Heimilisblaðið - 01.01.1963, Side 20
Agjarnasti mað-
urinn í bænum
— írönsk gamansaga —
sögð fyrir börn, eftir Axel Bræmer.
„Ali,“ sagði Kafur gamli frændi, „mér
hefur tekizt að fá heimboð til miðdagsverð-
ar hjá Hamid, ríka kaupmanninum, og
auðvitað tek ég þig með mér orðalaust.
Lofaðu mér því að troða í þig af fremsta
megni. Við fáum ekki ókeypis mat dag-
lega.“
Ali kinkaði kolli. Hann var fjórtán ára
og bjó hjá Kafur, sem var föðurbróðir
hans, í Teheran, höfuðborg írans, áður
Persíu. Kafur frændi var kunnur að því
að vera ágjarnasti maður og sníkjugestur
í bænum. Auk þess var hann mathákur
mikill, þ. e. a. s. þegar hann gat etið á
annarra kostnað, og lét ekki á sig fá, þótt
hann væri fyrirlitinn fyrir græðgina. Væri
spurt, hví hann færi með alla fimm fing-
ur í matarfatið, svaraði hann alveg ró-
lega, að það væri af því, að hann hefði
ekki sex!
Nú hélt hann áfram að fræða Ali um
það, hvernig hann ætti að hegða sér við
borðið.
„Mundu það að tala ekki yfir matnum,“
sagði hann, „því að hinir eta, meðan þú
ert að tala og aldrei er að vita, hvenær
fatið verður borið út.“
„Auðvitað,“ svaraði Ali.
„Og um fram allt,“ hélt ágirndarseggur-
inn áfram, „drekktu ekki vatn með matn-
um. Vatnið fyllir aðeins út í, svo minna
kemst í magann.“
Aftur kinkaði Ali kolli. Svo fóru þeir
saman til húss kaupmannsins og fengu sér
þar sæti við dúk hlaðinn krásum, sem
breiddur hafði verið á hið fagra, persneska
gólfteppi.
Þar var tilreitt hvers konar góðgæti:
lambakjöt í grænmetisjafningi, hænsn me^
steinselju, kjötkökur, ferskjur, vatnsmel'
ónur og margt annað. Kafur frændi réðst
á réttina eins og hýena á bráð, og Ali f01
að hans dæmi, enda var naumur kostui’i1111
heima hjá frænda hans.
En sem Ali hafði etið vel, sótti á ham1
þorsti. Gleymdi hann áminningu karlsinS)
tók bikar vatns og tæmdi. Eftir á varð
hann smeykur út af því að hafa broti°
bannið, en það var um seinann.
Máltíðinni lauk um síðir. Kafur og Aj1
kvöddu, en varla voru þeir komnir út ur
húsinu, fyrr en ágirndarseggurinn rak aU
rokna löðrung.
„Slæpingi," kvað hann „Þú drakkst vatfl
með matnum. Þú verður aldrei ríkur!“
• X
Ali drógst áfram hnugginn í bragð1 1
hlið frænda síns. Skömmu síðar komu Pe
að pytti og lá öskuhrúga hjá. PiltinU^
kom nokkuð í hug. Hann nam staðar
sagði:
„Dokaðu við, frændi, og sjáðu.“
Jós hann svo upp dálitlu vatni úr P-1 „j
inum og hellti í öskuna, en hún lmkk
auðvitað, er hún vöknaði.
„Þarna sérðu sjálfur," sagði -^li ^10^
ugur. „Askan lækkar, þegar hellt er á hu
vatni. Svo fer eflaust einnig, þegar dru
ið er. Maturinn dregst saman í maga11
og þannig rúmast meira í honum.“ g
í sama bili fékk hann annan 1°01 Qg
svo mikinn, að hann datt aftur á baK
kom niður á rassinn í blauta öskuna.
1»
20
HEIMILISBúA®