Hljómlistin - 01.06.1913, Side 5

Hljómlistin - 01.06.1913, Side 5
HLJÓMLISTIN 67 að sðnglislin — eins og skákiið svo fagur- lega kemst að orði, er: »ljós allra landa lyTtandi hjörtum úr dái«. Porst. Konráðsson. Framfarir i söngmentum. Að tiltölu við fólksfjölda hér á landi eru framfarir í söngmentum nú orðnar ærið slór- stígar. Nú eru menn farnir að rækja þessa list einvörðungu margir hverjir. Af þeim sem á seinni árum hafa lagt söngmenlir og ldjóðfæraslált fyrir sig má telja Herdisi Mnttlií- asdóttur, sem lauk fyrir nokkrum árum námi við hljómlistaskólann í Höfn. Hafði hún lagt fyrir sig söng og píanóspil. Er hún nú sezt að hér heima sem kennari í þeim greinum. í fyrra útskrifaðist af sama skóla Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Dvelur hann síðan í Dresden, höfuðhorg Saxlands til þess að fullkomna sig í píanóspili. Þykir hann fyrirtaks efnilegur í þeirri lisl. Nú eru á liljómlistaskólanum í Iíhöfn bræðurnir Eggert Guðmundsson og Pórarinn Guðmundsson liéðan úr Reykjavík, slundar Eggert pianó- spil en Þórarinn fiðluleik. Einnig er þar við nám Reynir Gíslason og Eigló systir hans héðan úr bæ og nema pianóspil. Þá hefir Jón Norðmann og Katrín systir hans einnig verið í Berlín á Þýzkalandi í vetur að læra píanóspil, og Theodór Arnason í Kaup- mannaliöfn að iðka fiðluleik. Af þeim sem leggja stund á raddsöng má fyrst frægan telja, Pélur Jónsson, sem nú er óperusöngvari á Þýzkalandi og þá Símon Pórðarson og Eggert Stefánsson héðan úr bænum sem lært liafa söng nú fyrirfarandi í Kaupmannahöfn og hafa látið til sín heyra hér fyrir skemslu. Verður ekki annað sagt en að þetta sé mikil viðkoina á ekki lengri tíma, en aftur slæmt til þess að vita, að það eru því miður litlar horfur á því, að þessir lnndar vorir fái allir nægilegl slarf hér á landi. Þó mundi það hafa verið hugsanlegt, ef ekki legðu svo margir fyrir sig það sama, sem sé píanóspil. — Verður að benda mönnum á að nú er vissulega komið nóg af svo góðu og ætlu nngir menn sem ætla að leggja fyiir sig hljóni- list að muna eflir því, að íleiri hljóðfæri eru til en píanó. Skal t. d. nefna fleiri fiðlur, celló og ýms tréhljóðfæri, svo sem flaulu, klarinetlu o. fl. sem er bráðnauðsynlegt að liafa liér, ef hægt á að vera að koma upp fullkomnum hljóðfæraflokk. Er þvi sjálfsagðara að reyna að koma í veg fyrir að hljóðfæralistin einangrist um of, sein eimnitt nú eru farnir að myndast liér hljóðfæraílokkar í hænum, sem eiga einmitt mjög eríitl vegna skorts á fleiri tegundum hljóðfæra. Hljóðfæraflokkur Bernburgs hefir samt, þrátt fyrir marga erfiðleika, sótt sig furðanlega i vcðrið og á Bernburg skilið lof fyrir dugnað sinn og framtakssemi. En vegna þess að lúðrar yfirgnæfa mjög í þessum flokk, þá verður liljóðfæraslátturinn full-liávær innan húss. Er því hráðnauðsynlegt að re^ma að fá mcira af mildari hljóðfærum og eitthvað meira í hassann, t. d. kontrabassa, og draga þá heldur úr trumbuslæltinum. Áslæða er til að minnast á nýjan hljóð- færaflokk, sem stofnaður heíir verið með ungum mönnum í K. F. U. M. Er það livorki meira né minna en 20 manna flokkur sem Hallgrímur tónskáld Porsleinsson hefir æft nú á annað ár með miklum dugnaði og góðum árangri, þóll hann hafi lítils lærdóms notið sjálfur í söngmenlum. Hefir hann þar að auki ált þált í stofnun og æíingu fleiri en eins lúðraflokks og yfirleitt verið hinn þarf- asti að vekja áhuga á tónlistum á sínu sviði. Fyrir utan þessar nýjungar má líka geta þess, að lúðrafélög Reykjavíkur og Ungmenna- félagsins eru við lýði og skemta bæjarbúum annað slagið, þótt lítið hafi he)'ist til þeirra í sumar.

x

Hljómlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.