Í uppnámi - 20.07.1902, Síða 9

Í uppnámi - 20.07.1902, Síða 9
47 Flokkur B. Þjóðarstílsdæmi (7 að tölu). Nr. 76 (Cook). Fyrsti leikurinn er góður, en hvar er hin regluleg mátmynd, sem á að vera í hverju dæmi? Nr. 86 (Healey). Allerfitt dæmi eins og nálega öll, sem koma frá þessum æruverða enska skákdæmaöldungi. Þó er þetta dæmi engan veginn heflað til fullnustu, þar eð taflhátt eins og 1..., BaB—b4; 2. Rd3— cöf, Bb4xc5; 3. Db7—bl=þ hefói vel mátt gegnumfæra í listarsniði. Nr. 113 (Reimann). Fyrsti leikurinn er ekki slæmur, en að öðru leyti er dæmið heldur hroðvirknislegt. Þrátt fyrir hina (einu) reglulegu mátstöðu 1......, Ke4xd5; 2. Del—hlf, Kd5—e5; 3. f2—f4^ tel eg þó þetta dæmi til 2. flokks, því einmitt við slíkan taflmáta liefði mátt fara sérlega laglega með mátstöðuna. Nr. 114 (Reimann). Hin skjóta mátógnun er ófimleg; ekki einn einasti taflháttur, sem vert sé um að geta. Nr. 128 (Wainwright). Fyndn- in er fólgin því, að hvítu peðin í nokkrum afbrigðum breytast í tvær (!) drottningar, en í öðrum afbrigðum í tvo aðra hvíta menn. Það liggur í hlutarins eðli að við þetta bragð, sem að vísu ekkert snertir fegurð liugmyndarinnar, vantar bæði hreinleik og sparnað. Nr. 129 (Wainweight). Þessa tvíleikshugmynd hafa menn opt áður notað (svo sem Loyd, Lehner o. fl.). Hreinni mátmynd verður hér náð einungis í einhverjum hinna fjögurra rand-ferhyrninga. Nr. 135 (Wuezburg). Dráp svarts biskups af hvítri drottningu IV. Sam. Loyd. Svart. Mát í 3. leik. (1. Dc4—fl, Bal—b2, c3, d4, e5, 2. Dfl—bl, d3, f5 o. s. frv.) f6. kemur, þrátt fyrir margar nýrri endursamningar, víst bezt fram í meistaraverki Loyd’s, sem hér er prentað (sjá taflborðsmynd IV). Þess skal gætt, að í einum af afbrigðununum er hrein og sparleg mátstaða. Fjórleiksdæmi. Nr. 80 (Galitzky). Margir góðir taflhættir (listarstíll). Nr. 121 (Shinkman). Hugmyndin er að vísu ekki ný, en er hér gegnumfærð á mjög laglegan hátt (listarstíll). Af hinum tveim sjálfsmátsdæmum er nr. 89 (Jespersen) eptir- tektaverð; 1. leikurinn í því er sérlega skarpt greindur.

x

Í uppnámi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.