Í uppnámi - 20.07.1902, Blaðsíða 5

Í uppnámi - 20.07.1902, Blaðsíða 5
43 regluleg mátmynd. Dm þess konar tvíleiksdæmi hefur meistarinn Loyd einu sinni komizt mjög heppilega að orði. “Eg hef opt látið þá skoðun í ljósi”, segir hann, “að það sé ekki auðhlaupið að því að búa til gott tveggja leika dæmi. Það á að hafa eindregið takmark, vel ákveðið verkefni með ofuróljósum bendingum til þess; erfiðleik- arnir eiga að vera fólgnir í hinni undrunarlegu samsetningu, en ekki í því einu að velja rétta leika. . . . Gagngjört vítaverð og livimleið eru þau tvíleiksdæmi, sem liafa ekkert sérstakt verkefni eða bragð og þar sem mönnunum er hrúgað saman til þess mynda afbrigði, eða þau dæmi, sem gjörð eru í biðstíl . . . þar sem að vísu engir menn eru alveg gagnslausir, en nálega hver maður er settur til þess að sjá fyrir einhverjum fjandmanni, sem hins vegar liefur ekkert annað hlut- verk en að láta hinn manninn hafa eitthvað að starfa; hvorugur er alveg aðgjörðalaus’, en báða mætti vel taka í hurt án þess að hug- myndin í dæminu raskaðist nokkuð, ef þá svo vel vill til, að nokkur áþreifanleg hugmynd sé þar”. Nr. 72 (Beiiteand). Ekki gott skákdæmi, jafnvel frá sjónarmiði þjóðarstíls séð. Byrjunarleikurinn lítilfjörlegur og uppnámsstaða hvítu drottningarinnar er röng. Nr. 73 (Bertrand). Skákdæmið nr. 77 (eptir Corrias) sýnir, að þessi liugmynd í skákdæmi er mjög vel löguð fyrir listarsniðið. Nr. 75 (Cook). Fyrsti leikurinn léttur og ósnotur eins og í nálega öllum þyrpingadæmum (sjá ummæli Loyd’s undir nr. 70). Nr. 87 (Heathcote). Hugmyndin er í sjálfu sér góð, en liún verður alveg að engu vegna þess að reglulegar mátmyndir vanta. Hvíta hróknum á h6 ætti að vera sleppt úr (við það stæði reiturinn e6 svarta konginum opinn), sömuleiðis svörtu drottningunni á a4, við það fengist þá (eptir nokkrar breytingar) ein regluleg mátmynd 2. Rd7 —c5=þ. Nr. 97 (Laws). Einnig í þessu dæmi er mjög tilfinnanlegur skortur sparlega-hreinnar mátmyndar. Hvorugt þessara dæma er sem sé “þyrp- ingadæmi”, þó þau samkvæmt eðli sínu útiloki hreinleik og sparnað (og fyrir því hafa þau að mínu áliti engan tilverurétt), heldur dæmi, sem mjög vel mætti framsetja með listarsniði. Nr. 111 (Reimann). Að láta livítan biskup standa á h2, einungis til þess að halda hróknum á g3 í skefjum, er lastvert. Eptirfylgjandi skákdæmi eptir mig (taflborðsmynd I.) ætti að sýna, að höfuðlausnin 1....., Ke5xf6, 2. e4—e5 =j= leyfir mátstöðu í listarstíl. Nr. 126 (Wainwright). Hugmyndina í þessu dæmi, sem liggur í hinum ýmislegu leikum hvíta biskupsins, má einnig framsetja reglulega. Sjá skákdæmið eptir mig hér fyrir neðan (taflborðsmynd II.), þar sem hrókur er viðhafður í stað livíta biskupsins. 4* L

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.