Heimilisblaðið - 01.05.1962, Qupperneq 33
til að flytja Eintio kveðjur frá Rinaldo.
Uni kvöldið kom Lodovico aftur og fékk
Rinaldo böggul. Daginn eftir hafði hann
varpað burt munkakuflinum, en klæddist
að hætti hefðarmanna á Sikiley.
Leonóra stökk undrandi á fætur, þegar
hann kom í viðhafnarstofu hallarinnar í
bessum nýja klæðnaði. Lára leit niður fyr-
sig og roðnaði.
»>Hvað er á seiði, faðir, faðir? Hvílík
breyting!“
»,Munkakuflinn hafði breytt mér. Nú sjá-
ið þig mjg ejns 0g ^g er j raun 0g veru.
Leonóra óskaði þess í gær að sjá hinn
djarfa Rinaldini krjúpa að fótum sér. Nú
er ósk hennar uppfyllt. Hann krýpur hér
fyrir henni og kyssir mjúkar hendur henn-
ar.“
„Rinaldini! Hamingjan góða! Er sá, sem
Mlir héldu dáinn, hér á hnjánum frammi
tyrir mér. Rís upp. Ég er komin í þokka-
ieS vandræði," sagði Leonóra.
„Verið óhræddar og ekki vandræðaleg.
ræðum saman sem vinir — kannski í
^ðasta sinn. Ógæfan eltir mig hvarvetna.
^amt lifi ég enn — mér til mæðu og kval-
ar.“
Le
-Vesalings, ógæfusamur maður!“ sagði
°nóra og stundi.
„Lifið heilar.“
„Ætlið þér að yfirgefa okkur?“ spurði
Ueonóra.
,„Og hvað með manninn minn?“ spurði
Uara.
„Hann er frjáls. Þegar ég kem til Ein-
þv'S’«Ver^Ur k°num sleppt. Ég heiti ykkur
»Og þér farið aftur til ræningjanna?“
sPurði Leonóra.
Hg á éinskis annars úrkosta.“
„Hörmuleg örlög.“
. Lodovico kom ríðandi á harða stökki inn
L. a^ai’garðinn með lausan hest í taumi. —
maldo þrýsti hönd Leonóru og stundi
Ungan. Lára tók í vinstri hönd hans. Augu
ia voru tárvot. Hann sleit sig lausan í
skyndi 0g þaut út.
„Af stað,“ hrópaði hann til Lodovicos,
^ 6vr Þeystu báðir úr hlaði.
eir héldu í átt til skógar, þar sem þeir
Sðust leita uppi félaga sína, en þeir
heimili
höfðu ekki farið langt, er þeir rákust á
riddaraliðssveit. Rinaldo kastaði kveðju á
mennina og ætlaði að halda áfram, þegar
foringi sveitarinnar stöðvaði hann.
„Hvað er um að vera?“ spurði Rinaldo.
„Hér er margt á sveimi, sem ekki ætti
að vera hér. Sýnið skilríki ykkar.“
„Og ef við höfum engin?“
„Þá verðið þið að gera grein fyrir ykkur
í bækistöðvum okkar.“
„Og ef við viljum það ekki?“
„Jæja! — Hvað viljið þér þá?“
„Að ég fái að fara leiðar minnar ótrufl-
aður. Er Lentini greifi í næsta þorpi?“
„Hinn hrausti Lentini er fangi Eintios.
Hersveitunum stjórnar nú Tornano, her-
foringi.“
„Sagt er, að Rinaldini sé aftur á ferðinni.
Hér er eitt af þessum venjulegu vegabréf-
um, sem hann gefur út með áletruninni:
„Viaggio seguro Rinaldini“.“
Foringinn rak upp stór augu.
„Ég léti fyrr lífið en ég tæki við slíku
vegabréfi.“
„Ég er Rinaldini.“
„Já,“ hrópaði einn riddaranna, „þú ert
hinn mikli foringi minn. Ég hef fylgt þér
í Kalabríu — og ég skal enn fylgja þér.
Sá, sem hefur lotið stjórn slíks manns,
lætur ekki gamlan herforingja segja sér
fyrir verkum, þegar hann hefur fundið
aftur sinn fyrri leiðtoga.“
„Vertu velkominn, Ptolomeo,“ sagði Rin-
aldo. „Þú hefur veitt mér trygga fylgd í
bardögunum við Lucito og Lunaro.“
Foringi riddaranna vissi ekki, hvað
hann átti til bragðs að taka. Hann þreif
til byssunnar, en Lodovico var fljótari til,
og foringinn féll særður til jarðar.
Ptolomeo sagði þeim, að Eintio yrði nú
að mæta óvígum her, sem sækti fram gegn
honum.
Rinaldo sagði Ptolomeo, að hann yrði að
vera eins konar lífvörður þeirra, ef þeir
mættu annarri riddaraliðssveit, þar sem
hann væri í riddaraliðsbúningi. Þeir kom-
ust til skógar, og Lodovico fór með þá á
stað, þar sem matvælum hafði verið komið
til geymslu. Lodovico kvað auðséð á öllu, að
Eintio hefði hörfað til fjalla og gæti verið
hættulegt fyrir þá að veita honum eftirför
SBLAÐIÐ
121