Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 31
hef ég þó viljað sjá sjálfan Rinaldini krjúpa að fótum mínum.“ ,,Þér eruð harðbrjósta," sagði Rinaldo. Nú varð ekki meira um viðræður að smni, því að samferðakona Rinaldos upp | fjöllin, Annetta barði að dyrum hallar- innar og bað um skjól. „Hvað er á seiði?“ spurði Leonóra. „Æ, svaraði Annetta, „ræningjar hafa ráðizt á veitingahúsið. Þeir eru að leita að yður, faðir.“ „Að mér,“ sagði Rinaldo ótta sleginn. „Hvað vilja þeir mér?“ „Ég veit það ekki. „Hvar er Fransisk- anamunkurinn, sem á þennan hring?“ hnópuðu þeir. Svo sýndu þeir hringinn og lýstu yður nákvæmlega.“ „Hvaða hringur er þetta?“ spurði Lára. „Ég veit það ekki. Raunar sakna ég nnngs, sem var mér mjög mikils virði, en hvers vegna vilja ræningjarnir ...“ „Þeir leituðu að yður um allt húsið og ég Éýði. . .“ sagði Annetta. „Einkennilegt er þetta,“ tók Lára fram 1 fyrir henni. Leonóra sagði: „Þeir leita yðar áreiðan- eSa líka hér. Getur þessi hringur orðið yður til gagns eða tjóns?“ „Til tjóns,“ sagði Rinaldo áhyggjufull- ur. „Flýið þá!“ „Ég að flýja! Hvað þarf Fransiskana- niunkur að óttast? Kufl minn er heilagur. æningjarnir munu ekki sýna hér neinn yfrrgang." „Blekkið okkur ekki með tálvonum, . æi’i faðir. Ég hef sjálf orðið fyrir barð- U!u á ræningjum, þegar þeir réðust á höll °ður niíns. Ég veit, hvernig okkur öllum 'ai’ innanbrjósts þá.“ ”Ég líka------,“ sagði Rinaldo. „Þér? — Kæri faðir--------. Dyljið mig ekki hins sanna ...“ „Hvað er hér á seiði?“ hrópaði Leonóra. „Verið kyrrar hér,“ sagði Rinaldo. Ég 8'et verndað ykkur.“ .lónn kom inn í herbergið með asa mikl- jn °g sagði flokk mikinn nálgast höllina 8 brenna allt, sem á vegi þeirra yrði. >>Guðs heilaga móðir,“ sagði Annetta og hne niður. Viðvörunarklukkunum var hringt í Sesinetta,“ sagði þjónninn náfölur af ótta. „Látið þær hljóma. — Upp með vindu- brúna. — Við skulum bíða þessara manna, hverjir sem þeir eru,“ sagði Rinaldo. Hann hélt áfram að ganga um gólf og mælti: „Þið treystið mínum orðum ekki. Það er víst vegna munkakuflsins. En ég skal losa mig við hann og sýna ykkur ...“ Riddarasveinn þeysti í hlað. Lára hróp- aði: „Giorgio! — Sveinn mannsins míns.“ Er hann korninn?" spurði Leonóra með ákefð og reif upp dyrnar. „Giorgio! Hvar er húsbóndi þinn?“ Giorgio flýtti sér upp hallartröppurnar og inn í herbergið til þeirra. „Náðuga greifafrú,“ stundi hann upp, „ég get varla sagt það ...“ „f hamingju bænum! Hvað er á seiði?“ „Herra greifinn er fallinn í hendur ræn- ingjanna,“ sagði hann. „Hér eru nokkrar línur frá honum. Foringi ræningjanna leyfði mér að afhenda ykkur þetta bréf.“ „Kæra Lára. Ég er nú fangi. Giorgio segir þér, hvern- ig þetta allt hefur að höndum borið. For- inginn, Eintio, leyfði mér að skrifa þér þessar línur. Hann hefur á engan hátt misnotað sér í hag þær kringumstæður, sem urðu þess valdandi, að ég féll í hend- ur hans. Sendu mér strax þrjú þúsund dali. Því fyrr sem þú sendir féð, þeim mun fyrr sérðu aftur eiginmann þinn. — Loisio Lentini.“ Lára spennti greipar, þegar hún hafði lokið lestrinum, og leit til himins. Leonóra lét Giorgio fara og kastaði sér niður á legubekk. Rinaldo gekk með enn meiri hraða fram og aftur um herbergið. Leonóra sagði: „Konungurinn verður að leggja fram lausnarfé bróður míns.“ „En áður en það verður .. .,“ skaut Lára inn í. Rinaldo sagði: „Þið eruð félausar. Ég hélt, að erfingi hins ríka Denongo baróns gæti ekki verið í vandræðum vegna þrjú þúsund dala.“ „Maðurinn minn er eyðslusamur." HeIMILISBLAÐIÐ 119

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.