Heimilisblaðið - 01.05.1962, Síða 36
inn sem lagði til — með duldu brosi á vör
— að þau skyldu ríða heim á bæ gamla
smalans og sjá, hvernig Kappa liði. Prest-
urinn hafði nefnilega heyrt, eins og fleiri,
að áhugamál Flóru litlu væri að stunda
sjúka.
Kappi var stór og fallegur hundur, en
hann þjáðist mikið og var langt leiddur.
Þegar hún strauk honum um loðinn háls-
inn, gerði hann tilraun til að sleikja hönd
hennar, því hann fann að hún var góð og
samúðarrík stúlka. Er hún hafði gælt við
hann um stund, vildi presturinn fá hana
til að halda áfram förinni, en Flóra litla
var hugfangnari af því sem hún hafði tek-
ið sér fyrir hendur en svo, að hún vildi
halda áfram strax. Nú hafði hún, loksins,
fengið lifandi sjúkling til að stunda; sjúkl-
ing, sem ekki var líflaus brúða.
Hún bað prestinn mjög kurteislega og
elskulega að ríða heim einn og segja að
hún kæmí svo fljótt sem hún gæti. Og þar
eð presturinn hafði engan tíma til að bíða
eftir henni, hét hann því að verða við ósk
hennar, kvaddi og fór.
Roskin kona smalans, sem var mjög hrif-
in af jafn virðulegum gestum, varð nú að
hita vatn á katli, og þrátt fyrir þjáninguna
kunni Kappi vel að meta meðhöndlun Flóru
litlu. Hún þvoði brotna fótinn eins vel og
hún gat og batt síðan um hann eins fast og
hún hafði krafta til, svo að brotið haggað-
ist ekki. Hendur hennar fóru svo varfærn-
islega um hinn veika lim dýrsins, að það
hefði mátt ætla að hún væri þaulvön að
binda um sár. Samt hafði hún aldrei haft
neitt annað til að æfa sig á en brúðurnar,
sínar eigin og systur sinnar, Parthe.
Svo heilluð var hún af verkefni sínu, að
henni fannst næstum ógerningur að slíta
sig frá því. En þegar piltur var sendur ríð-
andi heiman frá Lea Hurst, hlaut hún að
kveðja Kappa vin sinn.
Flóra var í sjöunda himni, er hún kom
heim og sagði frá því, sem fyrir hafði kom-
ið, og fullorðna fólkið gat ekki stillt sig um
að hlæja að öllum þessum barnaelga áhuga
á fullorðinna verki.
Að áliðnu kvöldi kom gamli smalinn
heim til sín. Hann gekk hægt, þungum
skrefum, dapur í bragði, — því að nú vissi
hann, að í kvöld varð hann að binda endi
á þjáningar Kappa gamla; honum fannst
óréttlátt að láta blessaða skepnuna kveljast
aðra nótt í viðbót. — En það var konan
hans, sem kom á móti honum, brosandi.
,,Ég held bara, að hundinum sé að batna.
Litla stúlkan kom og batt svo vel um fót
hans. Bíðum með það þessa nóttina að
sálga honum,“ sagði hún. Og þegar maður
hennar beygði sig niður og klóraði seppa
bak við eyrað, sá hann einnig, að Kappa
leið miklu skár en áður.
Næsta dag, fyrir hádegi, kom Flóra í
sjúkravitjun, og fögnuður hennar varð
meiri en orð fá lýst, er dýrið tók á móti
henni með því að dilla rófunni glaðlega.
Aldrei hefur nokkur hundur heldur verið
stundaður af annarri eins umhyggju og
Kappi, og hann launaði henni allt erfiðið
með því að verða albata og fylgja hús-
bónda sínum í smalaferðir um margra ára
skeiði eftir þetta.
Foreldrar Flóru fylgdust með líðan
hundsins, því að dóttirin sagði þeim allt
um það á degi hverjum, og þau vissu um
allan þann áhuga sem hún lét í ljós við að
hjúkra og græða sár. Hins vegar höfðu þau
engan grun um það, að þessi litla dóttir
þeirra ætti eftir að verða heimsfræg fyrir
að valda sannkallaðri byltingu um heim
allan í meðferð sjúkra.
Hún tók þátt í Krím-stríðinu árið 1854
sem hjúkrunarkona. Áhrif hennar og álit
hafði mjög mikla þýðingu, og eitt sinn voru
ráð hennar svo mikils metin, að hún fékk
að ráða því, hvaða maður var valinn sem
hermálaráðherra! Hún hlaut heiðursmerki
iivarvetna og var elskuð af öllum, sem til
hennar þekktu. Nafn hennar mun aldrei
gleymast.
Því að hið sanna nafn hennar var Flor-
ence Nightingale, og hún var oft nefnd
Konan með lampann. Sú saga, sem hér
hefur verið sögð, er sönn saga frá bernsku-
árum þessarar frægu hjúkrunarkonu.
124
HEIMILISBLAÐlP