Heimilisblaðið - 01.01.1963, Blaðsíða 24
STÚLKA Á FLÓTTA
FRAMHALDSSAGA
„Það er nú ekki auðvelt að vita, hvað
dr. Paul hyggst fyrir. Haldið þér, að hann
hafi tilkynnt lögreglunni um flótta yðar?“
„Það er áreiðanlegt. Minnizt þess, að ég
er nú í raun og veru geðsjúklingur, og
hann mundi skapa sér erfiðar aðstæður,
ef hann þegði um flóttann. En mér kem-
ur ekki til hugar að hann minnist á yður
eða atburðinn á Evreux-veginum í morg-
un.“
„Mig langaði annars til að spyrja yður
um eitt. Hvenær verðið þér lögráða?“
Alice brosti.
„Það er óviðeigandi að spyrja stúlku um
aldur hennar, en ég verð tuttugu og fimm
ára 26. júní, sem sé eftir fimmtán daga.“
„Eruð þér viss um að það sé rétt? Þér
lítið út fyrir að vera yngri.“
„Þetta eru nú engir gullhamrar. Ég
kæri mig hreint ekkert um að líta út eins
og einhver venjuleg Babs.“
„Þá verð ég að hugga yður með því að
segja, að þér virðist vera meira en þrjátíu
ára og líkjast með tilliti til útbúnaðarins
á yður þessari frægu, erlendu ævintýra-
konu, harðlynd og kæn með tvö sjálfsmorð
á samvizkunni auk nokkurra skilnaða. En
þér voruð mjög ungleg útlits í morgun.“
„Þrátt fyrir það, að ég vakti alla nótt-
ina?“
„Já, ég gleymdi því. Þér verðið að afsaka
það. Þér hljótið að vera dauðþreytt.“
„Nei, eiginlega ekki ennþá. Ég hef haft
um of mikið að hugsa. En ég sofna undir-
eins og ég leggst út af. .. Heyrið mig!
Hafið þér byssu, ef við skyldum lenda í
vandræðum aftur?“
Henry Bering brá í brún. Sú hugsun
flaug gegnum höfuð hans, hvort stúlku-
kindin væri ekki eitthvað biluð, þegar allt
kom til alls. En hann vísaði þeirri til-
hugsun á bug.
„Jú, ég hef raunar slíkt vopn undir
höndum,“ sagði hann, „en ég hef ekki at-
hugað að fá leyfi hjá lögreglunni til að hafa
það hér.“
„Þér skuluð ekki taka það nærri yðui-
Ég efast mjög um, að Nick hafi slíkt byssu'
leyfi, en samt hikar hann ekki við að nota
vopnið, ef svo ber undir. Kunnið þér a
fara með skotvopn?“
„Ó, já, svona til heimilisnotkunar. Þetta
er gamaldags gripur, ósköp einfaldur a
gerð, Sjálfsagt gæti ég ekki hitt í
með honum, en það væri hægt að hrseð3
einhvern með honum.“
„Ég held þér ættuð þá að hafa han11
hérna til taks.“
„Eigið þér við, að ég hafi hann í vasafl'
um?“
„Já, af hverju ekki?“
„Ég mundi hafa það á tilfinningun111’
að ég væri glæpamaður.“
Alice varð alvarleg á svip.
„Þér eruð þegar orðinn það,“ sagði hu '
„Það getur alls ekki verið löglegt að hjálP
geðsjúklingi til að flýja!“
Henry Bering varð skrítinn á svip>
svo sagði hann ákveðinni röddu: „Þú h
ur á réttu að standa. Þá verð ég víst a
stinga hólknum í vasann.“ . g
Henry leitaði í hirslum sínum og ,
fann hann skotvopnið og hylki með sK
færum. j
„Svo er eitt enn,“ sagði Alice alvaÉe£g
bragði. „Þér verðið að vera svo
gera nákvæmt yfirlit um öll þau
sem ég baka yður. Ég skal greiða sku *
mínar, þegar ég get það. Og geti ég P
ekki, þá vitið þér að minnsta kostú ^
miklar kröfur þér eigið að gera á he11
mér, þegar þar að kemur!“ ^
„Það er ágætt,“ anzaði Henry broSa^j
„en ég geri það með því skilyrði, að e ^
sé farið út í smáatriði. Ég fer ékk1 ,
skrifa niður: Keypt 40 grömm af aP^t
sínumauki (á 25 fr. kg.). Þér getið
fyrir svoleiðis með uppþvotti á eft11’-
HEIMILISBLaí)I
24