Heimilisblaðið - 01.08.1982, Page 23
ur, að Max gat leyst hann, teymt hann
út og- bundið hann við tré. Elísabet hjálp-
aði Kippu út og batt hana við trjástofn,
en hljóp síðan til að hjálpa Max við að
koma ungneytinu undir bert loft. Innan
fimm mínútna var engin skepna eftir í
húsinu.
Slökkviliðið var nú komið á vettvang og
gerði hvað það gat til að slökkva eldinn
sem fljótast, en öllum var ljóst að ekki
væri hægt að slökkva í fjósinu, og mann-
fjöldinn beið þess enn við lokaðan inngang-
inn að heyra dauðastunur dýranna þegar
þakið félli. Ekkert þeirra vissu hvað átt
hafði sér stað að húsabaki. Það var því
ekki lítil undrunin, þegar það nú upp-
götvaði hvar Max og Elísabet voru að elt-
ast við hrædd ungneytin út um allt hlað
og út á engi. Óli bóndi, ráðsmaðurinn og
allir hinir hlupu nú til og aðstoðuðu þau,
— og hver getur lýst gleði bóndans, þeg-
ar hann kom líka auga á verðlaunatudd-
ann sinn, sem stóð þarna tjóðraður við hlið-
ina á Kippu litlu. Nú varð Max að segja
frá því, hvernig þetta allt gekk til, því að
Elísabet hafði séð þann kost vænstan að
laumast burtu þegar hér var komið. Hún
var þeirra skoðunar, að nú myndi hún
þó fá bágt, úr því að upp komst um leynd-
armál hennar.
Það fer ekki á milli mála, að Max hrós-
aði borgarstelpunni á hvert reipi. Honum
mæltist svo vel, að jafnvel ráðsmaðurinn
lét hrífast og sagði loksins þegar Max tók
sér hvíld: „Já, það er eins og ég hef alltaf
sagt, þetta er sveimér vaskleika-stelpa!“
Það var stolt og ánægð lítil stúlka, sem
nú fékk að vita það, eftiv að búið var að
þvo henni og greiða, að Óli bóndi væri alls
ekki reiður út í hana fyrir það sem hún
hafði gert í leyfisleysi. Hann hafði jafn-
vel hrósað henni fyrir hugrekkið — og
heitið því að gefa henni sparisjóðsbók
með álitlegri upphæð, þegar hún yrði
fermd.
Síðasta hugsun hennar áður en hún sofn-
aði var þó sú, að nú gæti hún þó sagt að
hún hefði upplifað eitthvað spennandi í
sveitinni, þegar hún kæmi aftur í skólann
í haust.
Furstinn frá Monaco, Rainier
III. og furstynja Grace ásamt
uppkomnum syni og dóttur
voru hér á ferð í sumar. Mon-
aco er dverkriki á austurströnd
Frakklands.
HEIMILISBLAÐIÐ