Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Page 6

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Page 6
En ég vil, að Jerry sé látinn í friði. Ætlið þér að skrifa, eða ætlið þér ekki að gera það?“ spurði hún hvasst. Með skjálfandi höndum tók leikkonan til við að skrifa. Dóra las henni fyrir, hægt og sigurstrangleg — og áfram hélt hún á litlu brúnu flöskunni í hendi sér. Þegar bréfinu var af lokið, sagði hún: ,,Ef þér nokkru sinni leyfið yður að nefna þetta á nafn — ef þér ætlið að fara að blanda lögreglunni í málið, eða ef þér segið Jerry frá því sem nú hefur skeð, þá megið þér vera viss um, að ég fyrr eða síðar mun koma fram hefndum. Þegar þér standið á sviði, þegar þér gangið úti á götu — þá getið þér aldrei verið örugg. Vitið þér hvernig andlit lítur út, þegar það hefur verið eyðilagt með vítríol — hafið þér hug- mynd um það, hvernig tilfinning það er, þegar hold brennur af beinum?“ Hún þagnaði og laut fram á við. Rose- mary Marston var lögst aftur á koddann, það hafði liðið yfir hana. Dóra laut nær henni — já, það var rauverulega liðið yfir manneskjuna, þetta var ekki uppgerð og leikur. Hún strauk um enni sér, því hún hafði svitnað við alla þessa orðræðu. „Jæja,“ stundi hún. „Skyldi hún nú ekki láta Jerry í friði ?“ Hún virti fyrir sér fölt andlit leikkonunnar, án minnstu meðaumk- unar. „Hún er það gömul að hún gæti verið móðir hans. Hún, sem hefur fengið allt sem hún hefur þráð, hefur sko engan rétt til að ágirnast það eina, sem ég kæri mig um.“ Hún braut bréfið saman og setti það í umslag. Síðan fleygði hún klæðisplaggi af stólkolli og fékk sér sæti. Hún rétti fram höndina eftir silfurkaffikönnunni og hristi hana til. Hún var tóm. Stúlkan var orðin þurr í hálsinum og fætur hennar voru óstyrkir eftir alla áreynsluni. Hún svipað- ist um, ef ske kynni að þarna væri eitthvað sem hægt væri að væta með kverkaimar — en það var ekki um neitt að ræða ann- að en marglitar flöskur og glös á gullnu snyrtiborðinu. Þá gerði hún sér lítið fyrir, tók tappann úr litlu brúnu flöskunni sem hún liélt á, bar hana að vörum sér og saup á. „Ekki er nú beinlínis hægt að segja að þetta sé svalandi,“ sagði hún við sjálfa sig, og bætti svo við brosandi: „Samt er nú hreint og tæi*t vatn alltaf bezti drykk- urinn.“ Leikkonan bærði nú á sér og stundi lágt. Dóra stóð snöggt á fætur og læddist hljóð- lega út úr dyrunum. Frammi í anddyrinu kallaði hún til þjónustustúlkunnar og sagði ofur vingjarnlega: „Húsmóðir yður hef- ur orðið fyrir áfalli og liður ekki beint vel. Ég held þér ættuð bara að skvetta smágusu af fersku vatni framan í hana. Það er betra en ekkert.“ Svo kinkaði hún kolli og var farin leiðar sinnar. Það fyrsta sem hún kom auga á, þegar hún náði út í verzlunina, var Jerry, sem sat þar í hnipri á smá-skemli, hálfliulinn af sýrenum. Hann spratt á fætur. „Hvar hefurðu eiginlega verið? Ég er búinn að bíða í meira en klukkutíma, og frú Den- ham hefur gefið leyfi til, að ég bjóði þér í snarl. Ég verð að fá að tala við þig, Dóra.“ Minna mátti sjá en það, að pilturinn var mjög taugaspenntur. Dóra fann fyrir smásting í hjartastað. Hvað gagnaði nú allt sem hún hafði á sig lagt, ef Jerry kærði sig ekki um hana leng- ur? Skyndilega sá hún, hve bjánalega hún hafði farið að ráði sínu — það var alls ekki hægt að halda þeim manni í neinum járngreipum, sem vildi á annað borð vera laus við hana. En hún ætlaði sér ekki að kvarta eða kveina; hún skyldi bera harm sinn í hljóði. Jerry mátti vissulega verða hamingjusamur, en bara helzt ekki með hálfgamalli konu — allavega skyldi hún ekki fá hann. Þegar þau skömmu síðar sátu úti í horni á fáförnu veitaingahúsi, hóf Jerry máls: 90 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.