitingakonan. „Er búið að athuga skilríki gestanna?“ spurði foringi riddaranna. „Já,“ svaraði einn riddaranna. „Þá af stað. Við skulum rannsaka um- hverfið vandlega.“ Rinaldo stóð fyrir utan veitingahúsið, þegar einn landamæravarðanna kom til hans, fékk honum gullpening og bað hann lesa sálumessu fyrir Rinaldini. „Hvað heitir þú?“ „Morletto.“ „Hvert er starf þitt?“ „Morletto þagði.“ „Ertu í ræningjaflokki ?“ „Faðir . ..“ „Eru Eintio og Luigino foringjar ykk- ar?“ „Ég veit ekki, hvort þér . . .“ „Vertu alveg óhræddur." „Jæja þá, Eintio er foringinn.“ „Ágætt! Taktu gullpeninginn. Sálumess- una les ég ókeypis. Láttu foringja þinn fá þennan hring. Hann þekkir eiganda hans. Guð sé með þér, hrausti landamæravörð- ur.“ Rinaldo gekk órólegur fram og aftur. Loks var hann kominn að lítilli kapellu, sem stóð inni á milli trjánna. Fyrir neðan altari hennar lá kona á bæn. Þegar hún gekk út að lokinni bæninni, hrökk Rinaldo við, því að hann þekkti konuna. Rinaldo ávarpaði hana. „Ó, kæri faðir,“ sagði hún, „ég er ógæfu- söm og syndug kona.“ „Ef ég mætti spyrja yður, þá langaði mig að vita, hver þér eruð.“ „Ég er Sentini, greifafrú." „Hér var þá komin sú, sem var brúðui' föður Amaro í Melazzo, Lára Denongo, sem snúið hafði bakinu við Amaro til að giftast Lentini, greifa. Þau tóku nú tal saman og loks bauð greifafrúin prestinum, sem hún hélt vera, heim með sér. „Maðurinn minn er fjarverandi, þar sem hann stjórnar aðgerðum hersins gegn ræningjaflokknum, sem valdið hafa ósegj- anlegu tjóni í héraðinu." Þau gengu þögul til hallarinnar. í höll- inni hittu þau systur Sentini greifa, Leo- nóru, sem var bæði fögur og heillandi stúlka. Rinaldo gazt mæta vel að henni. Rétt í þessu barst bréf til hallarinnai' frá greifanum. Hann sagði frá því, að búð- ir ræningjanna væru nú umkringdar og úrslitaorustan skammt undan. „Svo er sagt, að foringi ræningjanna sé einn af mönnum Rinaldinis,“ sagði Rin- aldo. „Hitt er svo annað mál, hvort hann ei’ jafngöfuglyndur og Rinaldini var?“ mælti Lára. Rinaldo brosti og spurði: „Þekktuð þið hann?“ Hún sagði honum söguna um árásina á höll föður hennar og hetjuverki Rinaldos án þess að vita, við hvern hún talaði. Að lokum runnu tárin niður kinnar hennar. „Ég hef svikið góðan mann og kannski rekið hann út í ógæfu eða í dauðann." Rinaldo greip hönd hennar og sagði: „Hann er á lífi og elskar yður enn.“ „Elskar hann mig enn? Þekkið þéí hann?“ „Ég þekki bæði hann og sögu yðar- Hana heyrði ég af vörum hans sjálfs.“ „Hvar er hann?“ „í Melazzo." „Hvernig líður honum?“ „Hann getur aldrei gleymt yður. Hanb er í reglu heilags Fransiskusar. Nú kall' ast hann Amaro.“ Leonóra kom inn og sagði: „Ég hef beð- ið bróður minn að koma með ræningja- foringjann. Eintio hingað í böndum. Helz^ 118 HEIMILISBLAt)*5

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.