Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Side 22

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Side 22
henni og fengið góðgætið, sem hann var orðinn vanur að fá, þegar Elísabet var á ferðinni. Já, Kippa mín, þú verður að vera þolinmóð í þetta sinn; ég verð fyrst að sækja epli handa nautinu, annars þori ég ekki að laumast framhjá því. Ekki leið nema smástund unz hún var komin aftur með stórt epli, sem hún henti inn í básinn til tudda, og meðan hann nasaði ánægju- lega að eplinu, stökk hún í áttina til Kippu, og nú fékk Kippa sitt epli og kjass frá Elísabetu eins og venjulega. Frá þessum degi, og á þeim tíma sem fólkið tók sér miðdegisblundinn, heimsótti hún síðan Kippu og Surt, eins og tuddinn var kallaður. Hann fór að þekkja hana, rétt eins og Kippa gerði, og fékk líka jafn- an sinn hluta af gjöfunum, hvort heldur það voru epli, brauð eða gulrætur. Nú var aðeins vika eftir af dvöl Betu í sveitinni. Allt fríið hennar hafði veðrið verið einstaklega gott, þangað til núna; það hafði skyndilega breytzt til hins verra. Það helltist svo úr loftinu, að ekki mátti sjá skil himins og jarðar, og þrumur og eldingar óðu um allt. Ungneyti öll voru látin í hús. Úti á enginu var vatnsaginn orðinn slíkur, að óttast var, að þau myndu drukkna, ef þau væru látin vera utandyra lengur. Nú var komið að kvöldi dags og allir voru saman komnir í stórustofu, því að uppi í sveit fer maður ógjarnan að hátta á meðan þrumur og eldingar geisa. Einnig Elísabet hafði fengið leyfi til að vera lengur á fótum en hún var vön. Hún gat hvort sem er ekki farið að sofa í öllum þessum ljósagangi og þrumulátum. En nú var óveðrið um garð gengið, og þá var hún brátt send í háttinn. Hún var svo til kom- in úr og ætlaði að fara upp í, þegar allt í einu buldi við mikill brestur um leið og stór blossi sást úti fyrir, og henni skild- ist óðara að eldingu hafði slegið niður. Hún hraðaði sér út að glugganum og gægðist út. Grunaði hana ekki — þarna stóðu eld- tungur upp af f jósinu, rétt fyrir ofan dyrn- ar. Sér til skelfingar sá hún, að fólk var farið að leggjast á dyrnar til að bjarga skepnunum út. Þarna stóð Óli fyrir utan brennandi hús- ið og neri hendurnar vandræðalega. Hann sá fram á það að bíða stórkostlegt tjón, ef skepnurnar brynnu inni. Ekki aðeins var um ungneytin að ræða, heldur einnig verð- launanautið, sem í rauninni var ómetan- legt til fjár. Max táraðist þar sem hann skvetti úr einni vatnsfötunni eftir aðra. Tárin láku niður feitar kinnar hans í stríðum straum- um, og hann varð enn óhreinni í framan, eftir að hann hafði reynt að strjúka þau burt með handarbakinu. Hann var brátt orðinn eins og moldarkögull í framan, af tárum, svita, reyk og mold, — og það voru reyndar fleiri. Elísabet virti þetta fyrir sér andartak, án þess að hún áttaði sig til fuils — þetta virtist allt næstum því óraun- verulegt — en þá mundi hún allt í einu eftir þeim Surti og Kippu, — að þau voru innilokuð í brennandi húsinu. Hún þaut niður stigann án þess að hugsa um það að hún var í náttkjólnum einum fata, hljóp rakleitt að Max og togaði í handlegginn á honum. „Flýttu þér, flýttu þér, Max!“ hrópaði hún og neyddi hann til að koma með sér. Það mátti ekki tæpara standa að þau kæmust í tæka tíð að hinum dyrunum, því að þakið var að falli komið. Elísabet var ekki lengi að opna gömlu læsinguna, og nú voru þau Max og hún ósein að hraða sér inn í stíuna. Vesalings skepnurnar voru sem meðvitundarlausar af hræðslu. Ung- neytið, sem ekki var bundið, ólmaðist hvað innan um annað í ráðþrota uppnámi, en Surtur hamaðist í hlekkjunum. „Svona-svona, Surtur minn, við erum að koma!“ hrópaði Elísabet. Þegar hann heyrði rödd hennar, varð hann það róleg- 106 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.