Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 20
VASKLEIKASTELPA
BARNASAGA EFTIR GERDA E. HANSEN
Elísabet var fallegasta sólskinsbarn sem
maður gat hugsað sér. Tvær langar og ljós-
ar fléttur, sem enduðu í tveim krullum,
þannig að ekkert barn þurfti til að halda
þeim saman; tvö stjörnu-augu, sem horfðu
beint á mann; nettur munnur, sem alltaf
var brosmildur. En þrátt fyrir engilsásjón-
una og aðeins tólf ára aldur, var Elísabet
óvenjulega framtökssöm stúlka. I skólan-
um átti hún það til að standa fyrir brell-
um, sem voru að gera kennara hennar grá-
hærða, og þegar hún kom oft og einatt
heim með kúlu á höfðinu eða rifinn kjól,
stundi móðir hennar og sagði: „Beta mín,
þú hefðir átt að verða strákur!“
Nú var komið sumarfríið, með aLlri sinni
eftirvæntingu og gleði, og nú átti Elísa-
bet að fara í sveit í fyrsta skipti. Ættingj-
ar móður hennar höfðu boðið henni að
koma og dveljast hjá sér Þau áttu stóra
jörð á Mið-Sjálandi, þar sem var meðal
annars gamall blómagarður, mikil tún og
engi, já, sannkallað ævintýraland fyrir
Kaupmannahafnar-telpu.
Með alls konar góðum ráðleggingum, og
ekki með öllu kvíðalaus, sendu foreldrarn-
ir hana af stað.
Elísabet komst heilu og höldnu á áfanga-
staðinn í sveitinni. Tekið var á móti henni
á brautarstöðinni með vagni, sem spennt-
ir voru fyrir tveir stórir og dökkjarpir
hestar, og öllu þessu stjórnaði Max, sem
lítið virtist gefa hestunum eftir að stærð
og kröftum. Þetta olli Elísabetu nokkrum
vonbrigðum, því að hún hafði gert sér
vonir um að verða sótt í bíl með einka-
bílstjóra, svo að hún hefði getað grobbað
af því við skólasystkini sín, en hún var
reyndar fljót.að gleyma vonbrigðunum við
allt það nýja. og nýstárlega sem hún brátt
sá. Þar sem hún var nú sezt við hliðina
á Max, fékk Jiún að heyra um kirkjur þær
og bændabýli sem þau áttu leið framhjá
til áfangastaðarins. Þarna var kirkjan með
tvíburaturnunum, sem reist var til heið-
ui*s Absalon, og þarna var stórbýlið En-
lerup með sinni frægu vindmyllu, og svo
framvegis, og svo framvegis. Hann kunni
svo sannarlega að segja frá, að maður
gleymdi því hvað tímanum leið — og sömu-
leiðis því, hvað í rauninni Max var bæði
mikill um sig og ófríður maður. Fyrr en
varði var Engi komið í ljós, en svo hét
bærinn sem þau voru að fara til, og svo
óku þau heim traðirnar og námu staðar
fyrir bæjardyrum, þar sem Óli og Soffía
stóðu og biðu gests síns.
Að aflokinni móttöku, koss á kinn og
enni, var Elísabetu fylgt upp í litla her-
bergið þar sem hún átti að búa á meðan
hún dveldist á bænum. Þarna átti hún nú
að hvíla sig, þangað til kallað væri í kvöld-
matinn. — Já, hvíla sig — eins og hún
væri eitthvað þreytt? — nei, það var nú
eitthvað annað. Hún flýtti sér hins vegar
úr kápunni sinni og rauk síðan út, til þess
að skoða sig um. Fyrst af öllu hitti hún
stóran og feitan kött, sem lá og sleikti sól-
skinið. Hún var óðara rokin til hans, tók
í framfætur hans og steig við hann dans-
spor, Max til mikillar gleði, sem stóð þarna
í innkeyrslunni og hló svo að undir tók.
Elísabet hafði strax eignast vin þar sem
Max var. Honum hafði strax litizt vel á
104
HEIMILISB LAÐ I Ð