Í uppnámi - 20.03.1901, Qupperneq 4

Í uppnámi - 20.03.1901, Qupperneq 4
12 menn fyrst, að því er almennt var álitið, fundið upp á því að nota þetta riddarastökk til að fela í ritgátu. Þér veljið eða búið til vísu (eða kafla í óbundnu máli), er hefur 64 samstöfur. Fyrstu sam- stöfuna ritið þér á reit þann, er riddarinn leggur út frá í byrjun, aðra samstöfuna á þann, er liann fer næs.t á, o. s. frv. unz riddarinn er kominn á 64. eða síðasta reitinn, sem síðasta samstafan því er rituð á. Þegar því er lokið, gefíð þér skákvinum yðar blaðið, er þér hafið ritað þetta á, og þeir reyna að finna út, frá hvaða reit riddarinn lagði af stað og hvaða leið hann fór og jafnótt og þeir ráða fram úr þraut- unum, rita þeir samstöfumar á blað. Þannig munu þeir geta séð, hvað þér hafið ritað, og ráðið gátu yðar. Eins og vér gátum um hefur það verið álit manna, að þesskonar ritgátur, falnar í riddarastökki, væru alveg evrópsk og nútíðar-uppfundning, — og alls ekki eldri en tveggja eða þriggja hundrað ára. En nýlega hefur dr. Hermann Jacobi, hinn ágæti sanskrítar-fræðingur og prófessor við háskólann í Bonn, fundið, að þessar skák-ritgátur höfðu menn sem hirðskemmtanir í norðvesturhluta Indlands, heimkynni skáktaflsins, á miðri 9. öld. Hann hefur þýtt og ráðið eina af gátum þessum, er voru ritnar á sanskrít.1 Vér setjum hér tvö riddarastökk, og gefa tölurnar til kynna leiðina, er riddararnir fara. Eins og sjá má, leggur riddarinn í hinni fyrri út frá reit nálægt miðju borðsins, en í hinni síðari frá einum hornreitnum. I. 50 11 24 63 14 37 26 35 23 62 51 12 25 34 15 38 10 49 64 21 40 13 36 27 61 22 9 52 33 28 39 16 48 7 60 1 20 41 54 29 59 4 45 8 53 32 17 42 6 47 2 57 44 19 30 55 j 3 58 5 46 31 56 43 18 L__ 1 Sjá Zeitschrift der deutschen morgenlándischen Gesell- schaft 50. b. (1896), bls. 227 — 233. 4

x

Í uppnámi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.