Heimilisblaðið - 01.08.1982, Side 12
gerði hann sér grein fyrir því, að á hverri
sekúndu gæti hann átt von á að hitta þann
mikla og óþekkta: sjálfan dauðann!
Hann þeytti því upp skápdyrunum með
braki og brestum og skálmaði fram í stof-
una. Hann sá útundan sér manninn og
konuna á miðju gólfi, en leit ekki einu
sinni í átt til þeirra, heldur hraðaði sér
niður stigann, greip frakkann sinn í fram-
hjáleiðinni og hljóp niður húströppurnar.
Líkt og óður væri skálmaði hann út eftir
götunni og nam ekki staðar fyrr en hann
stóð móður og másandi fyrir framan hinar
réttu húsdyr í næstu hliðargötu.
„Hvílík upplifun!“ stundi hann. „Maður
ætti kannski að gera lögreglunni viðvart,
en líklega er þó bezt að láta þessi skötuhjú
gera upp sínar sakir í friði. Láta þau skjóta
hvort annað ef þau kæra sig um. Ef fólk
getur ekki tekið skynsamlegar á hlutun-
um en að láta byssuna ráða, þá er það því
sjálfu að kenna og á ekki betra skilið. Það
munaði minnstu að maðurinn hleypti á mig
úr hólknum . . . Á morgun fer ég heim í
mitt hús, til garðsins míns og dýranna
minna og starfsins míns.“
Konan hafði rekið upp skelfingaróp,
þegar skáldið hljóp út úr felustað sínum,
og maðurinn hafði starað á hana hvumsa.
„Nei, hvað er nú þetta,“ hafði hann sagt.
„Svona raunverulegt þarf þetta nú ekki
að vera. Hvers vegna hefurðu sett þennan
manngann inn í skápinn?“
„Ég hafði ekki hugmynd um, að hann
var þarna,“ svaraði hún. „Þetta hefur að
líkindum verið þjófur, sem hefur falið sig
þarna þegar hann heyrði okkur koma upp.
Honiun hlýtur að hafa liðið alveg skelfi-
lega þarna inni á meðan við æfðum tilsvör-
in í leikritinu."
„Manngarmurinn," hló eiginmaðurinn
við. „En við skulum leyfa honum að sleppa
með skrekkinn. Og þarna geturðu séð, okk-
ur gengur stöðugt betur og betur að æfa
hlutverkin. Það var rétt af mér að láta
okkur æfa þetta einu sinni enn. Nú er
þetta orðið næstum fullkomið, og ég er
viss um, að þetta atriði í leiknum verður
mjög áhrifaríkt. En nú skulum við láta
þetta gott heita í kvöld, en halda áfram
á morgun ef með þarf.“
Það var leikstjórinn Paul Valeur sem
sagði þetta við hina fögru leikkonu Maria
Orlant, sem innan viku átti að leika aðal-
hlutverkið í SverSi afbrýðiseminnar í
Boulevard-leikhúsinu. Hvorugt þeirra
hafði minnstu hugmynd um, að þau höfðu
ekki aðeins verið að æfa eitthvert áhrifa-
mesta atriðið í öllu leikritinu, heldur um
leið gefið hálf-afdönkuðum og lífsþreytt-
um leikritahöfundi þá hugmynd, að til-
breytingarsnautt mannlífið sé, þrátt fyrir
allt, þess virði að lifa því.
96
HEIMILISB LAÐ I Ð