Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 15
útskýrði fyrir umsjónarmanninum hvað
komið hafði fyrir. Margaret fannst þetta
vera maður á aldur við Walter.
„Við þurfum fjóra menn,“ sagði hann,
„menn sem eru vel á sig komnir og vita
eitthvað um fjallgöngur.“
„Ég hef klifrað í fjöllum,“ heyi'ði Marg-
aret Walter segja.
„Það hef ég líka gert,“ sagði þá Marg-
aret við hina ókunnugu. „Og þekking á
fjalllendi hefur jafn mikið að segja sem
líkamsþrek,“ bætti hún við. „Ég er vön
fjöllum. Ég get gengið yfir ísbreiðu, ef því
er að skipta. Ég hef farið hálfa leið upp
á Mont Blanc."
„Margaret," sagði þá Walter, og þrýsti
hönd hennar að sér. „Margaret, þú mátt
ekki stofna lífi þínu í hættu."
Ókunnu mennirnir gerðu hvorki að taka
tilboði hennar né neita því. Fyrirliðinn
sagði: ,-,Við þurfum á fólki að halda, sem
er vant fjallgöngum.“ Síðan leit hann af
mannskapnum og upp mót bröttum fjalls-
hlíðunum.
Þegar gengið var upp á hæðarsporðinn,
mátti glöggt sjá hversu hátt var upp að
fara og hættulegt. Hyldiúp gjá opnaðist
áður en komið yrði að sjálfum undirhlíð-
um Tecla; flugliál íshella virtist þekja
fyrstu bröttu fjallsbrekkurnar. I fljótu
bragði leit alls ekki út fyrir, að einmitt
þarna væri skynsamlegast að leggja á fjall-
ið. Auk þess var maísólin tekin að lækka
á lofti. Brátt yrði hitinn kominn undir
frostmarkið, og myrkrið myndi skella yfir.
„Við verðum að gera ráð fyrir að
minnsta kosti sex klukkustunda ferð upp
til þeirra,“ sagði ókunni maðurinn. „Og
aðrir sex tímar fara í það að komast til
baka, ef við þurfum að bera einhvem með
okkur. En það verður tunglskin í kvöld.“
Tilgangur leiðangursins myndi einmitt
vera sá að sækja mann og bera hann til
byggða, en þegar það rann upp fyrir lest-
arfarþegunum drógu þeir sig í hlé, einn
eftir annan, unz umhverfis manninn sem
hafði stöðvað lestina stóðu aðeins þau
Margaret og Walter.
„Nafn mitt er Gampel. Ég er Svisslend-
ingur, og þótt ég sé ekki með bréf upp á
það, að ég sé vanur fjallgöngum, þá held
ég, að ég muni geta klifið þetta fjall.“
Walter kinkaði kolli til hinna og sagði:
„Við gerum hann að fararstjóra leiðang-
ursins.“
Annar maður gaf sig til kynna. „Nafn
mitt er Milrane,“ sagði liann við Sviss-
lendinginn og rétti honum og Walter hönd-
ina. „Fáum við ekki fleiri ?“
„Getið þið haft gagn af mér?“ spurði
Margaret, en þegar hann hristi höfuðið,
sneri sér að Walter. „Ég vil fara með
ykkur, eins langt og ég kemst.“
„Já, það veit ég að þú vilt,“ sagði hann
og sneri sér síðan að Milrane til að aðstoða
hann við undirbúninginn. „Ég get náð í
teppi úr svefnvagninum," sagði hann. „Og
mat og viskí. Við verðum einnig að hafa
brennsluspritt með til að bræða snjóinn.
Auk þess verðum við að hafa ketil.“
„En hvað um reipi?“ spurði Milrane.
Lestarstjórinn hét því að leggja til það
sem þyrfti, auk axar, en Margaret sneri
aftur að farrýmisvagninum til þess að búa
sjálfa sig undir förina.
Tuttugu mínútum síðar hélt járnbraut-
arlestin för sinni áfram en hún átti að
nema staðar við fyrsta hliðarspor, nokkr-
um kílómetrum lengra, og skilja þar við
sig svefnvagn með fjórum eða fimm far-
þegum sem ekki gætu tekið þátt í leið-
angrinum, en ætluðu sér að bíða eftir hin-
um og sjá til, hvort þau gætu ekki orðið
til einhverrar aðstoðar.
íklædd hlýjustu peysunni sinni og ullar-
reiðbuxunum, og með þvkk gúmmístígvél
á fótum fylgdi Margaret í slóð Walters,
sem gekk á eftir Milrane yfir gjána. Sviss-
lendingurinn gekk aftastur, það var Gain-
pel. Hvei*t þeirra hélt á samanvöfðum
HEIMILISBLAÐIÐ
99