Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 13
HETJAN HRÆDDA
SMÁSAGA EFTIR EDWIN BALMER
Þetta var áhrifamikil sjón — sólg-ljá-
andi og snjóhvítur fjallstindurinn, og
dökku mannverurnar þrjár sem bar við
lóðréttan flöt efstu hamraveggjanna. Þetta
var í meira en fjögur þúsund metra hæð,
en samt voru enn eitthvað um tvöhundruð
metrar upp á hæsta tind Tecla, hæsta fjalls
á þessari breiddargráðu.
Síðasti spölurinn upp á tindinn var of
brattur til þess, að þar gæti fest snjó;
þar var of hált og lárétt til þess, að ann-
að fyrirfyndist en íshellan sem glóði hvar-
vetna þar sem sólin skein. Ætla mátti, að
þarna væri sérhverri manneskju ófært upp
að fara — ef ekki vildi svo til, að þama
voru einmitt þrír menn á ferð. Þama stóðu
þeir nú uppi á efsta hjallanum, með gín-
andi og ógnvænlegt hengiflugið fyrir neð-
an sig.
Þessi sjón fékk Margaret Ramsay til að
blöskra. Hún kom auga á þá neðan úr jám-
brautarlestinni sem mjakaðist hægt upp
um fjalllendið.
Vitíi mátti, að mönnunum var ljóst, í
hvílíkri hættu þeir voru staddir; því að
í kíki sínum sá Margaret, að þeir þokuð-
ust ekki nema fetið, með hjálp handa jafnt
sem fóta, og erfitt var í rauninni að gera
sér grein fyrir því, hvort þeir vora á upp-
leið eða niðurleið.
„Ég býst við, að þeir séu á leiðinni nið-
ur,“ tautaði hún um leið og hún rétti kík-
inn að ferðafélaga sínum.
Walter Bateman tók við kíkinum og
starði í áttina að mönnunum uppi við hinn
fjarlæga fjallstind.
,,Onei,“ sagði hann hálf óþolinmóður.
„Þeir eru að klöngrast upp á við, bjánamir
þeir ama.“
„Bjánarnir, Walter?“ sagði Margaret
dálítið ásakandi í spumartón.
„Já, þeir ættu að láta slíkt eiga sig —
þetta er ekki annað en heimskulegt ofur-
lætisflan. — En komdu nú og seztu héma
hjá mér,“ sagði hann biðjandi og rétti út
hendurnar í átt til hennar.
Hún var sjálf hissa á því, að hún hik-
aði andartak. Því að nú áttu þau hvort
annað í rauninni. Einmitt í dag hafði hann
játað henni ást sína — þá ást, sem hún
hafði látið sig dreyma um í sjö ár og í raun
álitið vonlaust að öðlast.
„En mennirnir þama uppi, Walter!“
Hún svipaðist enn um í áttina að tindinum.
„Já, hvað með þá, ljúfan mín?“
„Þeir eru bundnir í streng. Ef einn
þeirra hrapar, fer ekki hjá því, að hann
dregur hina niður með sér í fallinu. Eg
get ekki séð, að neinn þeirra hafi tæki-
færi til að skorða sig.“
„Hvað ætli þú hafir vit á svona löguðu?“
„Ég las um þetta í Chamonix. Á meðan
pabbi lifði var ég einu sinni komin hálfa
leið upp í Mont Blanc.“
„Varstu það? I rauninni? Hvenær var
það?“
„Ég var fimmtán ára þá, það var löngu
áður en þú kærðir þig um að vita hver ég
var —“ svaraði hún og hélt áfram að beina
kíkinum í áttina að fjallgöngumönnunum.
„Ég hef alltaf kært mig um að vita hver
þú værir, Margaret. Hvernig gengur þeim
annars þarna uppi? Leyfðu mér að sjá.“
Hann virti fyrir sér mennina. „Það lítur
HEIMILISB LAÐ I Ð
97